Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 56
56 MENNING 22. júní 2018 Jóhann keyrði aftan á bíl og tognaði á hálsi. Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur. Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar. Ísland í sjónvarpi og kvik- myndum n Öllu tjaldað til í nafni leyndar við tökur á síðustu seríu Game of Thrones N ú ríkir heljarinnar leynd yfir nýjustu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones, en heimild- ir DV herma að tökulið sé statt á Íslandi um þessar mundir og hafi lagt undir sig Þingvelli. „Lög- reglumótorhjól loka stóru svæði og tökuliðið hefur hent upp stóru, svörtu tjaldi yfir gjánna við Þing- vallaveg. Það var rosalega mikið af krúi þarna og þeir voru að færa snjó af fjallinu inn í gjána til þess að skreyta leikmyndina. Þetta lið mætir hingað árlega og yfirleitt er ekki eins mikil leynd, en nú er bókstaflega búið að tjalda öllu til og enginn fær að vita neitt,“ segir ónefnd heimildarmanneskja sem varð vitni að tökunum. Það hefur ekki leynt sér að stór- ir kvikmynda- og sjónvarpsfram- leiðendur eru duglegir að slást um náttúruumhverfi Íslands og mæt- ir hingað ár hvert hver risafram- leiðslan á fætur annarri. Á undan- förnum árum hefur verið aldeilis blómstrandi tíð í flakki framleið- enda og tökuliða til þess að festa íslenskt landslag á filmu. Þá þýð- ir ekki annað en að skoða aðeins hvað annað hefur brugðið fyrir á klakanum góða síðustu árin. n Eyðilönd, framandi plánetur og Afghanistan: Allt tómt Kvikmyndin Bokeh frá 2017 er mörgum ókunn, en í þeirri mynd njóta tvær ungar stjörnur samverunnar á eyði- legu Íslandi. Með aðalhlut- verkin fara Maika Monroe og Matt O’Leary og segir myndin frá bandarísku pari sem ákveður að fara til Íslands í frí. Skömmu eftir komu hingað bendir allt til þess að annað fólk sé horfið af yfir- borði jarðar. Reykjavíkurborg fær þarna að njóta sín ásamt Bláa lóninu og fleiri stöðum, þó raunsæi virðist ekki alveg stemma við draumakennda andrúmsloftið, sérstaklega þegar engisprettur fara að láta í sér heyra. Dystópía og sambandsslit Aldeilis fór lítið fyrir stórmyndinni Oblivion við frumsýningu og má segja að heildarað- sókn hafi ekki mætt væntingum aðstand- enda. Fram að þessari framtíðar-dystópíu- mynd með Tom Cruise hafði engin erlend kvikmynd nýtt sér landslag Íslands í jafnstóru burðarhlutverki. Tökur stóðu yfir í júní 2012 og var mest megnis tekið upp á tveimur stöðum, annars vegar við fjallgarðinn Jarlhettur við Eystri Hagafells- jökul í Langjökli, og hins vegar við gíginn Hrossaborg á Mývatnsöræfum. Tökurnar voru þó að öllum líkindum ógleymanlegar fyrir aðalleikarann sjálfan enda þótti það vera sögulegt slúður þegar fyrrverandi eig- inkona hans, Katie Holmes, skildi við hann á meðan á tökum stóð. Síðasta myndin sem náðist af fyrrum stjörnuparinu var við Laugaveginn þetta sumar. Svartur spegill og lestarteinar Hin stórvinsæla sjónvarpsþátta- sería Black Mirror gaf út heilan þátt – Crocodile að nafni – sem var allur tekinn upp á Íslandi. Umhverfið leyndi sér ekki og fékk bæði höfuðborgin og lands- byggðin að njóta sín til fulls. Hins vegar hefur ímyndaði hliðstæðu- heimur Black Mirror eitthvað rænt Íslandi frá rótum sínum og einkennum, þar sem götuheitin voru öll erlend og vísuðu öll merki á að hér væri um spegil- mynd að ræða, en samkvæmt þessum þætti eru lestarbrautir daglegt brauð í umhverfinu. Umdeilt verk Íslandsvinar Fjölmargir Íslendingar komu að gerð kvikmyndarinnar Noah um sumarið 2012. Biblíuepík leikstjórans Darren Aronofsky var svo sannarlega ekki allra, en í forgrunni sást hreinræktuð náttúra Íslands í allri sinni dýrð. Tökur áttu sér stað á Djúpavatnsleið, við Sandvíkurklof, Lamb- hagatjörn, Sandvík, Raufarhólshelli, Mývatn, Hamra- garðaheiði, í Svartaskógi og fleiri stöðum. Fer því ekki á milli mála að Aronofsky er sannur Íslandsvinur í orðsins fyllstu merkingu. Þess má einnig geta að Russell Crowe varð háður íslenska skyrinu á meðan á tökum stóð. Khal Drogo talar bjagaða íslensku Hingað til er ofurhetjusamkoman Justice League dýrasta framleiðsla sem hefur nokkurn tímann sent tökulið til Íslands. Hins vegar var þetta ekki í fyrsta skiptið sem kvikmynd með Leðurblökumann- inum var tekin upp hér á landi, nema jú, þetta er fyrsta skiptið sem öllum feluleik eða blekkingum er sleppt og landið fær að njóta sín eins og það er. Til að innsigla heiðurinn sést Bruce Wayne (Ben Affleck) heilsa upp á Aquaman (Jason Momoa) á Djúpavík. Ingvar E. Sigurðsson dúkkar þarna upp sem grafalvarlegur bæjarstjóri og reynir meira að segja Vatnsmennið eftir bestu getu að spreyta sig í íslensku tungunni, með afleitum árangri. Íslenskum statistum virtist þó vera skemmt í ljósi hlátursskröltsins sem heyrðist í framhaldi af háfleygum íslenskufrasa hetjunnar. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.