Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 38
22. júní 2018KYNNINGARBLAÐSumarhlaup
Hreppslaugarhlaup-ið verður haldið fimmtudaginn
28. júní við Hreppslaug
í Skorradal og hefst
kl. 18. Að hlaupi loknu
er keppendum boðið í
sund í hinni gömlu og
margrómuðu Hrepps-
laug en hún er næstelsta
steinsteypta 25 metra
laugin á landinu, vígð
árið 1928. Hrepps-
laug er nú friðlýst af
Minjastofnun, „á grund-
velli staðbundins menn-
ingarsögulegs gildis og
fágætis“, eins og segir
í umsögn Minjastofn-
unar. Heitt vatn rennur sífellt í
laugina úr nærliggjandi upp-
sprettum.
Hlaupnar eru þrjár
vegalengdir í Hrepps-
laugarhlaupinu, 3 km, 7 km
og 14,2 km. Drykkjarstöð er í
lengsta hlaupinu. Hámarksfjöldi
hlaupara er 100 og verður lokað
fyrir skráningar þegar sá fjöldi
næst. Því er vissara að skrá sig
tímanlega á hlaup.is.
Þátttaka í Hrepps-
laugarhlaupinu þykir heillandi upp-
lifun, annars vegar vegna hinnar
miklu náttúrufegurðar sem hvarvetna
blasir við hlaupurum og hins vegar
vegna Hreppslaugarinnar en einstakt
er að hvíla lúin bein í lauginni að
hlaupi loknu. Hægt er að kaupa
súpu og heitar samlokur að
hlaupi loknu.
Ungmennafélagið Íslendingur
stendur að Hreppslaugarhlaupinu
og rekstri Hreppslaugar. Þetta er
fámennt félag með um 200 félags-
menn og byggir reksturinn á þrot-
lausri sjálfboðavinnu.
Nánari upplýsingar um hlaupið
og skráning eru á hlaup.is. Einnig er
hægt að senda fyrirspurnir á
netfangið runa@aknet.is.
Kort af hlaupaleiðum eru á
www.facebook.com/hreppslaug.
HREPPSLAUGARHLAUPIÐ:
Upplifun í náttúrufegurð
og einni elstu laug landsins
BLÁSKÓGASKOKK HSK:
Eitt elsta hlaup landsins
Bláskógaskokkið er áreiðanlega með elstu hlaupum landsins því það hefur verið haldið árlega
allar götur frá árinu 1972. Á þeim
tíma var skokk ekki sú almenningsiðja
sem það er í dag en fyrsta Bláskóga-
hlaupið vakti mikla athygli og tóku yfir
300 manns þátt í því.
Skipuleggjandi hlaupsins í dag,
Ingvar Garðarsson, tók þátt í einu
af fyrstu hlaupunum þá unglingur
að aldri. Hann segir að í allra fyrsta
hlaupinu hafi margir skokkað hægt
eða gengið með.
Bláskógaskokkið fer að þessu sinni
fram laugardaginn 23. júní og verður
ræst kl. 11. Hlaupið hefst við Gjá-
bakkaveg, sem er gamli þjóðvegurinn,
austan Þingvallvatns. Hlaupið er eftir
gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns
og komið í mark hjá heilsulindinni
Fontana við Laugarvatn.
Keppendur þurfa að mæta við
Fontana á Laugarvatni þar sem þeir
geta skráð sig, staðfest forskráningu,
sem er á hlaup.is og fengið afhent
keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppn-
isdag. Hlaupurum er síðan boðið
í heilsulindina Fontana að hlaupi
loknu. Sérstök athygli er vakin á því
að Fontana ætlar að bjóða hlaupur-
um frítt inn að hlaupi loknu. Almennt
gjald á mann í Fontana er 3.800 kr.
Hlauparar eru því að fá talsvert fyrir
2.000 kr. þátttökugjald.
Vegalengdin er nákvæmlega 10
mílur eða 16,09 km. „Þetta er nokkuð
hæðótt leið og er mestmegnis á möl.
Mörgum þykir mikill kostur að það er
engin bílaumferð eftir veginum,“ segir
Ingvar sem þarf að eyða púðrinu í að
skipuleggja hlaupið og getur ekki tekið
þátt en hann hefur oft hlaupið þessa
leið.
Hlaupaleiðin þykir skemmtileg
og falleg enda um að ræða eitt af
fallegri svæðum landsins. Að sögn
Ingvars eru töluvert færri þátttak-
endur í Bláskógaskokkinu núorðið
en voru fyrstu árin og má búast við
a.m.k. 40 keppendum að þessu sinni.
Aldursdreifingin er hins vegar mikil,
alveg niður í unglinga og upp í eldri
borgara.
Sjá nánar á hlaup.is.