Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 40
Lýstu upp myrkrið 19. október 2018KYNNINGARBLAÐ
Í hugum margra býður haustið ekki síður upp á notalega útiveru en sumrið. „Í hauststillum finnst mér
huggulegt að sitja í einum af garð-
stólunum mínum á pallinum, þá sit ég
á gæru með teppi yfir mér og læt loga
á olíulukt eða kertalukt sem gefur frá
sér afar fallega birtu. Þegar kaldara er
úti og jafnvel komin snjóföl þá læt ég
ljósin á luktunum mínum gjarnan loga
á pallinum en er inni og nýt þess að
horfa inn í hauströkkið út um gluggann í
stofunni. Litirnir í náttúrunni eru fallegir
á haustin og það er hægt að skapa
töfrandi stemningu á pallinum þegar
fer að rökkva,“ segir Elín Björg Ingólfs-
dóttir, útstillingahönnuður og eigandi
vefverslunarinnar Eftirtekt.is.
Meðal vinsælla vara í versluninni
eru einmitt framannefndir garðstólar
og olíuluktir. „Þetta byrjaði á því að
ég hóf að flytja inn garðstóla fyrir um
fjórum árum, nokkuð sérstaka garð-
stóla sem framleiddir eru í Eistlandi og
hafa náð miklum vinsældum. Stólarnir
eru eingöngu festir saman með snæri
úr hampi og eru fáanlegir í nokkrum
viðartegundum. Ég er búin að selja um
130 svona stóla, bæði til einstaklinga
og hótela,“ segir Elín, sem brátt tók að
auka vöruúrvalið. Meðal vinsælla vara
í dag eru m.a. svartar, afar stílhrein-
ar og fallegar olíuluktir, bæði til að
standa á borði eða til að stinga niður í
blómapotta, beð, gras eða í snjóskafl.
Nokkra hefur Elín selt til að setja á leiði í
kirkjugörðum.
Góður uppruni vörunnar og Fair
Trade-hugsun
Meðal annarra vara í versluninni má
nefna stóra blómapotta til að hafa
utanhúss, til dæmis á pallinum eða
stéttinni fyrir framan húsið. „Einnig
hefur áherslan verið á inniblómapotta,
því blóm eru ekki bara falleg og augna-
yndi, þau auka líka loftgæðin í íbúðinni,“
bendir Elín á. Um er að ræða potta úr
endurunnum pappír sem framleiddir
eru í Srí Lanka og eru með Fair Trade-
-vottun sem þýðir að þeir hafa verið
framleiddir við góðar aðstæður og fyrir
sanngjörn laun. Elín leggur áherslu á
að reyna að þekkja vel uppruna þeirra
vara sem hún selur og þar má nefna
tvö önnur skemmtileg og falleg dæmi.
„Við erum núna að taka í sölu
stormkerti sem enginn annar hér á
landi selur, en þau eru með 90 klukku-
stunda brennslutíma, stór og mikil kerti
í flottum áldósum. Dósirnar má síðan
endurvinna eða nota sem blómapotta.
Þessi kerti eru framleidd úr hreinsuðu
endurunnu vaxi og lituð svört. Þau
koma frá Danmörku og eru unnin á
vernduðum vinnustað fyrir fólk með
geðraskanir,“ segir Elín en hún selur líka
vörur frá vernduðum vinnu-
stað á Íslandi:
„Ég er að fara að
taka í sölu falleg kerti
sem framleidd eru á
vernduðum starfs-
þjálfunarvinnustað
hér á Akureyri, sem
heitir Plastiðjan
Bjarg – Iðjulundur.
Það hefur ver-
ið frekar erfitt að
nálgast þessi kerti,
sérstaklega í Reykja-
vík, en nú verð ég með
nokkrar tegundir og liti til
sölu. Meðal annars lurkakertin
sem framleidd voru fyrst fyrir Margréti
Jónsdóttur leirlistakonu og passa í
stjakana hennar sem margir eiga. Við
Akureyringar erum stoltir af þessari
kertaframleiðslu hér í bæ enda sannar-
lega um gott málefni að ræða. Það er
alltaf gaman að láta gott af sér leiða
um leið og maður kaupir sér góða vöru.“
Sjá nánar á eftirtekt.is. Fyrirtækið
er staðsett á Akureyri en að sjálfsögðu
sendir verslunin vörur hvert á land sem
er og er opin allan sólarhringinn. Eftir-
tekt er líka á Facebook undir eftirtekt.is
og á Instagram: eftirtekt_vefverslun
VEFVERSLUNIN EFTIRTEKT:
Njóttu töfrandi
haustbirtu