Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 28
28 FÓLK - VIÐTAL 8. júní 2018 í gamla daga, alltaf labbandi. Þá kenndi hún mér að berjast við veturkonunginn Kára; Bíta berja, klóra, slá. Þannig þrömmuð- um við áfram sönglandi, hrím- hvít í framan, af því ég var 12 ára þegar mamma eignaðist bíl í fyrsta skipti. „Ertu að beita sömu taktík á krabbann?“ spyr ég. „Já, ætli það ekki bara. Þegar ég varð veik voru ráðnir þrír klipp- arar í minn stað á Deadpool 2, en þegar ég útskrifaðist af spítalanum í Los Angeles bauð David, leikstjóri kvikmyndarinnar, mér að bætast í hópinn og koma aftur til vinnu. Eftir að hafa eytt þremur mánuð- um rúmliggjandi og ekkert getað borðað, var ég of veikburða til að þvælast mikið um og óvíst hvað ég hafði mikið úthald. Þá var gripið til þess ráðs að koma upp Avid-klippi- tölvu í fataskáp heima hjá David, en við bjuggum hlið við hlið í Ven- ice, þar sem ég kom og fór eins og hentaði og klippti eftir mínu höfði. Með daglegum göngutúrum og að- stoð þinni og auðvitað mömmu og pabba sem mættu á svæðið og sáu til þess að ég borðaði rétt, tróðu í mig eggjum, lax og gulrótarsafa, óx mér kraftur og fyrir jólin 2017 var ég farin að keyra upp í 20th Century Fox og vinna fullan vinnu- dag. Það var mikil gæfa að komast í vinnu og þurfa ekki að sitja að- gerðarlaus að hugsa um krabba- mein,“ segir mamma. Hún hélt áfram að styrkjast og ákvað svo að kaupa sér hjól og fer nú hjólandi allra sinna ferða. Margir halda kannski að Los Angeles sé flatlendi en það er alls ekki, meira eins og ein- hver hafi margfaldað Þingholtin og kastað sól á þau. „Sumir eru hræddir við umferðina hér en ég virkilega nýt þess að hjóla og hef hingað til ekki lent í nein- um leiðindum. Ver mig að sjálf- sögðu með hjálmi, sjálflýsandi jakka, hönskum, fram og aftur ljósum og breiðum dekkjum. Kannski ekkert rosalega smart, en ég hef öryggið í fyrirrúmi,“ segir mamma. Hún bætir við að læknir hafi tjáð henni að að sortuæxlistilfell- um væri að fjölga mikið. „Þannig að „plís“ notið sólarvörn, mér er sagt að það skipti máli jafnvel þótt það rigni. Það hefur aldrei fundist á mér blettur, en Sindri minn þarf að fara reglulega og láta fjarlægja bletti af sér.“ Annað æxlið horfið í dag Mömmu kom aldrei til hugar ann- að en að sækja sér lækningu í Los Angeles frekar en heima á Íslandi. „Aðstaðan er allt önnur hér og betri, það þarf til dæmis ekki að senda mig til Danmerkur í Pet- -skanna, hann er bara í næsta her- bergi, og ég hef ekki þurft að borga krónu af mörg hundruð þúsund dollara sjúkrahúsreikningunum sem mér hafa borist vegna þess að ég bý við þau forréttindi að vera tryggð gegnum stéttarfélagið mitt. En auðvitað eru þessar upphæðir klikkaðar og erfitt að skilja hvern- ig er hægt að eyða svona miklum peningi í eina auma manneskju á sama tíma og engu er eytt í þá ótryggðu sem þurfa þó alveg jafn mikið á því að halda. En ég er óendanlega þakklát fyrir hversu vel hefur gengið og ekkert viss um að sú væri raunin ef það hefði ekki gleymst að segja mér hvað lífslíkur mínar voru taldar litlar í upphafi,“ segir mamma. Í dag er staðan sú að annað æxlið er alveg horfið og hitt orðið að agnarsmátt, eftir aðeins rúm- lega hálft ár í meðferð sem kallast „immunotherapy“. „Hún gengur út á að blokka prótein, sem krabb- inn notar til að dulbúa sig sem heilbrigðan vef, svo ónæmiskerf- ið sjái meinið og losi mig við það. Meðferðin hefur lagst vel í mig og ég hef eingöngu einu sinni þurft að leggjast inn vegna aukaverk- ana. Ég á eftir eina litla aðgerð vegna þess að blöðrur hafa aftur myndast á brisinu, þær innihalda hugsanlega krabbameinsfrum- ur og þarf að fjarlægja, og síðan held ég áfram í meðferðinni til að tryggja að allur óþverrinn sé horf- inn. Það sér fyrir endann á þessu.“ Við verðum sammála að þetta sé komið nóg af rausi um krabba- meinið, það sé of þunglyndislegt. Við vindum okkur því í spurningar um fjölskyldu mömmu, hvernig það hafi verið að vera ung móð- ir, nánast unglingur. „Nú átt þú stóra fjölskyldu. Hvernig er sam- band þitt og barnanna? Eruð þið miklir vinir? Er erfitt að vera fjarri börnunum eða tekur þú þau með á flakk erlendis þegar þú ert að vinna?“ Ég ber spurningarnar alvarlegur upp en svo skellihlæj- um við bæði. Þegar mamma nær andanum aftur tekur hún til við að svara spurningum. Reykjavík, mars 1984 „Ég var og svo komst þú og við vor- um. Við höfum sjálf grínast með að hafa alið hvort annað upp. Að verða móðir ung hefur bæði kosti og galla. Þú varst alveg einstaklega auðvelt barn, alveg þangað til þú náðir táningsaldri. Við brölluðum mikið saman en ég var líka rosa- legur glanni og þú fékkst að upp- lifa ýmislegt sem mér hefur aldrei dottið í hug að leggja á systkini þín. Sindri kemur til okkar átta árum seinna og svo Birta í Svíþjóð rétt fyrir aldamótin, og ég var fer- tug þegar ég eignast yngsta bróð- ur þinn, hann Loga. Ég ofverndaði hann rosalega. Svo kom Ronald, sonur þinn og fyrsta ömmubarnið, ekki löngu seinna,“ segir mamma. Fjölskyldan hefur alltaf ferð- ast mikið, búið úti um allan heim og stundum má líkja fjölskyldu- lífinu við litla ferðaskrifstofu. „Að sjálfsögðu hefur þetta kallað á skipulagt kaos og skort á rútínu en í staðinn höfum við öðlast víðsýni sem ég álít dýrmæta. Það er búið að vera stórkostlegt ævintýri þetta líf okkar,“ segir mamma. Hún viðurkennir þó fúslega að þessi lífsstíll hafi ekki alltaf verið auðveldur. Sérstaklega hafi verið sárt að skilja við börnin sín í lengri eða skemmri tíma þegar vinnan kallaði á fjarlægum slóðum. „Sem betur fer lifum við á tækniöld og það er auðvelt að vera í stöðugu sambandi. Ég hefði aldrei getað unnið þessi verkefni án stuðnings og hvatningar frá ykkur krökk- geirsgötu 8 / s. 553 1500 Hamingja í hverri skeið Hádegistilboð breytilegt eftir dögum „Margir halda kannski að Los Angeles sé flatlendi en það er alls ekki, meira eins og einhver hafi margfaldað Þingholtin og kastað sól á þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.