Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Side 70
70 FÓLK 8. júní 2018 Hverjum líkist þú mest? Ég líkist báðum foreldrum mínum, ég er sveimhugi eins og pabbi en líka ákveðin eins og mamma. Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Að ég elski átök þegar sannleikurinn er að mig langar bara til að eiga góð samskipti við alla, en stundum eru góð samskipti líka átakasamskipti. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Mér finnst bara að það eigi að hjálpa krökkum að finna styrkleika sína í skóla og kenna þeim að rækta þá. Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? Miðað við verðlag á Íslandi þá getur það verið hvaða verslun sem er, væri hægt að græja þetta á hálftíma, jafnvel í Bónus. Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin- um þínum? Hildur Eir Bolladóttir móðir . Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú? Já. Hvernig mundirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni? Gleði og hlýja. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi, allt þitt líf, hvaða lag mundirðu velja? Megi gæfan þig geyma ( sálmur). Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi mundirðu vilja dansa? Gullvagninn. Hvað ætti ævisagan þín að heita? Séra Hildur skítarildur. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? The Intouchables (frönsk mynd). Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Sebrarendur í hári. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Fólki sem tekur sig sjálft mjög alvarlega. Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? Nei, ekki nema bara þorramat. Hvert er versta hrós sem þú hefur feng- ið? „Flott kona“ … ég er sammála Margréti Erlu Maack, það þýðir bara „þú ert feit en samt svolítið skemmtileg“.“ Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu- lega? Nei, ég held nú ekki, en annars er ég ekkert alltaf viss hverja ég á að þekkja og hverja ekki. Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta? Ég þvæ mér alltof oft um hendurnar = OCD. Hverju laugstu síðast? Að ég væri alveg að verða búin með maískýrslurnar í vinnunni. Um hvað geta allir í heiminum verið sammála? Að enginn maður er algóður og enginn alslæmur. Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það? Ekki vera týpan sem þarf að vinna áfram með alla brandara á Facebook þangað til þeir eru ekki lengur fyndnir. Bókin á náttborði Steingerðar Stein- gerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar: „Ég get ekki verið bókarlaus en núna er ég að lesa Þjáningarfrelsið eftir þær Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur. Það er einstaklega áhugavert og spennandi að lesa um upplifun annarra blaðamanna af starfinu og mjög upplýsandi að átta sig á ýmsu er á sér stað bak við tjöldin. Bókin er mjög skemmtilega skrifuð og uppsett. Á náttborðinu liggur einnig Lífsnautnin frjóa eftir Anne B. Ragde mikinn uppáhaldshöfund en þetta er lokahnykkurinn á bókaflokknum um Neshov-fjölskylduna. Svo er ljóðabókin Jökulhvörf eftir Kára Tulinius í stöðugum lestri um þessar mundir.