Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 47
Sumarhlaup 22. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ VOLCANO TRAIL RUN: Þórsmerkurævintýri hlauparans Varla er til fegurri staður á landinu en Þórsmörk og því er utanvega- og fjallahlaup- ið Volcano Trail Run, sem fram fer í Þórsmörk, stórkostleg upplifun fyrir þá sem njóta þess að hlaupa úti í náttúrunni. Hlaupið fer fram laugar- daginn 15. september og er ræst kl. 13 í skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað. Hlaupið er 12 km langt og er hlaupaleiðin eftirfarandi: Hlaup- inn er svokallaður Tindfjallahringur. Hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk og er hlaupið inn Húsadalinn áleiðis upp Lauga- veginn. Þegar komið er upp úr Húsa- dal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slippugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slippugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal. Allir þátttakendur fá þátttöku- pening að hlaupi loknu og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Brautarverðir verða á völdum stöðum á leiðinni. Stígur er greinileg- ur mestan hluta leiðarinnar og með stikum. Engar drykkjastöðvar verða en vatn rennur í lækjum hér og þar meðfram leiðinni þar sem hægt er að fylla á brúsa. Rútuferðir frá BSÍ Rútur frá Reykjavík Excursions fara til og frá BSÍ á hlaupadag og daginn eftir fyrir þá sem vilja gista í Þórsmörk. Rúturnar stöðva á eftir- töldum stöðum og tímum: n Frá BSÍ kl. 08:00 n Seljalandsfoss kl: 10:40 n Krossá kl. 11:50 n Rúta frá Húsadal kl. 17:00 Nánari upplýsingar um hlaupið eru á hlaup.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.