Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 14
14 8. júní 2018FRÉTTIR Lög og reglur þverbrotnar í stjórnsýslunni í Kópavogi V eitingastaðurinn Video­ markaðurinn, sem er einnig einn stærsti spila­ kassasalur landsins, hefur haft vínveitingaleyfi frá ár­ inu 2008. Ekki er úrvalið mikið á þessum veitingastað og einu veitingarnar sem staðurinn býður upp á eru pylsur, en úrvalið af sós­ um er þó ágætt. Því miður er ekki lengur hægt að leigja vídeóspólur hjá þeim, þótt að nafnið á staðn­ um gefi það til kynna, en þar er þó mikið úrval af rafrettum í boði. Þó svo að staðurinn falli ekki undir skilgreiningu laga um veitinga­ staði og hafi aldrei gert síðan 2008 fá hann aftur og aftur endurnýj­ að vínveitingarleyfi sitt. Þó svo að staðurinn sé einn stærsti spila­ kassasalur landsins með um 9% af öllum spilakössum landsins er hann ekki skilgreindur sem spila­ salur, heldur sem veitingastað­ ur. DV hefur gögn undir höndum sem sýna hvernig byggingarfull­ trúar Kópavogs og fulltrúar heil­ brigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs hafa síðan 2008 ekki farið að lögum og reglum í um­ sögnum sínum til sýslumanns vegna útgáfu vínveitingaleyfis. Er það lagaleg skylda þessara stofn­ ana að gefa réttar upplýsingar til sýslumanns ásamt því að heil­ brigðiseftirlitið hefur skilgrein­ ingarskyldu varðandi starfsem­ ina. DV hefur áður fjallað um vínveitingaleyfi Videomarkaðar­ ins. Þar kom fram að fyrirtækið hafi bæði selt ungmennum und­ ir aldri áfengi ásamt því að bjóða viðskiptavinum sínum að drekka á staðnum eða taka með út af staðnum. Samkvæmt áfengislög­ um er óheimilt að taka áfengi út af vínveitingastað. Heilbrigðiseftirlitið misskilur lögin sem þeir eiga að fram- fylgja Þegar gögn málsins eru skoðuð þá er gífurlega erfitt að sjá hvern­ ig fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins tókst að skilgreina Videomark­ aðinn sem veitingastað þar sem ekkert eldhús er á staðnum eða sæti fyrir gesti samkvæmt teikn­ ingum, séu sætin fyrir framan spilakassana undanskilin, en afar erfitt er að sitja með disk og hnífa­ pör í þeim sætum. DV hafði samband við Guð­ mund H. Einarsson, fram­ kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs, til að fá útskýringar á því, samkvæmt þeirra eigin orðum í þeirra eigin eftirlitsskýrslu, hvernig sjoppa með pylsusölu og nammibar gæti verið skilgreind sem veitinga­ staður. Einnig hvernig staður­ inn fór úr því að vera, samkvæmt eftirlitsskýrslu þeirra eigin eftir­ lits, úr sjoppu með pylsusölu og nammibar í að verða mat­ vöruverslun og veitingastofa í að verða svo allt í einu veitingastað­ ur þegar eftirlitið sendi frá sér umsögn til sýslumanns vegna útgáfu vínveitingaleyfis í flokki þrjú. Sá flokkur er ætlaður fyr­ ir umfangsmikla áfengisveitinga­ staði þar sem leikin er hávær tón­ list og staði sem kalla á meira eftirlit eða löggæslu. Guðmund­ ur tjáði DV að samkvæmt hans skilningi á lögum og reglum þá sé ekkert athugavert við þetta og ekkert óeðlilegt við þessi vinnu­ brögð. Þegar hann var spurður af hverju umsögnin til sýslumanns vegna útgáfu vínveitingaleyfis­ ins og svo starfsleyfis staðarins sem eftirlitið gæfi út væri ekki sú sama, sagði Guðmundur að svona túlkaði eftirlitið þetta. „Við teljum okkur ekki að þurfa að út­ skýra það frekar.“ Aðspurður hver bæri ábyrgð á þessum ákvörðun­ um svaraði Guðmundur: „Ég ber auðvitað ábyrgð á öllu.“ Einnig var hann spurður af hverju heil­ brigðisnefnd hefði ekki verið upplýst um að í eftirlits skýrslu eftirlitsins segði orðrétt: „um er að ræða sjoppu með pylsusölu og nammibar“. „Það er líka þarna veitingahús, það er verið að selja áfengi þarna. Svona var þetta afgreitt og þú hef­ ur gögnin,“sagði Guðmundur. Taka skal fram að Videomarkaður­ inn selur áfengi, þökk sé jákvæð­ um umsögnum meðal annars heilbrigðiseftirlitsins, byggingar­ fulltrúa Kópavogs og bæjarráðs Kópavogs sem öll gáfu veitinga­ staðnum Videomarkaðnum já­ kvæða umsögn um rekstur vín­ veitingastaðar í Hamraborginni. Skilgreiningin á veitingahúsi samkvæmt lögunum er staður með fjölbreyttar veitingar í mat og drykk og fulla þjónustu. Í veitingahúsi skal vera starfandi maður með fullnægjandi þekk­ ingu á framreiðslu, svo það er augljóst að heilbrigðiseftirlitið er ekki að skilgreina þennan stað rétt samkvæmt lögunum. Heilbrigðisnefnd sér um eftirlit með heilbrigðiseftirliti Hafnar­ fjarðar og Kópavogsbæjar. Hörður Svavarsson er formaður þeirrar nefndar. Allar umsagnir sem heil­ brigðiseftirlitið sendir frá sér fara í gegnum nefndina og þegar hann var spurður út í ítrekuð brot eftir­ litsins og hvernig eigi að bregð­ ast við þeim sagði hann: „Það er bara eitthvað stjórnsýslumál sem þarf að höndla samkvæmt stjórn­ sýslulögum, við þurfum bara að leita okkur ráðgjafar vegna þess. Ef þetta er gefið út á röngum forsendum þá hlýtur að vera hægt að afturkalla starfsleyfið.“ Byggingarfulltrúi skoðaði ekki allt húsnæðið Jóhannes Pétursson, aðstoðar­ byggingarfulltrúi Kópavogs, gaf jákvæða umsögn fyrir hönd byggingarfulltrúa til sýslumanns varðandi Videomarkaðinn. Þegar hann var spurður hvort hann hafi farið í vettvangsferð á staðinn til að geta gefið rétta umsögn viður­ kenndi hann að hann hefði ekki skoðað allt húsnæðið en sagðist hafa farið þangað reglulega. n Allt gert til að halda starfsemi eins stærsta spilasalar landsins í rekstri Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is „Við teljum okkur ekki að þurfa að útskýra það frekar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.