Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 41
Lýstu upp myrkrið 19. október 2018 KYNNINGARBLAÐ
Núna eru haustverkin hafin hjá garðaþjónustunni Hrein-um Görðum, þessar vikurnar
kveður mest að trjáfellingum en
handan við hornið er uppsetning
á jólaseríunum. Hreinir Garðar eru
stórtækir í þeirri þjónustu og veita
fjölmörgum borgarbúum falleg jóla-
ljós með þægilegum hætti.
„Þessa dagana erum við mest að
fella tré og tæta stubba en erum
líka að gróðursetja mjög mikið á
þessum árstíma, á meðan veður
leyfir,“ segir Þorgrímur Haraldsson,
rekstrarstjóri Hreinna Garða.
Jólaseríuvertíðin er framundan
Flestum þykir gaman að hafa falleg
jólaljós logandi í garðinum sínum
þegar nær dregur jólum. Hreinir
Garðar bjóða fólki upp á jólaseríu-
uppsetningu og núna er sú vertíð
framundan:
„Við sjáum um allan pakkann,
seljum fólki seríurnar, setjum þær
upp, tökum þær niður aftur og
getum geymt þær fyrir eigendurna
sé þess óskað. Við erum í sam-
starfi við Pfaff og vinnum náið með
þeim þar sem við höfum aðgang
að lýsingarhönnuði sem aðstoðar
okkur og viðskiptavini við flóknari
skreytingar, ásamt því sem þeir út-
vega okkur ljósin,“ segir Þorgrímur.
Áður en seríurnar eru settar upp
er viðkomandi garður alltaf skoðað-
ur og uppsetningin er síðan í sam-
ráði við eigendur. Oftast er serían
sett í tré eða á þakkant fyrir einka-
aðila en algengt er líka að Hreinir
Garðar sjái um skreytingar á svölum
fyrir húsfélög. Að sögn Þorgríms er
meginvertíðin í jólaseríunum frá 1.
nóvember og fram í miðjan des-
ember. Starfsmenn Hreinna Garða
vinna hratt og biðtími er ekki langur
en þó er heppilegt að panta upp-
setninguna snemma.
„Á síðustu árum hefur orðið mikil
breyting á jólaseríunum sem við
bjóðum upp á. Nánast allar seríur
sem við setjum upp eru 24v díóður
og heilt tré er í dag því eingöngu að
nota sem samsvarar einni ljósaperu
sem hefur nánast engin áhrif á
rafmagnsreikninginn. Ástæðan fyrir
því að við veljum 24v díóðu er sú
að það auðveldar okkur viðgerðir ef
eitthvað kemur upp á.
Það er ekkert að því að setja
seríuna upp strax í október en það
þarf ekki að stinga henni í samband
fyrr en hentar,“ segir Þorgrímur og
bendir á að bæði hann sjálfur og
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
Þorsteinn Kristján Haraldsson, séu
búnir að setja upp seríur heima hjá
sér en þeim verði stungið í sam-
band síðar.
Þess má geta að garðaskoðun
og tilboðsgerð fyrir uppsetningu á
jólaseríum er gjaldfrjáls. Það er því
hægt að kanna málið í þaula án
þess að skuldbinda sig. Nánari upp-
lýsingar eru á vefsíðunni hreinir-
gardar.is eða í síma 571-2000.
HREINIR GARÐAR:
Gott að huga snemma að
jólaseríunum
Jólaskreytingar á Sand Hótel
Jólaskreytingar í Smáralind