Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 48
48 MENNING 8. júní 2018 S tefán Örn Stefánsson, meistari í bifreiðasmíði, er stoltur eigandi einu DeLorean- bifreiðarinnar sem skráð er á Íslandi. Bíllinn er sport- bifreið úr ryðfríu stáli og trefjaplasti með vængjahurðum. Tegundin er mörgum kunnug og sást sams konar kerra í Back to the Future-myndunum og gegndi bíllinn þá hlutverki tímavélar sem var til taks fyrir Marty McFly til taks í þríleiknum fræga. Aðeins voru tæplega 9.000 eintök af DeLorean framleidd á árunum 1981 og 1982 og er talið að 6.500 eintök séu enn til. Virði þessa bíls er um 30 þúsund bandaríkjadollarar í dag eða um fjórar milljónir króna. Fornbílaflotinn sem Stefán safnar til varðveislu er í geymslu í Bolungarvík, meðan eigandinn vinnur við smíðar í Grindavík. Bílarnir eru í kringum 15 talsins en þó segir Stefán að ekki fari á milli mála hvaða bifreið í safninu ber af sem stærsta krúnudjásnið og er það að sjálfsögðu tvennra dyra silfurstálið frá Svíþjóð sem Marty McFly notaði til að ferðast milli ára. „Back to the Future er náttúr- lega bara besti þríleikur sem hef- ur verið gefinn út. Ég var bara fimm ára þegar fyrsta myndin kom út en þær höfðu allar mikil áhrif á mig og ég fæ enn gæsahúð þegar ég horfi á þær í dag.“ Stefán safnaði úrklippum af DeLorean-bílum úr erlendum bílablöðum sem hann ramm- aði inn og hengdi upp á vegg. „Aldrei átti ég svo sem von á því að sá draumur myndi ræt- ast að ég eignaðist svona bíl einn daginn.“ Sýningarbíllinn í safninu Stefán eignaðist De Lorean-bif- reiðina sumarið 2005. Bíllinn var hvergi auglýstur til sölu en Stefán hafði samband við eigand- ann og falaðist eft- ir honum. „Ég keypti hann af Sindra stáli, sem var umboðsaðili þessa sænska stáls hér á Íslandi,“ segir Stef- án. „Þeir fluttu bílinn inn árið 1998 og sýndu hann á bílasýningu í Laugardalshöllinni. Ég sá hann þar fyrst og heillaðist alveg.“ Bætir hann við að þetta sé eini bíll sinnar tegundar sem er skráð- ur á Íslandi og að einu sinni áður hafi verið fluttur inn sambæri- leg tegund til þess að taka þátt í sýningu tengdum Sænskum dög- um, en það var vegna þess að ryðfría stálið sem notað er í yfir- bygginguna er framleitt í Svíþjóð. Eintakið af DeLorean-bíln- um sem er í safni Stefáns er gam- all sýningarbíll, „allur original og meira að segja á upphaflegu dekkjunum. Hann er ekki ekinn nema um 8.600 mílur.“ Áður en bíllinn sló í gegn í Back to the Future þótti útlit hans afar umdeilt, en með tilkomu myndar- innar komst útlitið á bílnum í mikla tísku. Stefán segir að útlit bíla sé vissulega smekksatriði, en í hans tilfelli hefur hann lítinn sem engan áhuga að eignast nýjan eða nýlegan bíl. Segir hann það ekki bara vera vegna útlitsins, heldur notar hann klassíska frasann: „They don’t make them like they used to.“ Hverfur ekki í fjöldann „Bílar eru mitt aðaláhugamál, að gefa gömlum hlutum líf, nýtt hlut- verk og þess háttar,“ segir Stefán sem segist hafa reglulega hang- ið með viðgerðarmönnum frá þriggja ára aldri og segir bíladell- una hafa umhugsunarlaust kvikn- að þar. „Í götunni sem ég ólst upp í voru þrír „skúrakarlar“ sem voru alltaf að brasa eitthvað í skúrnum við götuna, gerandi við bíla, þá ýmist beyglur, ryðbæta og fleira í þeim dúr.“ Yngsti bíllinn í safni Stefáns er 20 ára gamall. „Mér finnst ekki gaman að aka um á nákvæmlega eins bíl og Siggi í næstu götu á,“ segir Stefán. „Ég myndi segja að ég sé einstaklingur sem vill ekki hverfa inn í fjöldann,“ bætir hann við. „Ég tek ekki þátt í lífsgæðakapphlaupi eða neinu slíku og kýs að hugsa út fyrir boxið.“ Elsti bíllinn í safni Stefáns er 66 ára gamall. Það er fernra dyra Ch- evrolet frá 1952. Margir bílanna eru óuppgerðir og segir Stefán að hann safni að sér bílum til að varðveita þá. Hann hvorki segir né lofar að hann muni einhvern tíma gera þá alla upp. „Mig langar að gera það, en maður þarf að hafa tíma til þess. Vonandi fæ ég núna löngun til að dútla aftur við bíla á kvöldin. En á meðan ég bíð eftir tíma, þá bíða bílarnir í geymsl- unni ásamt varahlutum sem ég hef líka sankað að mér.“ n ERT ÞÚ AÐ SMÍÐA PALL ? Pallinn upp á einfaldari hátt með jarðvegsskrúfum „Hugsa út fyrir boxið“ n Stefán Örn heillast ekki af nýjum bílategundum n Með fornbílaflota á Bolungarvík Tómas Valgeirsson tomas@dv.is „They don‘t make them like they used to
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.