Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 35
Lýstu upp myrkrið 19. október 2018 KYNNINGARBLAÐ Feðginin Jóhannes Ómar Sigurðs-son og Herdís Telma Jóhann-esdóttir stofnuðu heildverslun- ina Esjufell árið 2010 og lögðu þar megináherslu á innflutning á ljósum og öðrum húsbúnaði frá danska gæða- framleiðandanum House Doctor. Árið 2013 opnaði Esjufell verslunina FAKÓ á Laugavegi. Vorið 2016 var síðan FAKÓ HÚSGÖGN opnuð í Ármúla 7 og varð hluti af þeirri grósku sem einkennt hefur Múlahverfið síðustu ár sem ekki síst birtist í fjölbreyttum verslunum með húsgögn og húsbúnað. FAKÓ er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en þær systur Herdís Thelma og Ylfa Björg reka fyrirtækið ásamt Jóhannesi föður sínum. Gífurleg fjölbreytni einkenn- ir FAKÓ en ljósin frá House Doctor eru líklega mest áberandi í vöruúrvalinu. Þar er meðal annars hægt að fá borðlampa, standlampa, veggljós, strengjaljós og skerma. „House Doctor er með fallegar vörur til heimilisins, allt frá hnífapörum upp í húsgögn og ljós. Öll hönnun er undir stjórn systkinanna sem stofnuðu fyrir- tækið en House Doctor er fjölskyldufyr- irtæki rétt eins og FAKÓ. Núna eru brass og málmtónar áberandi í ljósunum frá House Doctor en það gildir um híbýla- prýði eins og föt að það eru tískusveifl- ur þó að þær séu ekki eins hraðar í fyrrnefnda heiminum,“ segir Herdís. House Doctor er rómað gæðamerki eins og svo algengt er með danska hönnun og húsgagnaframleiðslu. Ljósin hafa auk þess þá skemmtilegu og óvenjulegu sérstöðu að hver og einn eigandi þeirra getur gefið þeim sinn sér- staka blæ: „Það er hægt að gera ljósin persónulegri með því að skipta út per- um, velja snúrur og svo er hægt að festa hólka á snúrurnar. Við erum með mjög gott úrval af ólíkum perum til að nota í lampana, til dæmis demantaperur, stór- ar og litlar skrautperur,“ segir Ylfa. Veggljósin koma sterk inn FAKÓ er einnig með veggljós og kertastjaka frá Vanilla Fly. Þá er FAKÓ nýbúið að taka inn merki sem heitir Living By Colors og er þar um að ræða snúrur og perustæði úr silíkoni í mörgum litum, og þær systur eru mjög spenntar fyrir þessum nýju vörum sem eru líklegar til að slá í gegn hjá viðskiptavinum versl- unarinnar. „Ein er sú þróun sem hefur orðið ný- lega, að veggljós eru að verða algengari. Loftljósin eru vissulega algeng áfram en það færist í vöxt að fólk setji frekar upp veggljós og fái þá mjög kósí birtu,“ segir Herdís og Ylfa bætir við að sums staðar þar sem eru tvö göt fyrir veggljós kjósi fólk að setja bara ljós í annað gatið og loka hinu. Ylfa bætir einnig við að ljósin frá House Doctor veiti ekki bara góða birtu heldur séu þau sem slík listmunir og hí- býlaprýði og falleg á að horfa hvort sem kveikt er á þeim eða ekki. Gæði skipta máli við val á kertum Frábært úrval af kertum og kertastjök- um er í FAKÓ sem henta afar vel til gjafa, til dæmis jólagjafa. „Við leggjum mikla áherslu á að selja eingöngu mjög góð kerti þannig að til dæmis þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur af eldhættu varð- andi þau. Kertin hjá okkur eru öll fram- leidd í Danmörku en Danir eru mjög stífir á öryggisstaðla varðandi kerti og gera þar ríkari kröfur en flestar aðrar þjóðir,“ segir Herdís. Af miklu úrvali í FAKÓ eru ónefndar inni- og útiluktir, ljósaseríur, eldstæði til að hafa úti og kyndlar, en þetta eru ljós sem henta afar vel á pallinn eða ver- öndina og skapa þar huggulega stemn- ingu í skammdeginu. Umhverfisvænar áherslur Meraki er eitt af undirmerkjum House Doctor, með sérstaka áherslu á snyrti- vörur og afar vönduð ilmkerti. „Þeir framleiða kertin sín með umhverfisvæn- um hætti, nota sojavax og náttúruleg efni í kveikiþræðina,“ segir Herdís, og Ylfa bætir við að þessar umhverfisvænu áherslur séu gegnumgangandi í öllu vöruúrvalinu og séu t.d. hluti af stefnu House Doctor. Áherslan er á náttúruleg efni, aukaefni eru í lágmarki og reynt er skilja eftir sem minnst vistspor við fram- leiðsluna. Margir gleyma sér í búðunum í Múlahverfinu „Fólk hefur sagt mér að það geti gleymt sér í versluninni í allt að tvo tíma því hér er margt að skoða,“ segir Herdís. Gífurleg fjölbreytni einkennir vöruúrvalið í FAKÓ auk þess sem þar eru afar margir fallegir hlutir sem gleðja augað. Fólki þykir því gaman að koma í verslunina en í Múlahverfinu eru margar aðrar versl- anir með húsgögn og húsbúnað. „Þetta styður hvert annað og hér í fjölbreytninni er líklegt að fólk finni það sem það leitar að,“ segir Herdís. Auk þess sem hér hefur verið nefnt áður selur FAKÓ sælkeramatvörur frá Nicholas Vahé, skrifstofuvörur fyrir skap- andi fólk frá Monograph og margt fleira, þannig að fjölbreytnin er gífurleg. Það er líka hægt að versla í FAKÓ á netinu, nokkuð sem kemur sér til dæmis vel fyrir fólk á landsbyggðinni en versl- unin sendir vörur hvert á land sem er. Sjá nánar á www.fako.is. Verslunin í Ármúla 7 er hins vegar opin mánudaga til föstudaga frá 10 til 18 og á laugardögum frá 11 til 16. Síma- númer er 568-0708. FAKÓ: Ljós í heimsklassa og heillandi fjölbreytni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.