Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 40
 22. júní 2018KYNNINGARBLAÐSumarhlaup HLAUPAHÁTÍÐ Á VESTFJÖRÐUM: Það er dýrt að ferðast um landið og margir eru ekki tilbúnir til að fara langa vegalengd til að taka þátt í einu hlaupi. Þetta upplifðu skipuleggj- endur Óshlíðarhlaupsins og það varð til þess að fólk tók sig saman og skipulagði glæsilega fjögurra daga íþróttahátíð, Hlaupaátíð á Vestfjörð- um, sem í ár fer fram dagana 12. til 15. júlí. Þar eru hlaupnar hinar ýmsu vegalengdir, keppt í sjósundi og hjólreiðum og ýmislegt fleira sér til gamans gert. „Það eru ótrúlega margir sem taka þátt í fleiri en einni keppni hér,“ segir Guðbjörg Rós Sigurðardótt- ir, einn af skipuleggjendum mótsins, og bendir meðal annars á þríþrautina: Hún hefst á 500 metra sjó- sundi á föstudeginum, á laugardeginum eru 55 km fjallahjólreiðar, sem eru jafnframt Íslandsmótið í maraþonfjallahjólreiðum, og á sunnudeginum er 24 km hlaup. Fyrsta atriði hátíðarinnar er Skálavíkurhlaupið en það hlaup hefst í Skálavík og endar í Bolungarvík. Á föstudeginum er 500 m og 1.500 m sjósund við Ísafjörð og um kvöldið er Arnarneshlaupið sem er tvískipt í 10 km og 21 km hlaup. „Á laugardeginum erum við með dagskrá fyrir börn þar sem við við bjóðum upp á 2 km og 4 km skemmtiskokk og 8 km fjallahjól- reiðar fyrir krakka. Þá verður líka útijóga og vöfflubakstur,“ segir Guðbjörg en auk þess verður áðurnefnd maraþonhjólreiðakeppni haldin þá. Á sunnudeginum eru hlaupnar samtals þrjár vegalengdir, 10 km, 24 km og 45 km eftir hinni svokölluðu Vesturgötu, en það er vegur sem liggur frá Arnarfirði yfir í Dýrafjörð. „Á leiðinni er hlaupið í fjörunni og undir klettabjörgum. Þetta er vegur sem ýtustjór- inn Elís Kjaran lagði einn á sínum tíma, þetta er ekki góður akvegur þó að hann sé fær og lítil umferð á leiðinni,“ segir Guðbjörg. Hlaupahátíð á Vestfjörðum er óneitanlega fjölskrúðug og forvitnileg hátíð fyrir alla lang- hlaupara og í raun fyrir alla sem njóta þess að hreyfa sig úti í fallegri náttúru. Nánari upplýsingar og skráning í hvern viðburð fyrir sig eru á síðunni hlaupahatid.is. Myndir: Gusti.is Hlaup, sjósund, hjólreiðar og fjölskyldu- skemmtun í náttúrufegurð Vestfjarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.