Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 66
66 FÓLK 22. júní 2018 ERT ÞÚ AÐ SMÍÐA PALL ? Pallinn upp á einfaldari hátt með jarðvegsskrúfum Þórhallur vs. Sonja: Hvort klæðir það betur? Við höfum líklega flest séð greinar þar sem bornar eru saman tvær myndir, tveir einstaklingar í sama/svipuðum fatnaði og spurt: Hvora/hvorn klæddi það betur? Þetta er algengt með til dæmis frægar söng- eða leikkonur sem voga sér að láta sjá sig á almannafæri í eins kjól og einhver samkeppnisdívan. Vinur uppistandarans Þórhalls Þórhallssonar ákvað að bregða á leik á Instagramsíðu sinni og setti saman mynd af Þórhalli og Sonju Valdin fyrrverandi söngkonu Áttunnar og nú er spurningin: Hvort klæðir það betur? „Nýjasta Instagram rassamódel Íslands er thorhallur83,“ segir Þór- hallur í gríni um mynd vinarins. Miðjumaður íslenska landsliðsins, Rúrik Gíslason, hefur heill- að heimsbyggðina, þó kannski aðallega kvenpeninginn, enda einstaklega myndarleg- ur maður. Fylgjendum hans á Instagram hefur fjölgað gríðar- lega síðan HM byrjaði. Fyr- ir leik Íslands gegn Argentínu voru þeir aðeins 30 þúsund. Þegar þetta er skrifað 4 dög- um síðar eru fylgjendur Rúriks orðnir 705 þúsund og fer bara fjölgandi. Á Coolbet.com má meira að segja veðja á hvort að fylgjendur fara yfir 1 milljón áður en mótið er úti. Til gamans má geta þess að forsíðumynd Rúriks á Instagram tók enginn ann- ar en ljósmyndari DV, Hanna Andrésdóttir, en myndina tók hún á Laugardalsvelli á æf- ingu sem opin var fyrir fjöl- miðla til viðtals og myndatöku þann 24. maí síðastliðinn. Sálfræðingur í vafasömum viðskiptum í bílastæðahúsi Elsa Bára Traustadóttir sál-fræðingur skrifaði skemmti-lega færslu á Facebook- síðu sína fyrr í vikunni: „Skrapp að sinna erindi í hádeginu og þegar ég kom í bílastæðahús var ég að vandræðast með að finna greiðsluvél og spurði næsta mann sem ég sá hvar hún væri. Sá hinn sami heilsaði mér inni- lega og sagði: „Djöfull er ég glað- ur að sjá þig, ég skulda þér alltaf 10.000 kall!“ um leið og hann rétti mér skælbrosandi pen- inginn sem hann hélt á. Með því skemmtilegra sem ég hef lent í á förnum vegi í bílastæðahúsum.“ Nokkrir vina Elsu Báru föl- uðust að sjálfsögðu eftir upp- lýsingum um hvar þetta bíla- stæðahús væri að finna, með von um að fá óuppgerðar skuld- ir greiddar þar. „Kona à miðjum aldri þigg- ur greiðslu frà manni à förn- um vegi,“ lagði einn vinur Elsu Báru til sem fyrirsögn. Þegar blaðamaður DV sagðist vel geta orðið við því lagði Elsa Bára sjálf til fyrirsögnina og botnaði með „alveg á pari við klósettskandal George Michael hér um árið – miðað við höfðatölu!“. Úr FIFA dómarasætinu í forsetastól Sigurður Óli Þorleifs-son, sölustjóri hjá Ísfell og knattspyrnudómari, hætti fyr- ir þremur árum sem sérhæfður að- stoðardómari FIFA. Síðastliðinn miðvikudag, 20. júní, settist hann hins vegar í fyrsta sinn á forsetastól, sem forseti Bæjarstjórnar Grinda- víkur, en þá var fyrsti fundur nýrr- ar bæjarstjórnar haldinn. Sigurður Óli var oddviti Framsóknarfélags Grindavíkur í nýafstöðnum sveitar- stjórnarkosningum og mun örugg- lega láta til sín taka með glæsibrag á nýjum leikvelli. Ísdrottningin breytir um útlit Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona mætti til Sofiu í Búlgaríu ásamt dóttur sinni, Viktoríu Rán, miðvikudaginn 20. júní. Póst-uðu þær mæðgur myndum af sér á Facebook þar sem báðar eru komnar með bleikt hár, auk þess sem Ásdís Rán er sjálf klædd í bleikt. Skrifuðu nokkrir aðdáendur ísdrottningarnar athugasemdir við myndina og báðu hana um að halda í ljósa hárið. Líklegt er hins vegar að um filter á Instagram sé að ræða, enda þarf að finna sér eitt- hvað til að drepa tímann við á 15 klst. ferðalagi. Fregnir af fræga fólkinu Ljósmyndari DV á forsíðumynd frægasta manns Íslands á Instagram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.