Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Síða 18
18 8. júní 2018FRÉTTIR F erðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures siglir með ferða- menn á Jökulsárlóni án þess að vera með leyfi fyrir slíku frá Vatnajökulsþjóðgarði. Starfsmenn og stjórnendur þjóðgarðsins komu af fjöllum þegar DV spurði hvort fyrirtækið væri með leyfi fyrir sigl- ingunum. Samkvæmt heimildum DV óskaði Arctic Adventures eftir leyfi til að sigla með ferðamenn á lón- inu í vetur en fékk ekki svör frá þjóð- garðinum fyrr en í maí. Var þá búið að skipuleggja siglingarnar og jafn- vel byrjað að fara með ferðamenn út á lónið á gúmmíbát. DV fékk það staðfest frá tveimur einstaklingum í svæðisráði suðursvæðis Vatnajök- ulsþjóðgarðs að í 10. lið fundargerð- ar svæðisráðsins frá 16. maí hafi Arctic Adventures verið synjað um leyfi til siglinga á lóninu vegna þess að stjórnunar- og verndaráætlun og skipulag fyrir svæðið er ekki til- búið. Í 15. gr. laga um Vatnajökuls- þjóðgarð, er fjallað um samninga við þjónustuaðila. Þar segir meðal annars: „Óheimilt er að reka at- vinnutengda starfsemi í þjóðgarðin- um án samnings um slíka starfsemi við Vatnajökulsþjóðgarð.“ Stjórnar- maður í svæðisráði Vatnajökuls- þjóðgarðs sem DV ræddi við taldi að þar sem svar þjóðgarðsins hefði borist seint þá gæti verið að fyrir- tækið hafi túlkað það sem samþykki á því að hefja siglingar. Björn Ingi Jónsson, bæjar stjóri á Hornafirði og formaður svæðisráðs suðursvæðis, sagði í samtali við DV að Arctic Adventures væri ekki að sigla á lóninu í dag. „Ég frétti að þeir hefðu byrjað í vor, sölubíllinn þeirra var kominn, ég veit líka að framkvæmdastjóri Vatna- jökulsþjóðgarðs sendi þeim bréf og benti þeim á að þeir hefðu ekki feng- ið leyfi og mættu þar af leiðandi ekki sigla á lóninu eða vera með atvinnu- starfsemi á svæðinu. Það stendur í lögunum að það megi beita allt að 500 þúsund króna dagsektum. Þetta er í lögunum og bréfið vitnar í lögin reikna ég með,“ sagði Björn Ingi og bætti við að miðað við öll samskiptin í kringum málið þá gæti ekki annað verið en að framkvæmdastjóra Arctic Adventures væri fullkunnugt um að fyrirtækið mætti ekki sigla á lóninu. DV fékk myndir af siglingum Arct- ic Adventures og þann sama dag var rætt við Björn Inga. Ekki náðist aftur í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar. Viðkvæmt mál Erfiðlega gekk að fá svör frá Vatna- jökulsþjóðgarði og fannst það greinilega á öllum sem DV ræddi við um málið að það væri mjög viðkvæmt. Til dæmis sagði Hugrún Harpa Reynisdóttir, varaformaður svæðisráðs suðursvæðis, að blaða- maður „næði engu upp úr henni með siglingar Arctic Adventures á Jökulsárlóni.“ Ekki náðist í Þórð Ólafsson, framkvæmdastjóra þjóð- garðsins, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir í gengum síma og tölvupóst, bæði í vikunni og síðustu viku. Sömuleiðis gekk erfiðlega að ná sambandi við einhvern á skrif- stofu þjóðgarðsins sem gat svarað hvort fyrirtæki þyrftu leyfi til þess að starfa innan þjóðgarðsins eða ekki, og hvort Arctic Adventures væri með leyfi til siglinga á Jökuls- árlóni. Þess má geta að þjóðgarð- urinn er með átta mismunandi starfsstöðvar á landinu. Að lokum vísaði Valbjörn Steingrímsson, fjármálastjóri Vatnajökulsþjóð- garðs, á Ármann Hös kuldsson, eldfjallafræðing og stjórnarfor- mann Vatnajökulsþjóðgarðs. Bætti Valbjörn við að það væru líklegast hundruð aðila sem hefðu áhuga á að reka starfsemi innan þjóðgarðslínunnar. Ármann sagði í samtali við DV í gær, fimmtudag, að það væri ekki í hans verkahring að stjórna dagleg- um rekstri á þjóðgarðinum. Hann gat þó staðfest að fyrirtæki þyrftu leyfi frá þjóðgarðinum til að starfa innan hans, gilti það einnig um siglingar á Jökulsárlóni. Varðandi Arctic Adventures sagði Ármann að þeir væru farnir. Eftir að blaða- maður vitnaði í orð starfsmanns á svæðinu sem sagði DV að Arct- ic Adventures væri enn á svæðinu, sagði Ármann: „Ég hélt að þeir hefðu tekið upp á föstudaginn og farið. Þjóðgarðsvörður sendi mér skeyti á mánudaginn og sagði mér að þeir væru farnir.