Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 26
26 FÓLK - VIÐTAL 8. júní 2018 E lísabet Ronaldsdóttir, einn færasti kvikmyndaklipp- ari landsins, stendur á há- tindi feril síns. Hún klippti Hollywood-stórmyndina Dead- pool 2 sem nú fer sigurför í miðasölum kvikmyndahúsa um allan heim. Slík verkefni útheimta gríðarlegar fórnir og vinnu en á bak við tjöldin háði Elísabet enn erfiðari baráttu. Hún greindist með alvarlegt krabbamein með- an á verkefninu stóð og um tíma leist aðstandendum hennar ekki á blikuna. DV hefur ítrekað reynt að fá kvikmyndagerðarkonuna í viðtal um þetta ótrúlega tímabil í lífi hennar en ekki haft erindi sem erfiði. Að lokum fór ritstjórn blaðsins krókaleiðir og stakk upp á því að elsti sonur Elísabetar, Máni Hrafnsson, tæki viðtalið fyrir hönd DV. Það hitti í mark og hér á eftir fer einstakt spjall mæðginanna. Los Angeles, júní 2018 Ég sting kollinum inn í herbergi til mömmu. „Hei mamma, DV var að hafa samband og spyr hvort ég væri til í að taka viðtal við þig?“ Mamma lítur upp úr fartölvunni, ranghvolfir augunum, eins og hún gerir alltaf þegar ég er með eitt- hvert vesen. „Af hverju í ósköpun heldur DV að einhver hafi áhuga á að heyra í mér.“ Ég byrja að þylja upp að hún sé auðvitað stórmerkileg kona, þjóð- þekktur kvikmyndagerðarmaður og Hollywoodstjar … „Bla bla bla,“ grípur hún fram í fyrir mér. „Lí é út ens o einhve Hollywoo-stjana!?“ Það er erfitt að skilja nákvæmlega hvað hún er að segja með mun- inn fullan af lakkrís, þannig að ég held áfram og segi henni að ég geri ráð fyrir að þetta sé tengt frumsýn- ingunni á Deadpool 2. Mamma veit alveg af hverju DV hefur áhuga á viðtali við hana. Hún vinnur kannski við kvik- myndagerð en það er ástæða fyrir því að hún er á bak við tjöldin. Henni hefur alltaf fundist athyglin frekar vandræðaleg. Ég fullvissa mömmu um að þetta verði ekki yfirborðskennt viðtal þar sem ég „name-droppa“ hvað hún hefur unnið náið með mörgum stórstjörnum á borð við Keanu Reeves, Charlize Theron eða Ryan Reynolds. „Þau eru ekk- ert að leita eftir einhverju ódýru „clickbait“-viðtali með fyrirsögn- um um hvernig þú hafnaðir stór- myndum á borð við Captain Mar- vel og Robin Hood. Þau hafa einfaldlega bara áhuga á skoðun- um þínum á bransanum, konum í kvikmyndagerð og þú veist, hvern- ig þér gengur að halda þér á lífi.“ Mamma starir beint í gegnum mig. Ég þekki þetta augnaráð vel, hún er byrjuð að hugsa um eitthvað allt annað. Eftir langa þögn segir hún: „Ertu til í að skjótast í Seven Eleven og kaupa meiri lakkrís?“ Ég svara: „Já, ert þú þá til í að gera þetta helvítis viðtal með mér, þau ætla borga mér fyrir þetta, sko.“ Hún hristir höfuðið hissa: „Ha, í alvöru?“ Næsta morgun setjumst við niður á uppáhaldskaffihúsinu okkar í Venice, Groundworks. „Jæja, hvar vilt þú byrja?“ spyr mamma hvetjandi. Ég tek upp símann og skrolla gegnum póst- hólfið í leit að spurningalistanum sem DV sendi mér. „Sko, hérna er þetta, allar spurningarnar, þetta verður „ísí-písí“. Já, hver er fyrsta spurningin? Hvar ertu fædd?“ Mamma andvarpar: „Er þetta ekki bara eitthvað sem þú setur í inn- ganginn á viðtalinu?“ Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júlí 1965. For- eldrar hennar eru Ronald Ögmund- ur Símonarson, lífskúnstner og Anna Stefánsdóttir þúsund þjalasmiður, dóttir Stefáns Ólafssonar og Júdithar Júlíusdóttir Geirmundssonar … „Gleymdist að segja mér hvað lífslíkurnar voru taldar litlar“ Elísabet Ronaldsdóttir greindist með krabba- mein á hátindi ferilisins og var henni vart hug- að líf. Með hjálp vina, vandamanna og heims- þekktra vinnufélaga komst hún til heilsu. Beta segir frá lífsreynsl- unni í einlægu viðtali við elsta son sinn, Mána.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.