Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 20
20 FÓLK - VIÐTAL 19. október 2018
Þ
að hefur tekið listamann-
inn tíma og metnað að
komast á þann stað sem
hann er á í dag en hann
hefur sent frá sér fimm breiðskíf-
ur og yfir tuttugu smáskífur. Á
leiðinni hefur hann lent í ýmsum
uppákomum. Fimmta breiðskífa
kappans leit dagsins ljós fyrr í vik-
unni undir heitinu FIMM. Sjálf-
skoðun og aðra upplifun á sjálfum
sér segir Gauti hafa valdið því að
platan hafi orðið rólegri og farið í
aðra átt en þær fyrri. Gauti er með
mörg járn í eldinum þessa dagana
en hann vinnur nú að opnun nýs
veitingastaðar í vestur bæ Reykja-
víkur, útgáfutónleika á Akureyri
og jólatónleika í Gamla bíói.
DV ræddi við Gauta í einlægu
við tali um upprunann, ferilinn,
eiturlyfjavanda ungs fólks og árás
sem hann varð fyrir eftir tónleika
á Prikinu.
Lagði sig og missti vinnuna
Byrjum á byrjuninni. Hvar ertu
alinn upp?
„Ég er fæddur á Akureyri og bjó
þar fyrstu þrjú ár ævinnar. Ég seg-
ist stundum vera Akureyringur
þegar það hentar, alveg eins og ég
segist vera úr Breiðholtinu þegar
það hentar. En ég er alinn upp í
Breiðholti og mitt heimahverfi er
Seljahverfið, þó svo að hjartað sé
alltaf fyrir norðan líka.
Foreldrar mínir voru einhvern
tímann saman en það var ekki á
mínu æviskeiði. Ég hef alltaf litið
ótrúlega mikið upp til þeirra varð-
andi hvað þau hafa haldið frá-
bæru sambandi. Það var bara tek-
in ákvörðun þeirra á milli um að
annað gengi ekki, en þannig á það
líka að vera. Það kennir manni að
kyngja egóinu, stoltinu og gera
hvað sem þarf fyrir börnin.“
Hvað tók við eftir Seljaskóla
og hvar varstu að vinna á yngri
árum?
„Ég var í Seljaskóla og hætti
í tíunda bekk. Ég tók eina önn á
listnámsbraut í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti en gafst fljótt upp
á því. Þá fór ég eina önn í bakar-
ann og kokkinn í Menntaskólan-
um í Kópavogi. Það var eitthvað
voðalega kósí við það að geta bak-
að fyrir sjálfan sig, þangað til að ég
áttaði mig á því hvernig vinnutími
bakarans er. Bakarar vinna alltaf
snemma alla morgna á meðan
kokkurinn er að langt fram eftir
kvöldi, þess vegna hraktist ég úr
því. Eftir þetta tók ég mér pásu
og fór að vinna. Ég fór að ferð-
ast, vinna í hinu og þessu og fann
að ég var ekki tilbúinn til þess að
mennta mig á þessum tíma.
Í níunda og tíunda bekk tók
ég unglingavinnuna og vann síð-
an í fatabúðum. Svo fór ég að fylla
goskæla fyrir Vífilfell og malbik-
aði eitt sumar. Ég man líka að ég
vann aðeins í Húsasmiðjunni
áður en ég var rekinn.“
Af hverju varstu rekinn?
„Ég vann þarna með Kidda,
vini mínum, og ég man alltaf að
við vorum reknir með viku milli-
bili. Hann sofnaði í baðkari og
ég sofnaði uppi á borði. Ég var
reyndar líka rekinn hjá Vífilfelli.
Ég var mættur í eina Bónusversl-
unina til að fylla á en ákvað að
leggja mig í einni hillunni fyrir
opnun. Þá sofnaði ég og vakn-
aði eftir opnun. Það var klögu-
skjóða í búðinni sem lét yfirmann
minn vita og þannig missti ég þá
vinnu. Svo fór ég að vinna aftur í
fatabúð og held að ég hafi staðið
mig ágætlega þar. Síðan fór ég að
vinna aðallega á veitingastöðum
og börum þangað til ég hætti að
vinna svona störf og sneri mér að
músík.“
Líður eins og ketti
Þegar þú ert að finna sjálfan
þig sem tónlistarmann á þess-
um árum, hvernig gerist það að
henda sér út í þennan bransa frá
byrjunarreitnum?
„Þetta var rosalega langur tími.
Ég byrja að semja tónlist ungur
og þá var engin regla á þessu. Ég
byrjaði að semja eitt og eitt lag
og kom því frá mér. Þá var helsta
„platformið“ að gefa þetta út á
Huga.is eða Hiphop.is. Ég spilaði
mikið í Norðurkjallaranum og
á félagsmiðstöðvum og slíkum
stöðum. Það var 2007 þegar ég
byrja í hljómsveit sem heitir Ská-
bræður. Þá fór ég að sýna þessu
meiri áhuga og fann fyrir því að
mig langaði að gera tónlist. Stefn-
an var svo sem ekki að gera þetta
að neinni atvinnu, ekki fyrr en ég
fór að vinna sóló. Ég var meira að
segja í annarri hljómsveit inni á
milli á þessum tíma sem heitir
32c, árið 2008. Svo í kringum
2009–2010 hóf ég sólóverkefnið
mitt og fann að ég vann miklu
betur einn.
Það er frábært að kynnast öðru
fólki og vinna með því, en ég er
eins og köttur. Mér finnst þægi-
legra að fara mínar eigin leiðir
Akureyringurinn og Breiðhyltingurinn Gauti Þeyr
Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur
verið einn allra vinsælasti rappari landsins um árabil.
Listamaðurinn hefur sópað til sín tilnefningum og
verðlaunum fyrir lög sín og plötur og hafa fáir lista-
menn í íslensku rappsenunni komist með tærnar þar
sem Gauti hefur hælana.
Tómas Valgeirsson
Guðni Einarsson
tomas@dv.is / gudnieinarsson@dv.is
Emmsjé
Gauti er
nýr maður
„Tímarnir
voru öðru-
vísi þegar ég var
yngri og graðari
n Kynntist fyrst íslensku rappi í gegnum skátana
n Rangt að kenna rappinu um eiturlyfjafaraldurinn
MYNDIR/HANNA