Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 27
FÓLK - VIÐTAL 2722. júní 2018 A lþingi er komið í sumar- frí og Anna Kolbrún Árna- dóttir, áttundi þingmað- ur Norðausturkjördæmis, komin norður á Akureyri í faðm fjölskyldunnar. Fyrsti veturinn er búinn hjá þingmanni sem ekki fór mikið fyrir í ræðupúltinu en var þeim mun duglegri í nefndar- störfum. Anna Kolbrún situr bæði í velferðarnefnd og allsherjar- og menntamálanefnd. Þetta eru mál- in sem hún brennur einna helst fyrir enda er hún menntaður leik- skólakennari og hefur einnig starf- að sem sjúkraliði og þroskaþjálfi. „Þetta er búið að vera mjög kao- tískt,“ segir Anna Kolbrún og hlær. „Að lenda þarna inni, ég var svo mikill kjáni að ég var ekkert endi- lega búin að reikna með þessu þó að ég vildi auðvitað að okkur gengi vel. Atburðarásin var mjög hröð fyrir kosningarnar og ég var á miklum þeytingi út um allt. Síðan kom þessi niðurstaða og ég þurfti að horfa framan í heiminn.“ Hvernig var að koma þarna inn? „Þingið er mjög merkilegt fyr- irbæri og það kom mér á óvart hvað þetta er brjáluð vinna. Ég er í tveimur stórum nefndum með mikilvæga málaflokka þar undir og þarf að setja mig inn í öll mál. Við sitjum nefndarfundi fyrir há- degi og síðan er það þingið eft- ir hádegi nema á föstudögum en þeir eru teknir frá undir önnur fundahöld.“ Þannig að það er ekki rétt að þið fáið löng frí og litla viðveruskyldu? „Ég myndi ekki geta þetta ef við fengjum ekki sumarfrí. En við erum ekkert í eiginlegu fríi allan þennan tíma. Nú gefst tími til að fara yfir alls konar mál sem ég er búin að skipuleggja í hólfum í tölvunni. Í hvert skipti sem ég fer norður ferðast ég um þetta stóra kjördæmi, sem er skemmtilegasti hluti starfsins, en þá situr samt fjölskyldan á hakanum.“ Líkt og margir nýkjörnir lands- byggðarþingmenn dvelur Anna Kolbrún ein í borginni á meðan þingið er að störfum en fjölskyld- an býr ennþá í heimabæ þeirra, Akureyri Hikandi við framboð vegna krabbameins Anna Kolbrún kom inn í þingstörf- in eftir mjög erfiðan kafla í sínu lífi en hún hefur barist við illvígt og sjaldgæft krabbamein undanfar- in sjö ár. Þann 1. apríl árið 2011 lét hún skoða sig á spítala vegna verkja í öndunarfærum og hélt að hún væri með lungnabólgu. „Þá greindist ég með brjóstakrabbamein sem var þannig staðsett að ég gat ekki far- ið í aðgerð og auk þess hafði það dreift sér, bæði í lungun og eitla. Nítján dögum síðar var ég komin í lyfjameðferð.“ Hvernig varð þér við að fá þess- ar fréttir? „Það var rosalegt áfall og ég var einmitt að ferma dóttur mína daginn áður en ég hóf lyfjameðferðina. En svona áfall kemur ekki endilega fram í sálarlífinu strax heldur koma hin andlegu eftirköst oft fram löngu seinna. Ég er enn þá í lyfjameðferð, fór síðast í fyrradag, og er því búin að vera að kljást við þetta í sjö ár.“ Anna Kolbrún er á svokölluð- um líftæknilyfjum sem hafa ekki jafn erfiðar aukaverkanir og lyfin sem hún hefur áður verið á. Í fyrri lyfjameðferðum hefur hún orðið svo veikburða að hún gat varla stigið fram úr rúminu og í þessari löngu baráttu hefur hún veikst mjög alvarlega í tvö skipti. Í annað skiptið var kominn vökvi í kring- um hjartað og hún þurfti að fara til Reykjavíkur í aðgerð. Í hitt skiptið fékk hún miklar bólgur í kringum raddböndin og missti raddstyrk- inn. Anna Kolbrún er hreinskilin og einlæg kjarnakona og hún er furðu brött þegar hún lýsir þessu. „Ég fór í aðgerð til að láta laga