Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 41
Lýstu upp myrkrið 19. október 2018 KYNNINGARBLAÐ Núna eru haustverkin hafin hjá garðaþjónustunni Hrein-um Görðum, þessar vikurnar kveður mest að trjáfellingum en handan við hornið er uppsetning á jólaseríunum. Hreinir Garðar eru stórtækir í þeirri þjónustu og veita fjölmörgum borgarbúum falleg jóla- ljós með þægilegum hætti. „Þessa dagana erum við mest að fella tré og tæta stubba en erum líka að gróðursetja mjög mikið á þessum árstíma, á meðan veður leyfir,“ segir Þorgrímur Haraldsson, rekstrarstjóri Hreinna Garða. Jólaseríuvertíðin er framundan Flestum þykir gaman að hafa falleg jólaljós logandi í garðinum sínum þegar nær dregur jólum. Hreinir Garðar bjóða fólki upp á jólaseríu- uppsetningu og núna er sú vertíð framundan: „Við sjáum um allan pakkann, seljum fólki seríurnar, setjum þær upp, tökum þær niður aftur og getum geymt þær fyrir eigendurna sé þess óskað. Við erum í sam- starfi við Pfaff og vinnum náið með þeim þar sem við höfum aðgang að lýsingarhönnuði sem aðstoðar okkur og viðskiptavini við flóknari skreytingar, ásamt því sem þeir út- vega okkur ljósin,“ segir Þorgrímur. Áður en seríurnar eru settar upp er viðkomandi garður alltaf skoðað- ur og uppsetningin er síðan í sam- ráði við eigendur. Oftast er serían sett í tré eða á þakkant fyrir einka- aðila en algengt er líka að Hreinir Garðar sjái um skreytingar á svölum fyrir húsfélög. Að sögn Þorgríms er meginvertíðin í jólaseríunum frá 1. nóvember og fram í miðjan des- ember. Starfsmenn Hreinna Garða vinna hratt og biðtími er ekki langur en þó er heppilegt að panta upp- setninguna snemma. „Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á jólaseríunum sem við bjóðum upp á. Nánast allar seríur sem við setjum upp eru 24v díóður og heilt tré er í dag því eingöngu að nota sem samsvarar einni ljósaperu sem hefur nánast engin áhrif á rafmagnsreikninginn. Ástæðan fyrir því að við veljum 24v díóðu er sú að það auðveldar okkur viðgerðir ef eitthvað kemur upp á. Það er ekkert að því að setja seríuna upp strax í október en það þarf ekki að stinga henni í samband fyrr en hentar,“ segir Þorgrímur og bendir á að bæði hann sjálfur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Þorsteinn Kristján Haraldsson, séu búnir að setja upp seríur heima hjá sér en þeim verði stungið í sam- band síðar. Þess má geta að garðaskoðun og tilboðsgerð fyrir uppsetningu á jólaseríum er gjaldfrjáls. Það er því hægt að kanna málið í þaula án þess að skuldbinda sig. Nánari upp- lýsingar eru á vefsíðunni hreinir- gardar.is eða í síma 571-2000. HREINIR GARÐAR: Gott að huga snemma að jólaseríunum Jólaskreytingar á Sand Hótel Jólaskreytingar í Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.