Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 12
12 22. júní 2018FRÉTTIR Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu hágæða innréttingar, sérsniðnar að þínum óskum og þörfum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! A nders Wiklöf, ríkasti mað- ur Álandseyja var grip- inn af lögreglunni á Maríuhöfn, höfuðstað Álandseyja, við of hraðan akstur á leið sinni á listasýningu. Það er nú ekki frásögu færandi, ef undan er skilin sektarupphæðin sem er í hærri kantinum. Þegar Wiklöf var stöðvaður á Rolls Royce-eðalvagni sínum var hann á 71 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 50 kílómetrar á klukkustund. Löggjöfin á Álandseyjum, sem er hluti af Finnlandi, er á þá leið að hraðasektir eru tekjutengdar og því seildist dómskerfið í digra sjóði Wiklöf. Sektin sem auðkýf- ingurinn var dæmdur til að greiða hljóðar upp á 63.680 evrur eða það sem samsvarar 8 milljónum króna. Þannig vill til að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Anders Wiklöf kemst í kast við lögin og þarf að greiða háa sekt. Árið 2013 var hann tekinn við að keyra á 77 kílómetra hraða á sama vegi og þurfti hann þá að greiða fyrir það brot 95.000 evrur eða það sem samsvarar 12 milljónum króna. Samtals hefur hann því þurft að greiða fyrir þessi tvö akstursbrot sín rúmar 20 milljónir króna á nokkrum árum. Í samtali við Nya Åland sagðist Anders vona að fjármunirnir sem hann þurfti að greiða fyrir brot sín verði notaðir til góðs: „Ég vona að þetta komi að góðum notum hérna í Álandseyj- um, kannski fer þetta í heilbrigð- ismál eða skólamál“. Hefði Anders verið að keyra á vegi hérna á Íslandi hefði sekt hans fyrir bæði brotin verið uppá samtals 70.000 krónur í stað þeirra 20 milljóna króna sem hann þurfti að greiða. n Borgaði 20 milljónir króna í hraðasektir„Ég vona að þetta komi að góðum notum hérna í Álandseyjum, kannski fer þetta í heilbrigðismál eða skólamál. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is var við það að gefa upp vonina þegar kraftaverkið átti sér stað. Nálin í heystakknum fannst. „Ég skráði mig inn á síðu sem heitir MyHeritage.com og setti inn upp- lýsingar um mig. Nokkru síðar var ég svo heppin að fá skilaboð um að bandarísku maður væri lík- lega frændi minn eða hálfbróðir,“ segir Kristín. Hún setti sig í sam- band við manninn og skömmu síðar var hún komin í samband við bróður hans, Jon. „Eitt leiddi af öðru og á endanum fórum við í DNA-próf. Þá kom fram að 99,99% líkur voru á því að Jon væri fað- ir minn,“ segir Kristín. Hún segir að tilfinningin hafi verið afar góð, að leitinni væri loks lokið. „Hann hafði verið í bandaríska hern- um og var um tíma staðsettur í Þýskalandi. Hann hafði síðan ver- ið fluttur yfir til Englands um tíma og þar kynntist hann mömmu minni Þau voru par um tíma en svo skildu leiðir, hann fór aftur til Þýskalands og þaðan til Víetnam en hún fór heim til Íslands. Hann hafði oft leitt hugann að því að hvað hefði orðið um móður mína en kom ekki til hugar að hann hefði getið með henni barn,“ seg- ir Kristín. Hún segist hlakka til að kynn- ast föður sínum og fjölskyldu hans betur á næstu árum. „Ég hef alltaf verið skráð sem Jónsdóttir og því er ágætt að hann heitir líka Jón,“ segir Kristín og hlær dátt. Þarf að fara í mál við Þjóðskrá Henni er þó ekki hlátur í huga varðandi viðskipti sín við Þjóðskrá Íslands. „Ég sendi þeim strax öll gögn til þess að fá það skráð að Jon væri faðir minn og að fæðingar- skírteini mínu, því eina sem ég á, yrði breytt,“ segir Kristín. Þar sem móðir hennar er látin og hún ekki með lögheimili á Íslandi fékk hún þær köldu kveðjur að hún þyrfti að leita sér lögfræðiaðstoðar. „DNA- -prófið frá Englandi dugði eitt og sér til þess að taka Jón af fæðingar- vottorði mínu en núna dugir ekki DNA-próf frá viðurkenndri rann- sóknarstofu og yfirlýsing Jons um að hann sé faðir minn. Ég þarf að fara með málið fyrir dómstóla á Ís- landi og mun væntanlega hljóta af þessu mikinn kostnað. Mér finnst það mjög ósanngjarnt. Það voru íslensk yfirvöld sem rangfeðruðu mig með gölluðu faðernisprófi á sínum tíma. Ég myndi helst vilja fá afsökunarbeiðni vegna þeirra óþæginda og að Þjóðskrá myndi afgreiða umsókn mína hratt og vel,“ segir Kristín. Hún hvetur einnig alla þá sem hafa farið í faðernispróf á þess- um árum til þess að endurskoða málið. „Á þessum árum var not- uð gölluð aðferðafræði til þess að fá úr faðerni skorið. Það gætu því verið margir rangfeðraðir Ís- lendingar vegna þeirra,“ segir Kristín. n „Eitt leiddi af öðru og á endanum fórum við í DNA-próf. Þá kom fram að 99,99% líkur voru á því að Jon væri faðir minn. Kristín ásamt Logan bróður sínum sem hún kynntist á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.