Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 16
16 8. júní 2018FRÉTTIR „Ég kaupi mér oft pylsu þarna eða eitthvað,“ sagði hann til að fullvissa blaðamann um að hann þekkti nú vel til staðarins. Blaðamaður spurði hvort hann hefði kynnt sér lögin sem hann átti að taka tillit til þegar hann skoðaði húsnæðið og hann svaraði: „Ég las ekki þessi lög áður en ég fór yfir þetta.“ Seinna í símtalinu viður­ kenndi hann að hann hefði lesið lögin, en ekkert sérstaklega pælt í þeim. Þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði einfaldlega af­ ritað svar byggingarfulltrúa vegna endurnýjunar á leyfinu frá árinu 2010, þar sem þau líta nánast al­ veg eins út, staf fyrir staf, svar­ aði Jóhannes einfaldlega: „Jájá, ég gerði það.“ Þegar teikningar af staðnum eru skoðaðar er ekkert eldhús til að matreiða ofan í gesti á teikningunum né er gert ráð fyrir sætum fyrir verðandi mat­ argesti, að frátöldum sætum sem eru fyrir framan spilakassana. Þessar teikningar hafa alltaf ver­ ið sendar með umsögnum bæði byggingarfulltrúa og heilbrigðis­ eftirlitsins til sýslumanns síðustu 10 ár og hefur vínveitingaleyfið alltaf verið endurnýjað þrátt fyrir að teikningar sýni ekkert eldhús fyrir veitingastaðinn. Bæjarráð veitti jákvæða um- sögn byggt á röngum gögnum Til þess að staður geti fengið vín­ veitingaleyfi þarf hann að fá já­ kvæða umsögn frá nokkrum aðil­ um, meðal annars bæjarráði þess sveitarfélags sem hann er rekinn í. Bæjarráð Kópavogs hefur frá 2008 alltaf gefið Videómarkaðnum já­ kvæða umsögn vegna leyfisum­ sóknar staðarins til Sýslumanns höfuðborgarsvæðisins, byggt meðal annars á gögnum sem komu frá byggingarfulltrúa bæjar­ ins. Svo virðist sem bæjarráð hafi ekki haft réttar upplýsingar í höndunum þegar það gaf staðn­ um aftur og aftur jákvæða umsögn, því eins og segir hér að framan skoðaði aðstoðarbyggingarfulltrúi ekki alla bygginguna við síðustu umsókn fyrirtækisins ásamt því að taka ekki eftir því að ekkert eld­ hús eða sæti fyrir matargesti er á teikningunum og einu teikningar sem hafa verið notaðar við allar umsóknir síðan 2008 eru frá árinu 2005. Engar breytingar hafa verið á húsnæði síðan. DV hafði samband við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, og fór yfir málið með honum. Að hans sögn ætti þetta að vera skil­ greint sem söluturn og aldrei að vera skilgreint sem veitingastaður miðað við lýsingar á staðnum og aldrei ætti að veita söluturni vín­ veitingaleyfi í flokki þrjú. Svo virð­ ist sem vinnubrögðin í Kópavogi séu ekkert lík þeim vinnubrögð­ um sem þekkjast í Reykjavík. Einnig samkvæmt heimildar­ mönnum DV, sem þekkja vel til þessara mála, þykir afar furðu­ legt að söluturn komist svo lengi upp með að fá ítrekað endurnýj­ un á vínveitingaleyfi þegar hann augljóslega uppfyllir engin skil­ yrði til þess og að engin eftirlits­ stofnun hafi gripið fyrr inn í út­ gáfu vínveitingaleyfisins til þessa söluturns. Eins og sagt var framar í grein­ inni er Videomarkaðurinn einn stærsti spilasalur landsins en samt sem áður er hann ekki með starfsleyfi til slíkrar starfsemi. Til að getað haft spilakassa með stærri vinningum, eins og spila­ kassa þar sem fólk getur unnið gullpottinn, þarf staður annað­ hvort að vera skráður sem vín­ veitingastaður eða spilasalur samkvæmt reglugerð dómsmála­ ráðuneytisins. Séu ársreikningar fyrirtækisins skoðaðir þá sést vel að ein meginstarfsemi Video­ markaðarins er að reka spila­ sal þar sem heildartekjur af fjár­ hættuspilum árin 2015 og 2016 skiluðu fyrirtækinu 207 milljón­ um í tekjur. Langstærstur hluti húsnæðisins fer einnig undir spilakassa. Það er mun einfaldara að fá leyfi fyrir vínveitingahúsi en spilasal og er ekki erfitt að sjá af hverju fyrirtækið hefur farið þá leið að sækja um leyfi fyrir vín­ veitingar í stað spilasalar. n HÚSFÉLAGIÐ ER Í GÓÐUM HÖNDUM HJÁ OKKUR 770 7997 malarameistari.is fyrirtak@fyrirtak.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.