Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 28
28 FÓLK - VIÐTAL 22. júní 2018 nálgun á menntun. Varðandi fram- haldsskólana, þá held ég að það sé ekki einu sinni til námskrá fyrir verknámið. Allt miðar að bóknámi en það er engin stefna varðandi annað.“ Femínisti og jafnréttissinni í víðum skilningi Anna Kolbrún er mikill jafn- réttissinni og hefur gegnt trún- aðarstörfum á því sviði. Í Fram- sóknarflokknum var hún bæði jafnréttisfulltrúi og formaður Landssambands Framsóknar- kvenna. Hún hefur verið formað- ur Jafnréttissjóðs síðan 2016 og á árunum 2013 til 2016 var hún skipaður formaður aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumark- aðsins um launajafnrétti á milli kynjanna. „Við vorum að úthluta úr Jafn- réttissjóði í gær og við höfum ver- ið að reyna að láta hann ganga yfir landið allt svo hann endi ekki eins og fálkaorðan, alltaf í 101 Reykja- vík,“ segir Anna Kolbrún og brosir. Ertu femínisti? „Ef femínisti er jafnréttissinni og ég held að hann sé það, þannig að já ég er femínisti. En ég er líka jafn- réttissinni í þessu víða samhengi, ekki aðeins kynjajafnrétti því það er aðeins hluti af þessu öllu saman. Þarna undir er jafnrétti milli aldurs- hópa, jafnrétti fatlaðra og fleira. Ég held að við séum öll fylgjandi jafn- rétti og enginn sé í raun og veru á móti því. En við þurfum að læra að hugsa um þessa hluti, það er svo- lítil æfing eða þjálfun.“ Í sjö manna þingflokki Mið- flokksins er Anna Kolbrún eina konan en hún segir samstöðuna í þingflokknum hafa verið ákaflega gefandi á liðnum vetri. „Við erum mjög ólík og ég finn að strákarnir kunna svolítið að setja sig saman en þeir eru samt ekki allir á móti mér. En af því að ég er eina konan í flokknum verð ég að vera varamaður í öllum nefndum og ráðum sem ég er ekki í af því að það þarf alltaf að tilnefna bæði karl og konu.“ Anna Kolbrún telur samfélagið allt stefna í rétta átt þegar kemur að jafnréttismálum en þó sé margt sem ennþá er óunnið. Þegar hún er spurð hvar vanti mest upp á nefnir hún þann hóp sem mikið hefur verið í umræðunni undan- farin ár. „Það eru fordómar gegn geð- sjúkum í samfélaginu og aðstæð- ur þeirra til að taka þátt í atvinnu- lífinu eru erfiðar. Þó að við séum með vinnumarkað sem hefur hlut- fallslega mikið af hlutastörfum þá er það ekki nóg því að við þurfum að mæta fólki þar sem það er. Til dæmis þunglyndir sem geta dottið út í ákveðinn tíma. Einnig er ég ekki hrifin af því að það séu til sér- stakir verndaðir vinnustaðir. Hið opinbera á að vinna betur með fyrirtækjum til að koma því fólki víðar að.“ Nú hefur lengi verið talað um málefni geðsjúkra og allir virðast sammála um að aðgerða sé þörf. Af hverju lagast þessi mál ekkert? „Það er svo sorglegt að upp- lifa það að sjá þingsályktun eftir þingsályktun um aukna sálfræði- þjónustu í framhaldsskólum, há- skólum og á fleiri stöðum en einfalda lausnin er að breyta reglugerðum og setja þetta undir hatt Sjúkratrygginga Íslands,“ segir hún ákveðin. „Ég hef verið að beita mér fyr- ir þessu og ekki aðeins eftir að ég kom inn á þing. Áður átti ég til dæmis samtal við Kristján Þór Júl- íusson, þáverandi heilbrigðisráð- herra, um þetta. Það vita allir að það er auðvelt að auka aðgengi fólks að sálfræðingum. En sum- um finnst þetta kosta of mikið og geðsjúkir eru því alltaf látnir mæta afgangi, meira að segja í þessum blessaða nýja spítala við Hring- braut. Þeir eiga að vera áfram í gömlu húsunum sem eru hugsan- lega ónýt.