Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Síða 46
46 FÓLK - VIÐTAL 19. október 2018 Hafsteinn fylgir ekki hjörðinni n Með súran húmor og súrrealisma í öndvegi n Aukin símanotkun fólks kveikti neistann H öfundurinn og myndlistar- maðurinn Hafsteinn Haf- steinsson hefur verið virk- ur teiknari frá barnsaldri. Þegar hann flutti til Íslands sem barn átti hann erfitt með að læra íslensku og fór í staðinn að teikna allt sem hann bað um. Þetta hefur ekki stoppað síðan, því seinna tók við myndlistarnám við Willem de Kooning Academy í Rotterdam og hans fyrsta bókaútgáfa árið 2017. Nýverið gaf Hafsteinn út barna- bókina „En við erum vinir“, sem er sjálfstætt framhald sögunnar „Enginn sá hundinn“. Báðar bæk- ur skrifar hann og myndskreytir en Hafsteinn hefur haft þann vana að sækja innblástur í það sem er að gerast í samfélaginu. Nýjustu bókina segir Hafsteinn fjalla um hræðsluáróður sem hugsaður er til að tvístra fólki í hópa. „Bestu barnabækurnar í mínum huga eru þær sem geta skemmt foreldrum og börnum og gefið þeim eitthvað til þess að tala um þegar lesturinn er búinn,“ segir Hafsteinn. „Fyrir mér eru skila- boð þessarar bókar þau að hlusta ekki á hjörðina né fylgja henni og vera sannur vinur í staðinn. Ég hef alltaf trúað því að höfundar barna- bóka eigi að segja eitthvað sem er mikilvægt fyrir börn að læra. Það þarf ekki alltaf að vera samfélags- rýni, það má vera hvaða lexía sem er. Ég held að fáir hafi náð að flytja skilaboð jafnvel í barnabókum og Dr. Seuss.“ Hafsteinn segir kveikjuna að barnabókum hans hafa komið þegar símanotkun ungs fólks fór að aukast. Fólk eigi það til að missa af lífinu í kringum sig og þótti lista- manninum það skondin tilhugsun að kanna hverju dýrin velta fyrir sér þegar fólk er á kafi í litlum, skínandi skjáum. „Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur kisan mín og reynir að fá mig til að klappa sér. Eðlilega,“ segir Hafsteinn. „Frá sjónarhorni þessara dýra heldur þú á glóandi, flötu járnstykki og starir inn í ljósið eins og eitthvað úr hryllingsmynd. Dýrin skilja ekkert hvað þú ert að stara á og mér þótti það ágætis grunnur að hugmynd.“ Austan- og vestanhafsáhrifin Þegar Hafsteinn var yngri hreifst hann mikið af japönskum stíl og hefur sótt grimmt í áhrif frá Ghost in the Shell og Akira, svo dæmi séu nefnd. Þá gjörbreyttist sköp- unarferlið á háskólaárunum þegar hann var farinn að sækja í hinn enda hnattarins og kynna sér vest- rænni teiknistíl. Hafsteinn telur sig hafa náð að sjóða saman þessi áhrif og finna fullkominn milliveg fyrir eigin verk. Tónlist leikur einnig lykilhlut- verk og vill hann meina að það sé nauðsynlegt tól til að leyfa sögu að flæða betur í kollinum. „Ég nota til dæmis oft tónlistarformúlur í barnasögunum, þar sem er tekið tillit til viðlags, uppbyggingar og þess háttar,“ segir Hafsteinn. Spurður hvaða verk hafi haft ríkjandi áhrif á hann á æskuárum segir Hafsteinn þann lista vera langan en hann hallist oft að súr- um húmor og ekki síður hryll- ingssögum. „Ég hef alla tíð verið hrifinn af súrrealisma og gríni og langar alltaf að segja meira með sögu heldur en lesandinn les í fyrstu,“ segir Hafsteinn og telur upp Evil Dead og verk spíritist- ans Alejandros Jodorowsky sem stóran áhrifavald. Framundan hjá Hafsteini eru stuttar hrollvekju- sögur í myndasöguformi. „Ég hef nóg af hugmyndum sem mig langar að vaða í, svo ég held að ég muni ekki stoppa á næstunni.“ Hugboðið sem breytti öllu Hafsteinn er búsettur í Neskaup- stað og segist betur kunna við sig þar en í höfuðborginni. „Það halda margir að listafólk þurfi að búsetja sig í Reykjavík, en það er töluvert ódýrara að búa úti á landi og þú færð meiri tíma fyrir listina. Það eru margir listamenn sem hafa ákveðið að búa úti á landi vegna þess.“ Á milli listastunda er Hafsteinn hluti af hótel- og veitingarekstri í Neskaupstað ásamt manninum sínum, Hákoni Hildibrand. Þar sinna þeir menningartengdri starfsemi og aðstoða við að reka fé í nágrenninu. Þeir Hafsteinn og Hákon eru sælir og sannkall- að athafnapar og vill listamaður- inn meina að ólíkir persónuleik- ar þeirra styrki þá. Hafsteinn bætir við að Hákon hafi kennt honum ýmislegt og öfugt, en það sem sameinar þá er sameiginleg- ur húmor og löngun til að skapa. Hákon er einnig undir dragnafn- inu Amma andskotans og hefur verið hressandi plötusnúður og skemmtikraftur um margra ára bil. „Ég gæti ekki ímyndað mér líf án hans,“ segir hann. Þeir Hákon hafa verið saman í tæp átta ár og segir Hafsteinn að fyrstu kynni þeirra hafi verið örlagarík og skrautleg. „Við kynntumst auðvitað á „Gay bar“ í Reykjavík, líkurnar á því að við myndum hittast voru mjög litlar. Ég var í fríi frá skólan- um á Íslandi og var dreginn á bar- inn af vini mínum. Og Hákon var í fríi í Neskaupstað og fékk hug- boð um morguninn um að fara til Reykjavíkur með næsta flugi. Þá hittumst við um kvöldið, fyrir einskæra tilviljun, á dansgólfinu og við höfum ekki hætt að dansa saman síðan.“ n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is „Það halda margir að listafólk þurfi að búsetja sig í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.