Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 55
TÍMAVÉLIN 5522. júní 2018 geirsgötu 8 / s. 553 1500 Hamingja í hverri skeið Hádegistilboð breytilegt eftir dögum Hálfnakin kynfæri konu í auglýsingu Að hneykslast á bikinímyndum er ekki nýtt af nálinni á Íslandi. Hausið 1983 vakti auglýsing um sólarferðir til Kanaríeyja hörð viðbrögð og kvörtun- um rigndi inn til Jafnréttisráðs vegna hennar. Í auglýsingunni, sem var frá Samvinnuferðum- -Landsýn, Úrval Útsýn og Flug- leiðum, mátti sjá neðri helming konu í bikiníi. Jafnréttisráð ályktaði að auglýsingin varðaði við jafn- réttislög þar sem aðalatriðið í henni væru „hálfnakin kynfæri konu“. Auglýsingin væri því konum til minnkunar og lítils- virðingar. Ráðið gerði ekki athugasemdir við það að birta ljósmyndir af léttklæddu fólki í sólarlandaauglýsingum. „Hins vegar er það ekki sama á hvern hátt það er gert. Fróðlegt væri að gera sér í hugarlund hver viðbrögð fólks yrðu ef sams konar mynd yrði birt af hálf- nöktum kynfærum karls í aug- lýsingu.“ Í júlí árið 1991 komu hing- að til lands harðsvíraðir grjótsmyglarar frá Austurríki, undir fararstjórn jarðfræðidokt- orsins Josefs Mörtl. Ferðuðust þeir hér um í rútu og hjuggu sjaldgæf- an stein sem lögum samkvæmt átti að skila til Náttúrufræðistofnunar. Með þeim í för var þýskur vís- indamaður sem áður hafði smyglað geislasteinum og öðru grjóti úr landi. Það uppgötvaðist þegar greinar eftir hann birtust í erlendum tímaritum. Eftirlitsmaður frá Náttúru- verndarráði fór þegar á eftir hópnum þegar upp komst hvað væri í gangi og fann þá á Patreks- firði með nokkra kassa af grjóti. Krafðist hann þess að grjótinu yrði skilað til Náttúrufræðistofn- unar við litlar vinsældir Austur- ríkismannanna. Ekki hlýddu þeir fyrirmælunum að fullu því að á Ísafirði sáust þeir koma völd- um sýnum úr landi með póst- sendingum. finnsmálin því að þeir sem tengd- ust því máli tengdust einnig Klúbbnum og hafði Geirfinnur sést á tali við einn þeirra á staðn- um. Klúbburinn var stofnaður sem veitingastaður árið 1960 í þriggja hæða skrifstofuhúsi með kjallara. Staðurinn var sérlega íburðarmik- ill og þar var til dæmis vínstúka í austurlenskum stíl og setustofa sem minnti á veiðikofa. Seinna meir þróaðist staðurinn í að vera skemmtistaður með lifandi tón- list, oft á öllum hæðum hússins. Þegar Glaumbær brann árið 1971 tók Klúbburinn við sem vinsælasti skemmtistaður unga fólksins en sami veitingamaður, Sigurbjörn Eiríksson, rak báða staðina. Klúbburinn var líflegur stað- ur en ýmis orðrómur fylgdi hon- um. Talað var um að sprúttsala, eiturlyfjasala og vændi færi þar fram. Oft komu þar upp skraut- legar uppákomur og slagsmál og lögreglan hafði fasta viðveru fyrir utan staðinn. Eftir að staðurinn var tengd- ur við Geirfinnsmálið árið 1976 breyttist ásýnd Klúbbsins. Þetta var ekki lengur heitasti staður unga fólksins heldur varð hann smátt og smátt að skítugri rokk- búllu. Hægt og bítandi dró úr að- sókninni og á níunda áratugnum var stórum hluta staðarins lokað, nafninu var breytt og hét þá Sport- klúbburinn. Laust eftir miðnætti aðfara- nótt mánudagsins 3. febrúar árið 1992 fékk slökkviliðið tilkynningu um að eldur væri laus í Borgartúni 32. Allt tiltækt lið var kallað á stað- inn og var mikill eldur í stigagangi hússins. Fimmtán reykkafarar voru sendir inn, fleiri en nokkru sinni fyrr, og reyndist slökkvi- starf erfitt því að búið var að negla fyrir alla glugga að innanverðu. Um tvöleytið var búið að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu á öllum þremur hæðum hússins. Lögregla taldi að um íkveikju hefði verið að ræða þar sem eldur hafði