Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 52
52 BLEIKT 8. júní 2018 Við erum flutt á malarahöfða 2 110 Reykjavík 2. hæð Fataviðgerðir og fatabreytingar Jarðarberjaspínatsalat Þ að er auðvelt að útbúa sal- at í krukku, jafnvel að út- búa nokkur í einu, því flest geymast þau fimm daga í ísskápnum áður en neytt er. Mælt er hins vegar með að raða lögun- um í ákveðinni röð í krukkuna: 1. Dressing fyrst. 2. Grænmeti sem þola að mar- inerast vel í dressingunni (gúrk- ur, laukur, sveppir og grasker sem dæmi). 3. Grænmeti sem við viljum halda frá því að liggja í dressingunni. 4. Prótín. 5. Kál. 6. Ostur, hnetur, þurrkaðir ávextir og slíkt. Áður en neytt er þá er krukkan hrist þannig að dressingin dreif- ist vel og salatinu síðan hellt í skál og borðað, eða borðað beint úr krukkunni. Undirbúningstími: 10 mínútur Dugar fyrir tvær krukkur af salati Jarðarberjaspínatsalat með steiktum/grilluðum aspas og kjúklingi, agúrkum, avókadó, rauðlauk, ristuðum möndlum og dressingu. Innihald n 6 matskeiðar dressing n 1/4 bolli rauðlaukur skorinn n 1/2 bolli gúrkusneiðar n 4 jarðarber skorin n 1/2 bolli steiktur/grillaður aspas, skorinn n 1/4 avókadó, skorið n 200–300 g steiktar/grillaðar kjúklingabringur n ½ poki spínat n 2 matskeiðar ristaðar möndluflögur n Dressing Dressing n 1/2 bolli ferskur greipaldinsafi n 1 matskeið hlynsíróp n 1/2 teskeið sjávarsalt n 1/4 teskeið mulinn pipar n 1 teskeið dijonsinnep n 1 hvítlauksgeiri, pressaður n 1 teskeið birkifræ n 1 ½ matskeið olífuolía Leiðbeiningar Útbúðu dressinguna með því að blanda öllum hráefnum saman. Magn er um það bil einn bolli. Taktu tvær krukkur og raðaðu hráefninu í lög eins og fyrr sagði: dressing, laukur, gúrka, jarðarber, aspas, kjúklingur, avókadó, spínat og möndlur. Hristu krukkuna þegar borða á salatið og helltu á disk. Þrifaráð Sólrúnar Diego: Svona þrífur þú fartölvuna Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og netinu. Haustið 2017 kom hennar fyrsta bók út, Heima, þar sem hún kennir nýjar og skilvirkar leiðir til að halda heimilinu hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. H ér birtum við einn kafla úr bókinni, sem fjallar um þrif á tækinu, sem flest okkar nota daglega; fartölvunni. Á lyklaborði dæmigerðrar far- tölvu er talsvert meira af bakter- íum en við kærum okkur um að vita. Til að hinda að þær dafni á tölvunni er gott að þrífa hana með þessum einfalda hætti. Fljótleg þrif á fartölvu n Hvað þarftu? n Tvær tuskur n Skál n Vatn n Edik eða uppþvottalög n Eyrnapinna eða tannstöngul Slökktu á tölvunni, lokaðu henni og ekki hafa hana í sam- bandi við rafmagn. Blandaðu ediksblöndu í skál. Í stað ediksblöndu má nota nokkra dropa af uppþvottalegi út í vatn. Dýfðu hluta af tuskunni í blönduna og vittu hana mjög vel þar til hún er rétt svo rök. Strjúktu af ytra byrði tölvunn- ar með raka hluta tuskunnar og þurrkaðu hana svo vel með þurra hlutanum. Opnaðu tölvuna. Taktu eyrnapinna eða tannstöngul og renndu honum á milli takk- anna á lyklaborðinu til að losa um óhreinindi. Strjúktu svo yfir með raka hluta tuskunnar og þurrkaðu með þurra hlutanum. Það er mjög mikilvægt að tusk- an sé ekki blaut þar sem ekki má fara vatn inn í tölvuna. Taktu þurra tösku og nudd- aðu skjáinn með henni til að ná burt fingraför- um, ryki og öðr- um óhreinind- um. Oft fylgja fíngerðir klútar með raftækjum eða gleraugum sem henta líka sérstaklega vel í þetta vek. Ekki bleyta tölvuna Það er mjög mikilvægt að bleyta aldrei tölvuna, hvorki skjáinn, lyklaborðið né hvers kyns op á henni, því slíkt getur eyðilagt hana. Sérstök hreinsiefni fyrir raftæki Til eru sérstök hreinsiefni fyr- ir tölvuskjái sem seld eru í raf- tækjaverslunum. Einföld aðferð eins og lýst er á þessari opnu þarf alls ekki að vera síðri en að nota slík hreinsiefni. Örtrefjatuskur fyrir raftæki Þegar strokið er af raftækjum með tusku er mikilvægt að not- ast við örtrefjatusku en ekki aðr- ar tegundir af tuskum. Þá þarf alltaf að gæta að því að tuskan sé hrein. Setja í box: n Ediksblanda n ¼ borðedik n ¾ vatn n Nokkrir dropar af ilmkjarna- olíu n Best er að blanda hana í úða- brúsa og hafa hann svo við höndina ásamt tusku þegar heimilið er þrifið. Sumir kjósa að hafa blönduna sterkari og má að sjálfsögðu hafa helmingshlutföll af ediki og vatni. Ilmkjarnaolían gerir ilminn mun ferskari. Nota má blönduna við flestar tegundir þrifa, en þó aldrei á náttúrustein. Fylgjast má með Sólrúnu á heima- síðu hennar: sol- rundiego.is og Face- book, Instagram og Snapchat: solrundiego. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.