“ Skellti á Arctic Adventures býður enn upp á siglingar á lóninu, miðað við vef fyrir tækisins í gær. DV ræddi við Jón Þór Gunnarsson, forstjóra Arctic Adventures, í tvígang. Í fyrra skiptið spurði blaðamaður almennt út í leyfi til starfsemi innan þjóðgarðsins. „Sko. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu því við störfum í þjóð- garðinum í dag á mörgum stöðum. Þannig er það nú bara,“ sagði Jón Þór og bætti við fyrirtækið hefði ver- ið í góðu samstarfi við þjóðgarðinn. Varðandi synjun á leyfi til siglinga á Jökulsárlóni sagði Jón Þór að hann gæti ekki staðfest að fundar- gerðin vísaði til Arctic Adventures. „Lestu fyrir mig fundargerðina og segðu mér hvar minnst er á Arctic Adventures. Það er hvergi minnst á Arctic Adventures, þannig að við teljum að það hafi aldrei verið fjall- að um Arctic Adventures á fundum þjóðgarðsins svo ég viti.“ Jón Þór var mjög hikandi þegar blaðamaður spurði um leyfis- veitingar Vatnajökulsþjóðgarðs á atvinnustarfsemi og heyrðist það á honum að hann vandaði orðaval sitt vel. „Það er í gangi vinna innan þjóðgarðsins í að búa til atvinnu- stefnu og verndarstefnu fyrir þjóð- garðinn. Sú vinna hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það liggur ekki fyrir nein niðurstaða í þeirri vinnu.“ Eftir að staðfesting fékkst frá Vatnajökulsþjóðgarði á að Arctic Adventures væri ekki með leyfi til siglinga á Jökulsárlóni hafði blaða- maður aftur samband við Jón Þór, sagði hann eftir að erindið var borið upp: „Heyrðu. Bara gangi þér vel,“ og skellti á. n Smiðjuvegur 4C 202 Kópavogur Sími 587 2202 hagblikk@hagblikk.is hagblikk.isHAGBLIKK Þakrennurnar eru frá GRÖNVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Brotna ekki Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkrautt Smiðjuvegur 4C • 202 Kópavogur • Sími 587 2202 • hagblikk@hagblikk.is • hagblikk.is Álþakre nur og n ðurföl Ryðga ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt & dökkrautt Brotna ekki HAGBLIKK HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖNVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu Sigla án leyfis á Jökulsárlóni n Leyfisveitendur koma af fjöllum Ari Brynjólfsson ari@dv.is „Ég hélt að þeir hefðu tekið upp á föstudaginn og farið. Þjóðgarðsvörður sendi mér skeyti á mánudaginn og sagði mér að þeir væru farnir. Skjáskot af vef Arctic Adventures frá 7. júní 2018 þar sem boðið er upp á sigl- ingar á lóninu. Samkvæmt öruggum heimildum DV var fyrirtækinu synjað um leyfi til siglinga á lóninu þann 16. maí síðastliðinn. Stjórnendur Vatnajökulsþjóðgarðs sem DV ræddi við sögðu allir að það skipti ekki máli hvort Arctic Adventures væri með leyfi eða ekki því fyrirtækið væri ekki að sigla á Jökulsárlóni. DV hefur undir höndum myndir frá sama degi sem sýnir ferða- menn á siglinum á lóninu á vegum fyrirtækisins. Gúmmíbátur á vegum Arctic Adventures á Jökulsár-lóni. Tvö fyrirtæki hafa leyfi til að sigla mótorbátum á lóninu, Jökulsárlón og Ice lagoon. Þar að auki býður eitt fyrirtæki upp á kajaksiglingar og svo eru tveir matarvagnar með leyfi til starfsemi á svæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.