Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 39
 8. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Á Hvammstanga rekur María Sigurðardóttir kaffi- og veitingahúsið Hlöðuna sem opnað var árið 2010. Hlaðan er heimilislegur og hlýlegur staður sem gott er að heimsækja á ferðinni um þjóð- veginn. „Við leggjum mikla áherslu á heimabakað bakkelsi, brauð og kaffi. Við bjóðum upp á létta rétti, súpu, silung, „pie“ og paninibrauð. Við erum einnig með plokkfisk og á morgnana er boðið upp á egg og beikon,“ segir María. „Það eru engin tímatakmörk á mat þannig lagað. Ef viðskipta- vinur vill fá egg og beikon seinni partinn þá bara útbúum við það.“ Ferðamennirnir eru hrifn- astir af plokkfiski og rúgbrauði. „Pulled pork“-borgari er líka mjög vinsæll, en honum var bætt á matseðilinn í vor. Þegar eitthvað er um að vera þá er opið lengur á kvöldin, enda er Hlaðan með vínveitingaleyfi. Hlaðan er opin yfir sumartí- mann, frá byrjun maí út ágúst. Opið er alla daga kl. 9–21 nema sunnudaga, kl. 10–21. Utan sum- aropnunartíma er tekið á móti hópum samkvæmt samkomu- lagi. Hlaðan kaffi- og veitingahús er að Brekkugötu 2, Hvamms- tanga. Síminn er 451-1110 og netfangið hladan@simnet.is. Facebooksíða: Hlaðan kaffihús. Við þjóðveginn VEITINGASTAÐURINN GEITAFELL: Fullkomnar ferðina á Vatnsnesið Það kann að hljóma sem fullmikil bjartsýni að opna veitinga-stað utan alfaraleiðar eða um 20 kílómetrum frá litlum þéttbýlis- stað, Hvammstanga. En þetta gerði Róbert Jón Jack árið 2002 og í dag er veitingastaður hans, Geitafell á Vatnsnesi, afar vinsæll. Um 6–10.000 manns snæða á staðnum árlega, flestir erlendir ferðamenn, en staður- inn er opinn frá 15. maí og út septem- ber. Róbert og eiginkona hans keyptu jörðina árið 2002 og byggðu þar af- skaplega fallegt íbúðarhús í stíl gamla íslenska sveitabæjarins. Veitinga- staðurinn sjálfur er í húsnæði sem upphaflega var hlaða. Súrheysturninn á landareigninni var hins vegar endurbyggður eins og skoskur kastalaturn; á fyrstu hæðinni er minjasafn um sveitina í kring og þá sem þar hafa búið, en á annarri hæð er stórmerkilegt safn tengt enska knattspyrnuliðinu Man. Utd. en tengsl hafa verið hjá Róberti og ættingjum hans við gamlar stjörnur og fyrrver- andi þjálfara liðsins. Þetta er safn sem enginn aðdáandi Man. Utd. ætti að láta framhjá sér fara. Á efstu hæðinni er síðan stórkost- legt útsýni yfir flóa, strandir og skaga. „Það er tilvalið í einni ferð að skoða Selasetrið á Hvammstanga, sela- látrin við Svalbarð og Illugastaði sem er næsti bær við okkur, koma í mat til okkar að Geitafelli, skoða svo Hvítserk, Borgarvirki og Kolugljúfur á leiðinni heim,“ segir Róbert. Dýrindis sjávarréttir Bændur á Vatnsnesi lifðu á sjáv- arútvegi og í þeim anda er einfald- ur matseðill Geitafells en þetta er sjávarréttastaður og eru aðalréttirnir þrír: Sjávarréttasúpa með salati og heimabökuðu brauði, pönnusteiktur silungur og humar. Réttirnir þykja afbragðsgóðir enda aðeins ferskasta hráefni notað og að- föng sótt í heimabyggð svo útkoman verður aldrei annað en dásamleg. Þá spilla ekki fyrir gómsæt- ir eftirréttir en í boði eru skyrkaka, skúffukaka og hjónabandssæla. Rauðvín, hvítvín og bjór eru til drykkjar og auk þess gosdrykkir, safar, kaffi og te. Tökustaður Burial Rites Skammt undan eru Illugastaðir sem eru sögusvið hinnar frægu skáldsögu eftir Hannah Kent, Náðarstund, eða Burial Rites. Sagan byggir á einu frægasta sakamáli Íslandssögunnar um þau Natan, Agnesi og Friðrik en þau tvö síðarnefndu eru jarðsett í kirkjugarðinum að Tjörn. Ákveðið hefur verið að gera kvik- mynd eftir skáldsögunni og hefjast tökur þarna fyrir norðan í sumar eða næsta sumar. Stórleikkonan Jennifer Lawrence verður í hlutverki Agnesar. Sem fyrr segir er Geitafell afar vinsælt meðal erlendra ferðamanna sem þyrpast þangað á sumrin og hefur staðurinn fengið frábæra dóma á Trip Advisor. Það er hins vegar full ástæða til að hvetja íslenska ferðalanga til að eiga gæðastund á Geitafelli í sumar. Nánari upplýsingar á vefsíðunni geitafell.is HLAÐAN: Heimilislegt og hlýlegt kaffi- og veitingahús
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.