Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 42
 22. júní 2018KYNNINGARBLAÐSumarhlaup DYRFJALLAHLAUP: Heillandi utanvegahlaup í náttúrufegurð Borgarfjarðar eystri Dyrfjallahlaup er utanvega-hlaup um Dyrfjöll og Stórurð með endamark á Borgarfirði eystri. Fer það fram laugardaginn 21. júlí og hefst kl. 11. Ungmenna- félag Borgarfjarðar stendur fyrir hlaupinu. Afar mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem er hlaupurum mikil upplifun. Hlaupið er 23 km langt og hefst við Hólaland í innsveit Borgarfjarðar. Þaðan er til að byrja með hlaupið upp eftir gömlum raflínuslóða sem liggur að Sanda- skörðum. Þegar komið er langleiðina upp í Sandaskörð er beygt til hægri á merkta gönguleið sem liggur að Eiríksdalsvarpi. Frá varpinu er hlaupið um Tröllabotna, yfir Lamba- múla, áleiðis að Urðardal þar sem Stórurð liggur undir dyrum Dyrfjalla. Úr Stórurð er hlaupið upp bratta brekku í átt að Mjóadalsvarpi. Á krossgötum ofan Stórurðar er beygt til hægri og hlaupið eftir grófri slóð undir hömrum Dyrfjalla, ofan Njarðvíkur og Dyrfjalladals. Leiðin liggur að Grjótdalsvarpi og þaðan er hlaupið að mestu á grónu landi að Brandsbalarétt sem er rétt fyrir inn- an þorpið Bakkagerði í Borgarfirði. Síðustu 700 metrana er hlaupið á malbiki að fótboltavelli UMFB þar sem hlaupið endar. Drykkjarstöðvar eru á þremur stöðum á leiðinni, eftir 6 km, 12 km og 18 km, þar sem boðið er upp á vatn og orkudrykki. Allir þátttakendur frá þátttöku- pening er þeir koma í mark og verð- laun verða veit fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Sem fyrr segir er það Ungmenna- félag Borgarfjarðar sem heldur Dyrfjallahlaupið en hlaupið fór fyrst fram í fyrra, á 100 ára afmæli félagins. Afar vel tókst til og stefnt er að því að Dyrafjallahlaupið verði árlegur viðburður hér eftir enda um að ræða mjög spennandi utanvega- hlaup. Nánari upplýsingar eru á hlaup.is og ingafanney.com/dyrfjallahlaup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.