hálsinn varanlega. Það er mjög skemmtilegt að segja frá því að ég er með Goretex í hálsinum. Það var sett til að fylla upp í því að annað raddbandið er alveg lamað, ann- að hvort vegna taugaskemmdar eða æxlis. Þessar bólgur hafa verið að hjaðna núna en áhyggjur mín- ar í ræðustól eru þær hvort að fólk sjái að það lekur hor eða eitthvað þannig, af því að maður er alltaf með slímhimnurnar í klessu, það eru alls kyns furðulegar aukaverk- anir af þessu. Sumir missa hárið en það er alls ekki versta aukaverk- unin þegar upp er staðið.“ Varstu hrædd? „Ég var skíthrædd,“ segir Anna Kolbrún án þess að hika. „Alveg ofboðslega hrædd í nokkur skipti. Læknarnir vissu lítið um þetta þar sem það er sjaldgæft að fólk fái þessa tilteknu tegund af krabba- meini, sem kallast HER-2, svona ungt. Þetta er prótín krabbamein en ekki hormóna eins og lang- flestar konur með brjóstakrabba- mein fá. En á móti er ég heppin að þessi líftæknilyf séu til.“ Hefur þetta haft andleg áhrif á þig? „Já, þetta hefur áhrif á sálarlíf- ið. Maður fer í gegnum eigin- legt sorgarferli, afneitun, reiði og allan þann pakka. Síðan kemur að þessari hugsun um að deyja. Verri er samt hugsunin um það hvernig maður sé þegar maður er að deyja. Alls konar hugsanir fara í gegnum kollinn og það er nauðsynlegt að leyfa góðum hugsunum að fá að fljóta með. Verst eru þau áhrif sem þetta hefur á fjölskylduna en ég reyni að vera sterk.“ Hvernig ertu í dag? „Ég er mjög góð í dag og finn ekki neitt. Ég fer reglulega í myndatökur og er búin að panta slíka eftir þrjár vikur. Ég og lækn- irinn minn fylgjumst vel með þessu saman og hann veit að ég get greint hvort einhverjar bólg- ur eða annað sé í gangi. Ég þarf að hlusta á líkamann og vera meðvit- uð um að vera virk. Fara á fætur, fara í bað, vera að gera eitthvað.“ Anna Kolbrún segir að hún hafi hugsað um það hvort hún ætti að taka sæti á lista Miðflokksins í ljósi veikinda sinna og hvort hún ætti að vera svona ofarlega. „Hvað ef ég veikist eftir viku, eða mánuð? En þá var mér sagt að varamaðurinn yrði alltaf til stað- ar ef ég þyrfti frá að víkja. Ég tek daginn eins og hann er og verk- efnið eins og það er.“ Pólitík í ættinni Anna Kolbrún er fædd árið 1970 og að mestu alin upp á Akureyri, eitt þriggja barna hjónanna Árna Friðrikssonar og Gerðar Jóns- dóttur sem ráku verkfræðistof- una Raftákn þar í bæ og með úti- búi í Reykjavík. Síðan þá hefur hún búið á Akureyri ef undan eru skilin sex ár sem hún var í námi í Dan- mörku. Hún segir að æskuheimilið sitt hafi verið ákaflega gott og hún sjálfsagt ágætur krakki, þó hún hafi tekið út sína unglingaveiki eins og svo margir. Var þetta Framsóknarheimili? „Nei. Pabbi var í Framsóknar- flokknum en mamma var lengi vel í Sjálfstæðisflokknum, en hann var virkari á sínum tíma. Það var ekki mikið rætt um stjórnmál í minni æsku og heimilið var alls ekki póli- tískt. En mamma fór síðar, árið 2002, í bæjarpólitíkina fyrir Fram- sóknarflokkinn og var kjörinn full- trúi.“ Móðir Önnu, Gerður, skildi hins vegar við Framsóknarflokk- inn líkt og dóttir hennar í fyrra og sat í heiðurssæti fyrir Miðflokkinn í nýliðnum bæjarstjórnarkosning- um á Akureyri. Sást þú fyrir þér að taka þátt í stjórnmálum? „Ég var skráð í flokkinn, aðal- lega vegna mömmu, en fór ekki að taka virkan þátt fyrr en um það leyti sem flokkurinn var að verða borgaralegur og Sigmund- ur Davíð varð formaður árið 2009. Þá var farið að taka til í lögum og skipulagi flokksins og ég var mjög virk í því starfi.