“ Missti vini úr Framsóknarflokknum Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð í formannsslag Framsóknarflokksins á flokks- þingi 2. október árið 2016 og í næstum því ár ríkti ógnarjafnvægi innan flokksins. Þegar boðað var til kosninga í október síðastliðn- um og bæði Sigmundur Davíð og helsti bandamaður hans, Gunn- ar Bragi Sveinsson, fengu mót- framboð í forvali, var ákveðið að kljúfa flokkinn og stofna nýjan, sem varð Miðflokkurinn. Anna Kolbrún var einn af stofnmeðlim- um hans. Hvernig var stemmningin í Framsóknarflokknum fyrir skiln- aðinn? „Hún var ekki góð og það var mikil tortryggni. Ef ég var í hópa- starfi einhvers staðar kom oft ein- hver frá skrifstofunni og passaði upp á hvað væri sagt og gert, og hvernig. Flokkurinn var ekki í lagi og það var eins og það væri ver- ið að passa upp á einhverja gull- kálfa.“ Undanfari Miðflokksins var Framfarafélagið sem Sigmundur stofnaði í maí árið 2017 og Anna Kolbrún var með í því. Samkvæmt henni var ekki ljóst þá að stofn- aður yrði stjórnmálaflokkur út frá því. Var erfitt að skilja við Fram- sóknarflokkinn? „Já og það kom mér á óvart hversu erfitt það var og mér finnst ennþá leitt hvernig fór. Þetta var eins og erfiður skilnaður og við- brögðin eftir því. Þeir sem sátu eftir vildu helst ekki tala við okkur sem fórum yfir í Miðflokkinn og gjáin dýpkaði.“ Misstir þú vini? „Já, ég missti vini. En það er ekki endilega þeirra sök, ég valdi að fara. Í stað þess að fara í rifr- ildi, rökræður og leiðindi þá skildi ég þetta bara eftir og hélt áfram minn veg.“ Það berast fregnir af hita milli Framsóknarmanna og Miðflokks- manna í þinginu. Hvernig upplifir þú þetta? „Það eru hörð orðaskipti milli manna í þingsalnum, til dæm- is varðandi spítalamálið og hús- næðisliðinn í verðtryggingunni. Utan þingsals halda stjórn- arliðarnir mikið saman og eru ekki mikið að tala við okkur.“ Ekkert endilega slæmt að vera í minnihluta Miðflokkurinn hefur nú unnið tvo góða sigra á stuttum tíma og er kominn með öflugan þingflokk og marga sveitarstjórnarfulltrúa út um allt land. Engu að síðu komst flokkurinn aðeins í meirihluta á einum stað, í Árborg. Er fólk hrætt við að vinna með ykkur? „Það getur verið. Kannski af því að við hvikum ekki frá pr- insippunum en við vorum líka með glænýja oddvita á mörgum stöðum og þeir eru ekki endi- lega búnir að læra á hvernig allt virkar. En það er ekkert endilega slæmt að vera í minnihluta því að röddin er komin inn. Miðflokk- urinn er að ná því að verða sett- legur flokkur. Við erum að koma deildum á víðs vegar um landið og uppbyggingin mun halda áfram í haust þegar við komum saman. Mér finnst mikilvægt að þetta fái að taka þann tíma sem þarf, okkur liggur ekki neitt á. Við höfum náð mjög miklum árangri nú þegar.“ Hvaða málum munt þú helst berjast fyrir? „Nú er ég helst að berjast fyr- ir aðgengi að heilbrigðisþjón- ustu, númer 1, 2 og 3. Jafnréttis- málin og menntamálin skipta mig einnig miklu máli en þau eru snúnari vegna samspils milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Anna Kol- brún sem fer keik inn í sumarið. nUmboðsaðilar: l Húsgagnaval - Höfn í Hornafirði I Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Mikið úrval af stillanlegum rúmum „ Í stað þess að fara í rifrildi, rökræð- ur og leiðindi þá skildi ég þetta bara eftir og hélt áfram minn veg. M Y N D H A N N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.