blossað upp á þremur stöð- um. Einn maður, sem nýlega hafði farið af staðnum, var ákærður en dómarar töldu sök hans ósann- aða. Tunglið Fimmtudagsmorguninn 30. júlí árið 1998 varð einn af stærstu brunum í sögu miðborgarinnar þegar eldur kom upp á skemmti- staðnum Tunglinu við Lækjargötu 2. Öryggisvörður frá Securitas varð eldsins var og var strax farið í að rýma nærliggjandi hús, þar á með- al íbúðarhús. Einn slökkviliðs- maður fékk ofan á sig brennandi bita úr lofti og var þá ákveðið að athafna sig einungis utan frá. Strax lék grunur á að um íkveikju væri að ræða, bæði vegna þess hversu hratt eldurinn breiddist út og vegna þess að tóm- ir bensínbrúsar fundust á staðn- um. Bæði var eldur í kjallaranum og á efstu hæðinni. Enginn var hins vegar ákærður fyrir verknað- inn. Lækjargata 2 hýsti kvikmynda- húsið Nýja Bió frá 1920 til 1987 en þá var skemmtistaðurinn Lækjar- tunglið stofnaður. Síðar var nafn- inu breytt í Tunglið og varð einn heitasti staður borgarinnar. Þar var stundum spilað dúndrandi teknó og kom breska ofursveitin The Prodigy meðal annars þar fram árið 1994. Einnig voru þar haldn- ir rokktónleikar svo sem hinir goð- sagnakenndu (og alls ekki síðustu) lokatónleikar HAM sama ár. Húsið gjöreyðilagðist og var rifið í kjölfarið. Nýtt hús var reist á reitnum sem hýsir nú meðal annars Hard Rock Café og Grill- markaðinn. Pravda Um tvöleytið miðvikudaginn 18. apríl árið 2007 kom upp eldur í húsum við Lækjargötu og Austur- stræti og breiddist hratt út. Eldur- inn er talinn hafa blossað upp út frá loftljósi í upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn en síðan læst klónum í nærliggjandi hús. Tveir veitingastaðir og skemmtistaðurinn Café Rosen- berg skemmdust mikið í brunan- um en mestu skemmdirna urðu á Austurstræti 22 þar sem skemmti- staðurinn Pravda var til húsa. Það hús gjöreyðilagðist og þurfti að rífa það tveimur vikum eftir brunann. Austurstræti 22 var eitt elsta hús borgarinnar, reist árið 1801, og um tíma var þar landsyfir- réttur Íslands. Í húsinu bjuggu einnig frægar persónur úr Íslands- sögunni eins og Jörundur hunda- dagakonungur og Trampe greifi. Í gegnum tíðina hafa verið bæði verslanir og veitingastaðir í hús- inu. Eitt sinn var þar verslun- in Karnabær og síðar skemmti- staðurinn Astró. Árið 2003 var skemmtistaðurinn Pravda opnað- ur í húsinu. Húsið var endurbyggt í upp- runalegum stíl og hýsir í dag veitingahúsið Caruso. Batteríið Einn skammlífasti skemmtistaður Reykjavíkur var Batteríið sem stað- sett var í Hafnarstræti 1 til 3, við hliðina á Fálkahúsinu svokallaða. Vorið 2009 var Batteríið stofnað og var Eyjólfur Kristjánsson tónlist- armaður framkvæmdastjóri þess. Staðurinn var ekki ætlaður fyrir ungmenni heldur var áherslan sett á fólk á fertugsaldri og upp úr. Tæpu ári síðar, þriðjudags- morguninn 23. mars árið 2010, var allt tiltækt lið slökkviliðs kallað út þar sem eldur hafði komið upp í Batteríinu. Slökkvistarf gekk vel en nokkur hætta skapaðist vegna gaskúta sem geymdir voru innan- dyra en það tókst að koma kútun- um út og kæla þá. Bruninn var blóðtaka fyr- ir rokkhljómsveitina Mínus sem höfðu haldið tónleika á staðnum á föstudeginum. Hljóðfærin voru í geymslu á staðnum þegar bruninn varð og skemmdist stór hluti þeirra. Krummi Björgvinsson sagði tjónið ekki aðeins fjárhagslegt heldur tilf- inningalegt líka. Tryggingamál staðarins enduðu fyrir Hæstarétti og var Verði gert að greiða eigendum Batterísins 20 milljónir króna en tryggingafélag- ið hafði gert athugasemdir við um- fang tjónsins. n Smygluðu grjóti með póstinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.