“ Vill smiði í skólana Fram að stjórnmálaþátttökunni starfaði Anna Kolbrún víðs vegar í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Hún tók sjúkraliðaprófið í Verk- menntaskólanum á Akureyri en var á þeim tíma nokkuð stefnu- laus og óákveðin um framtíðina. Hún flutti til Óðinsvéa í Danmörku og starfaði þar sem sjúkraliði og lærði þá leikskólakennarafræði og þroskaþjálfun, mikið til vegna þess að hún vildi komast út úr vaktafyrirkomulaginu sem fylgir sjúkraliðastarfinu og öðrum heil- brigðisstéttum. Í Danmörku starfaði hún á vernduðum vinnustöðum og með fötluðum börnum en flutti síðan aftur heim til Akureyrar og fór að vinna sem þroskaþjálfi í endur- hæfingarstöðinni við Skógarlund og síðar Síðuskóla þar sem hún starfaði með einhverfum börnum. Af hverju valdir þú þennan far- veg? „Það er engin persónuleg tenging þar á bak við. Ég held að það sé þessi jöfnuður, sú hug- myndafræði að allir fái sömu tæki- færi í lífinu. Skóli án aðgreiningar, jöfnuður á milli höfuðborgar og landsbyggðar, á milli kynjanna, það er sama hugsunin á bak við alla þessa hluti. Ég er líka mjög mikil félagsvera og vil láta gott af mér leiða, bæði í starfi og félags- starfi. Auk stjórnmálanna hef ég verið virk í Lions hreyfingunni.“ Þú ert búin að vinna lengi í vel- ferðarkerfinu. Hvernig virkar það fyrir almenning? „Fyrsta hindrunin kemur þegar börn verða sex ára, því að kerfið virðist virka vel fyrir leik- skólaaldurinn. En þegar börnin koma inn í grunnskólana byrjar oft eitthvað bras og það er margt sem spilar þar inn í. Ég veit að allir eru að gera sitt besta en þetta snýr að miklu leyti að samspilinu á milli sveitarfélaga og ríkisins. Það er sí- felldur barningur þar á milli og yf- irleitt snýst hann um peninga.“ Er hægt að leysa vandamál grunnskólanna með auknu fjár- magni? „Auðvitað snýst þetta að ein- hverju leyti um peninga en það er ekki nóg. Mér finnst vanta faglegan stuðning við kennarana í grunn- skólunum. Þegar við erum að láta skólana undirbúa börnin fyrir sam- félagið eiga þeir sjálfir að endur- spegla það. Okkur vantar fulltrúa fleiri stétta inn í skólana og ekki endilega umönnunarstéttir, eins og þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa, heldur allt eins tæknifólk þar sem við erum jú á leiðinni inn í tæknibyltingu. Kannski er ég brött að segja það en skólarnir eiga að vera menntastofn- anir en í dag eru þeir orðnir að uppeldisstofnunum. Kennararn- ir kunna allir að föndra úr rusli af því að það kostar engan pening en mér finnst kominn tími til að setja smiði inn í skólana. Krakkar geta lært stærðfræði með því að smíða kofa, eða með því að búa til mat. Við hugsum alltaf í kössum og mér finnst að við mættum fá aðra „Svona áfall kemur ekki endilega fram í sálarlífinu strax“ Miðflokkurinn er ekki orðinn eins árs gamall en hefur engu að síður unnið tvo góða kosningasigra. Ein þeirra sem stendur í fremstu víglínu flokksins er Anna Kolbrún Árnadóttir, en hún var kjörin á Alþingi í haust. Kristinn hjá DV ræddi við Önnu um jafnréttismálin sem eru henni svo kær, erfiðan skilnað við Framsóknarflokkinn og baráttuna við illvíga og sjaldgæfa tegund af krabbameini. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Það eru fordómar gegn geðsjúkum í samfélaginu og aðstæð- ur þeirra til að taka þátt í atvinnulífinu eru erfiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.