Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 30
Lýstu upp myrkrið 19. október 2018KYNNINGARBLAÐ Þegar kemur að hönnun rýmis þá skiptir miklu máli að velja rétta lýsingu, þar sem lýs- ing getur gert mjög mikið til að skapa rétta stemmingu. Lýsing & Hönnun er lítið fjölskyldufyrirtæki sem kappkostar að veita persónu- lega og góða þjónustu varðandi allt sem viðkemur lýsingu, í stórum sem smáum verkefnum, fyrir allar tegundir bygginga. „Starfsmenn okkar eru sannkallaðir reynsluboltar í faginu en Heimir Jónasson, raf- magnsiðnfræðingur og eigandi fyr- irtækisins, hefur mjög mikla reynslu í raflagna- og lýsingarhönnun. Ég er búin að vinna lengi við lýsingarhönnun og Heiðdís Þóra Snorradóttir er menntaður verslun- arhönnuður,“ segir Erla Heimisdóttir viðskiptafræðingur, en hún stofnaði Lýsingu & Hönnun árið 2007 ásamt eiginmanni sínum, Heimi Jónassyni. Ýmiss konar verkefni „Við höfum verið afar lánsöm að fá að taka þátt í ýmsum skemmti- legum verkefnum. Bæði höfum við unnið með húseigendum að endurbótum og nýbyggingu á einbýlishúsum, sem og arkitektum og innanhússarkitektum í sérlega fjölbreyttum og spennandi verkefn- um, bæði stórum og smáum. Hvort sem um er að ræða eina íbúð, einbýlishús, hótel, skrifstofuhús- næði, íbúðablokkir, veitingastaði eða íþróttamannvirki, þá sjáum við um þetta allt, enda kunnum við til verka,“ segir Erla. Allt á einum stað „Við vitum að það er í mörg horn að líta þegar verið er að byggja og þá hjálpar að geta fengið allt sem snýr að rafmagnshlutanum á einum stað. Hugmyndin að fyrir- tækinu var því upphaflega sú að aðstoða húsbyggjendur við allt sem sneri að rafmagni í húsum, svo sem raflagnateikningar, lýs- ingarhönnun, rafbúnað og allt það val sem viðkomandi stendur frammi fyrir. Það er alveg greinilegt að mikil þörf hefur verið á markaðnum fyrir þjónustuna sem við bjóðum upp á, enda hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið,“ segir Erla. Líkt og nafnið gefur til kynna þá er starf- semi Lýsingar & Hönnunar tvíþætt. Annars vegar er um að ræða verk- fræðiþjónustu í raflagnateikningum og lýsingarhönnun. Hins vegar er Lýsing & Hönnun verslun þar sem aðaláherslan er á allar gerðir ljósa fyrir bæði einstaklinga og fyrir- tæki. „Í versluninni erum við með gríðarlegt úrval af fallegum ljósum og ljósakrónum sem prýða hvers kyns rými,“ segir Erla. Einnig býður fyrirtækið upp á sérfræðiráðgjöf í lýsingarhönnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þar sem starfsmenn á vegum fyrirtækisins mæta á stað- inn, taka út húsnæðið og ráðleggja varðandi raflagnir og uppsetningu á lýsingu. HDL hita- og ljósastýrikerfi „Mikill meirihluti af húsbyggjendum sem leita til okkar velur HDL hita- og ljósastýrikerfi, en það kerfi býður upp á endalausa möguleika sem uppfylla mjög mismunandi kröf- ur. Verðið kemur líka skemmtilega á óvart, en HDL kerfið er alls ekki mikið dýrara en að vera með hefð- bundna ljósdeyfa og hitanema,“ segir Erla. Með HDL kerfinu er með- al annars hægt að stjórna ljósum og hita með spjaldtölvum. Þannig má breyta stemmingu í rýminu á afar einfaldan og þægilegan hátt. Einnig er hægt að stýra hita og ljósum með einum rofa sem myndar heildstætt kerfi. Nýlega kom HDL svo fram með byltingarkennda nýjung sem auðveldar nú eigendum eldri húsa að vera með HDL kerfi, þrátt fyrir að raflögn hússins sé ekki sérstaklega löguð að kerfinu. Um er að ræða þráðlausa rofa sem hægt er að setja nánast hvar sem er og því talsvert einfaldari í uppsetningu en hefðbundið HDL kerfi. Veggfóður fyrir falleg rými Þó að lýsing sé í kastljósinu hjá Lýsingu & Hönnun þá er þar einnig hægt að fá dýrindis veggfóður frá hollenska fyrirtækinu NLXL. Um er að ræða gífurlega fallegt og endingargott veggfóður sem setur punktinn yfir i-ið í glæsilegum rým- um. Lýsing & Hönnun er staðsett að Skipholti 35, 105 Reykjavík. Opið er mánudaga til föstudaga frá klukkan 10–17, miðvikudaga frá klukkan 10–18 og laugardaga frá klukkan 11–15. Sími: 588-0506. Netfang: lysingoghonnun@lysin- goghonnun.is. erla@lysingoghonnun.is. lysingoghonnun.is Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.