“ „Hulda er vinur vina sinna“ Hulda Bjarnadóttir fjölmiðlakona er forstöðumaður þróunarsviðs Árvakurs. Hún er eitt af andlitum útvarpsstöðvarinnar K100, sem er ein sú vinsælasta í dag. DV heyrði í systur Huldu, íþróttafræðingnum og kennaranum Bjarn- eyju, og spurði: Hvað segir systirin? „Hulda er ótrúlegt eintak, ég skil stundum ekki hvernig hún fer að öllu því sem hún er að gera. Hún er allt í öllu alls staðar og virðist vera algjörlega ómögulegt að segja nei við einhverju. Fyrir utan að vera alltaf með nokkur verkefni í gangi í vinnunni, með saumaklúbbnum, í aðalstjórn Fram, með golfklúbbnum, þá ákvað hún að taka þátt í Landvættaprógramminu ofan á allt saman og er að standa sig eins og hetja í því. Hún gefur sér samt alltaf tíma fyrir fjölskylduna og erum við mjög samheldin og reynum að hittast alltaf þegar færi gefst. Að alast upp sem litla systir hennar var þó ekki alltaf dans á rósum þar sem hún vildi oftar en ekki fá að ráðskast með mig, og henni var ekkert óviðkomandi! Við hlæjum enn að því (mér fannst það samt ekki fyndið þá!) þegar hún sparkaði í rassinn á mér í klossum (þetta var fyrir tíma Crocs) af því að ég var í RAUÐUM sokkum! Og það var víst óásættanlegt, en þar sem ég lét illa að stjórn og harðneitaði að skipta um sokka þá uppskar ég þetta bylmingsspark í rassinn. Við erum þó góðar vinkonur í dag og getum alltaf leitað til hvor annarrar. Hún reynir af og til ennþá að hafa vit fyrir litlu systir sinni en það hefur ekki jafn afdrifaríkar afleiðingar þó að ég kjósi að fara mínar eigin leiðir þrátt fyrir góðar ráðleggingar. Hulda er sannarlega vinur vina sinna og alltaf boðin og búin þegar á þarf að halda. Hún hefur reynst mér og syni mínum gríðar- lega vel og mun ég aldrei geta þakkað henni nægilega fyrir það. Hún hefði stundum gott af því að hægja aðeins á, en maður sér hana samt ekki fyrir sér öðruvísi en á yfirsnúningi við að gera og græja hitt og þetta, það er bara hún í hnotskurn.“ Hvað segir systirin? Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju og umsjónarmaður þáttarins Milli himins og jarðar á N4, hefur vakið athygli fyrir einlæga pistla sína á hildureir.is. Hildur Eir sýnir lesendum DV á sér hina hliðina. „Flott kona … þú ert feit, en samt svolítið skemmtileg “ HIN HLIÐIN „Geggjaðir þættir um nörda sem eru alltaf alveg að meika það“ „Ég horfi hættulega mikið á sjón- varp og hef gert allt of lengi. Ég er auðvitað í miðjum upptakti fyrir HM í Rússlandi og hef horft á allt sem mögulega getur tengst fót- bolta og svo er úrslitarimman í NBA í fullum gangi og tíminn sem fer í þetta gláp er meira en venju- legur maður eyðir í almennt gláp. Svo tekur við allt hitt. Við fengum okkur Netflix fyrir ekki svo löngu og þar er margt prýðilegt. Mér fannst fyrsta serían af Handmaid’s Tale mögnuð, finnst öllu erfiðara að horfa á aðra þátta- röð, Silicon Valley eru geggjað- ir þættir um nörda sem eru alltaf alveg að meika það, en missa það alltaf á lokasprettinum í einhverju rugli en óvart reddast það alltaf í jafnvel enn betra rugli. Ég þoli ekki „zombie“-drasl en er forfallinn Walking Dead-sjúk- lingur þrátt fyrir að maður kvarti alltaf duglega ef þættirnir eru hægir (sem er mjög oft). Glæpaheimildaþættir eru skemmtilegir og ég held að ég sé búinn að sjá allar tónlistarheim- ildamyndir á Flixinu, sama hvort viðfangsefnið sé ömurleg hljóm- sveit eða bara leiðinleg, lítið um mína tónlist þar. Uppáhaldsefnið mitt er væntan- lega fyrirmynd Satt eða logið á Stöð 2, Would I Lie To You sem maður sér á BBC eitthvað. Þar get ég setið einn og tárast í hlátursköstum og heyrt fussið og sveiið frá öðrum fjölskyldumeðlimum sem hafa engan áhuga á þessu. Erum ekki með Stöð 2 en dóttir mín var með mér í flissliðinu þegar fyrri Satt eða logið-serían var í gangi á Stöð 2, þá vorum við með. Hún dettur í súper flissliðið mitt þegar hún er orðin nógu góð í ensku, ætli ég geymi mér ekki restina af Would þangað til að hún er klár í þetta. En nú fer allt á „hold“ því ég mun ekki missa af einum leik á HM, ég verð ekki í fríi á meðan há- tíðin fer fram svo vídeótækið og tímaflakkið og draslið verður notað til að ekkert fari framhjá mér.