Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 10
10 22. júní 2018FRÉTTIR Við erum flutt á Malarhöfða 2 110 Reykjavík, 2. hæð Fataviðgerðir & fatabreytingar n „Ágætt að hann hét líka Jón“ n Þarf að fara í mál við Þjóðskrá til þess að fá faðernið viðurkennt Þ að sem kom fyrir mig getur hent alla þá sem undirgeng- ust faðernispróf á Íslandi á áttunda áratuginum. Prófið sem var notað var meingallað og því fékk ég ranga niðurstöðu. Mér finnst því hróplegt óréttlæti að ég þurfi að fara fyrir dómstóla til þess að fá viðurkenningu á því hver sé raunverulega faðir minn,“ seg- ir Kristín Jónsdóttir í samtali við DV. Kristín, sem er íslenskur ríkis- borgari en hefur verið búsett utan landsteinanna bróðurpart lífsins, fann á dögunum líffræðilegan föð- ur sinn í Texas í Bandaríkjunum. Hún freistar þess nú að fá hann skráðan á fæðingavottorð sitt en þarf að leita til íslenskra dómstóla þó að öll nauðsynleg gögn séu til staðar. Faðir hennar yrði ekki fyrsti karlmaðurinn sem yrði skráður á fæðingarvottorð hennar en í tæpa þrjá ártugi var annar íslenskur maður skráður faðir Kristínar. Allt út af gölluðu faðernisprófi. Var 15 ára þegar hún hitti fyrst meintan föður sinn Kristín, sem er skráð Jónsdótt- ir, fæddist á Íslandi árið 1970 en rúmum þremur árum síðar flutt- ist hún til Ottawa í Kanada ásamt móður sinni. „Mamma kynntist kanadískum stjúpföður mínum og giftist honum,“ segir Kristín. Þegar hún komst til vits og ára varð hún forvitin um hver blóðfaðir sinn væri og að endingu gaf móðursyst- ir hennar upp nafn á íslenskum manni. Sá hét Jón en hann hafði undirgengist faðernispróf á Ís- landi árið 1972 og var því skráður faðir Kristínar í fæðingarvottorði hennar. „Mamma var ekki hrifin af því að ég væri að leita að föður mínum og hélt honum því leynd- um fyrir mér. Ég hitti Jón fyrst árið 1985 þegar ég fluttist til Íslands til þess að búa hjá ömmu minni og afa um hríð. Ég vissi þá hvar hann vann og ég hótaði mömmu að ég myndi storma inn á vinnustað hans og kynna mig þar nema að hún myndi koma mér í samband við hann,“ segir Kristín. Móðir hennar ákvað því að hr- ingja í Jón og í kjölfarið hitti Krist- ín meintan föður sinn og fjöl- skyldu hans. „Við fórum út að borða á Naustinu. Það gekk ágæt- lega til að byrja með en að lokum kom það í ljós að Jón og eiginkona hans höfðu miklar efasemdir um faðernisprófið og báðu mig um að fara í beinmergspróf,“ segir Krist- ín. Hún segist hafa verið skap- mikill unglingur og ekki tekið því vel. Daginn eftir fór hún ein nið- ur í Borgardóm og krafðist þess að fá upplýsingar um hvort faðern- isprófið gæti verið gallað. „Skila- boðin voru þau að það væri útilok- að,“ segir Kristín. Föðurlaus á fertugsaldri Árin liðu og þrátt fyrir að Kristín byggi ekki á Íslandi þá heimsótti hún landið reglulega til þess að hitta ættingja, vini og föður sinn. Árið 2000 ákvað hún að hafa sam- band við Jón og bauð honum að undirgangast DNA-próf til þess að fá óyggjandi sannanir fyrir fað- erninu. „Ég var búsett í Englandi á þessum tíma og hann kom því út til mín og við fórum í prófið. Hann var búinn að hjálpa mér mikið og mér fannst að hann ætti skilið að fá 100% úr þessu skorið. Þannig fengi hann hugarró,“ segir Kristín. Niðurstöðurnar voru ótvíræð- ar, útilokað var að Jón væri fað- ir Kristínar og í kjölfarið var nafn hans fjarlægt af fæðingarvottorði hennar. „Þetta kom mér eðlilega í opna skjöldu enda hafði ég í 15 ár verið handviss um að hann væri faðir minn. Sérstaklega í ljósi þess að prófið sem við tókum átti að vera óyggjandi,“ segir Kristín. Hún hafi í kjölfarið aflað sér upplýsinga um faðernisprófið sem meintur faðir hennar hafði undirgengist. „Þá kom í ljós að aðeins blóð- flokkur hans var skoðaður og niðurstöðurnar dregnar út frá því. Þannig hefðu um 25% íslenskra karlmanna fengið þá niðurstöðu að þeir væru feður mínir,“ segir Kristín. Hún segist eðlilega hafa orðið fokvond út í heilbrigðis- og dómsyfirvöld og upplifað að það hafi verið logið að henni í öll þessi ár. Á fertugsaldri stóð hún nú uppi föðurlaus. „Við fengum ekki neina afsökunarbeiðni frá yfirvöld- um eða neitt. Ég held að Jón hafi ekki einu sinni fengið meðlags- greiðslurnar endurgreiddar,“ seg- ir Kristín. „Ágætt að hann hét líka Jón“ Síðan þá hefur Kristín leynt og ljóst leitað að föður sínum. Hún Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Það voru íslensk yfirvöld sem rangfeðruðu mig með gölluðu faðernisprófi á sínum tíma. Ég myndi helst vilja fá afsök- unarbeiðni vegna þeirra óþæginda og að Þjóð- skrá myndi afgreiða um- sókn mína hratt og vel. Kristín bregður á leik ásamt föður sínum, Jon Lambert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.