“ Þórður Helgi Þórðarson útvarpsmaður horfir hættu- lega mikið á sjónvarp og undirbýr sig nú fyrir áhorf á HM þar sem öll tæki verða nýtt svo hann missi ekki af neinu. „Hún leynir endalaust á sér og er bæði sársaukafull og falleg, sem og ógleymanleg“ S tefán Máni hélt árið 1996 upp á 20 ára útgáfuafmæli sinnar fyrstu bókar, Dyrnar að Svörtufjöllum, og í ár kemur tuttugasta bók hans út. En hvaða bækur ætli séu í uppá- haldi hjá Stefáni Mána? Hvaða barnabók er í eftirlæti og af hverju? Sem krakki las ég mikið seríur eins og Bob Moran og Dularfullu- -bækurnar eftir Enid Blyton. Ég var sérstaklega mikill Enid Blyton- -aðdáandi. En sem foreldri hef ég hrifist mjög af sænskum barna- bókum, til dæmis myndabókun- um um hann Lúlla og svo Einari Áskeli. Góða nótt, Einar Áskell er í miklu uppáhaldi, ekki síst vegna þess að ég las hana oft fyrir krakk- ana mína þegar þeir voru litlir og fannst það alltaf jafn gaman. Hvaða bók er uppáhalds og af hverju? Margar bækur eru uppáhalds. Ég er samt líklega meira fyrir upp- áhaldshöfunda en bækur. Fyrir utan þá sem ég nefni á öðrum stöðum í þessu spjalli verð ég að minnast á höfunda eins og Gyrði Elíasson, Raymond Carver og William Saroyan. Sögur þessara manna eru eins og eðalvín úr orð- um – þeim fylgir ákveðinn andi, stemming, jafnvel litir og lykt. En til að nefna einhverja eina bók þá er nýjasta uppáhaldið mitt Slát- urhús 5 eftir Kurt Vonnegut. Ég skrifa aðeins um hana gegnum Hörð, sálufélaga minn, í bókinni Svartagaldri, og vísa bara í þau skrif hér. Hvaða bók mundirðu mæla með fyrir aðra og af hverju? Sölvasögu unglings eftir Arnar Má Arngrímsson. Einfaldlega vegna þess að hún er ein albesta bók sem skrifuð hefur verið á ís- lensku – og þótt víðar væri leitað. Bókin fór ekki hátt hérna heima en fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í flokki ung- lingabóka. Að þessi stórkostlega bók hafi ekki fengið meiri athygli hér á Klakanum er gott dæmi um skeytingarleysi okkar gagnvart bókmenntum. Hvaða bók hefurðu lesið oftast? Til dæmis skáldsögur Charles Bukowski, Innstu myrkur eftir Conrad og nokkrar bækur eftir Hamsun. Ætli ég hafi ekki les- ið Pan oftast af bókum Hamsuns – hún leynir endalaust á sér og er bæði sársaukafull og fal- leg, sem og ógleymanleg. Að haustnóttum eftir sama höfund hefur svo verið að vinna mikið á undanfar- in ár – dimm bók og drungaleg. Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig? Ætli ég nefni ekki skáldsöguna Post Office eftir Charles Bukowski. Af henni lærði ég margt mik- ilvægt, eins og að bækur þurfi ekki að fjalla um eitthvað rosalega merkilegt, að best sé að skrifa á mannamáli og að höfundar séu ekki allir snobbaðir og leiðinlegir háskólakennarar. Þetta er bókin sem fékk mig til að trúa að ég gæti skrifað og að ég gæti skrifað um það sem mig langaði að skrifa um. Hvaða bók bíður þín næst til lestrar? Sea Wolf eftir Jack London. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.