Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 24
24 FÓLK 22. júní 2018 Er þitt fyrirtæki tilbúið fyrir GDPR? Skoðaðu málið á Dattacalabs.com Stjórnarandstaða Jákvæðasti þingmaðurinn Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, er jákvæðasti þingmaður stjórnarandstöðunnar. Í 708 atkvæðagreiðsl- um hefur hún 607 sinnum samþykkt tillöguna eða í 86% tilvika. Aðrir mjög jákvæðir þingmenn stjórnarandstöð- unnar eru Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins, sem hafa 592 og 587 sinnum veitt samþykki sitt sem og Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, sem hefur 591 sinni sagt „já“. Sá sem hefur sjaldnas sagt „já“, af þeim sem hafa átt að mæta í allar atkvæða- greiðslur, er Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem hefur kosið jákvætt í 409 skipti eða í 58% tilvika. Neikvæðasti þingmaðurinn Sá þingmaður sem er oftast á móti tillögum kollega sinna, að minnsta kosti hlutfalls- lega, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð hefur í 39 skipti þrýst á „nei“-hnappinn í þeim 548 atkvæðagreiðslum sem hann hefur tekið þátt í. Það þýðir að hann hefur svarað neitandi í 7,1% tilvika. Næstur í röð- inni er vopnabróðir hans, Bergþór Ólason, sem hefur 39 sinnum kosið á móti málum í alls 626 atkvæðagreiðslum. Það er hlutfall uppá 6,2%. Greiddu ekki atkvæði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sat oftast hjá í atkvæðagreiðslum eða í 15,3% tilvika. Alls sat Jón Þór hjá í 108 atkvæða- greiðslum í þeim 708 sem hann átti rétt á að kjósa í. Þessi afstaða virðist hafa verið rík meðal þingmanna Pírata því Þórhildur Sunna (13,7%) og Björn Leví (12,6%) voru skammt á eftir Jóni Þóri. Skróparinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sá þingmaður stjórnar- andstöðunnar sem missti af flestum atkvæðagreiðslunum, alls 394 af 708. Það þýðir að þingmaðurinn mætti aðeins í 44% af atkvæðagreiðslum Alþingis. Þorgerður Katrín tilkynnti fjarvistir fyrirfram í 174 skipti en í 220 skipti lét hún starfsmenn Alþingis ekki vita. Fyrirmyndar þingmaðurinn sem mætti alltaf Björn Leví Gunnars- son, þingmaður Pírata, var eini þingmaðurinn sem aldrei boðaði forföll eða skrópaði í atkvæða- greiðslum á Alþingi. Ríkisstjórnin Jákvæðasti þingmaðurinn Willum Þór Þórsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, var jákvæðasti þingmaður ríkisstjórnarinnar. Alls samþykkti Willum, væntanlega með bros á vör, 627 tillögur af 708 mögulegum. Skammt undan voru gleðigjafarnir Bjarkey Olsen og Steingrím- ur J. Sigfússon með 626 og 623 jákvæð atkvæði. Neikvæðasti þingmaðurinn Eðli málsins samkvæmt stóð ríkisstjórnin þétt saman í mikilvæg- ustu atkvæða- greiðslunum. Þess vegna var heill hópur þingmanna sem greiddi 77 sinnum „nei“-at- kvæði. Það sem sker úr um sigurvegarann var sú staðreynd að Páll Magnússon samþykkti fæst málin, aðeins 551, og því er hann útnefndur neikvæðasti þingmaðurinn. Missti af flestum at- kvæðagreiðslunum Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var sá meðlimur rík- isstjórnarinnar sem missti af flestum atkvæðagreiðslum. Alls mætti Sigríður ekki í 275 atkvæða- greiðslur af 708. Þar með mætti ráðherrann aðeins í 61% af atkvæðagreiðslum Alþingis. A lþingismenn eru komn- ir í sumarfrí og það eina sem huggar þjóðina er eitthvað knattspyrnumót í Rússlandi. Á heimasíðu Alþing- is má nálgast atkvæðaskrá þing- manna frá því að þingið tók til starfa undir lok síðasta árs og þangað til sumarfríið skall á. Þar má sjá hvernig atkvæði þing- manna féllu, hvort þeir sátu hjá eða hreinlega skrópuðu í at- kvæðagreiðsluna. Alls voru at- kvæði greidd í 708 málum og gekk yfirgnæfandi meirihluti þeirra í gegn. Hafa ber í hug að margar tillögurnar eru í raun ein- föld smáatriði sem renna í gegn en síðan er það í stóru málun- um sem ríkisstjórnin fylkir iðu- lega saman liði og knýr vilja sinn í gegn. Þá er dýrt að vera fjarver- andi við afgreiðslu fjárlaga því ógrynni atkvæðagreiðslna er í kringum þá vinnu og því hlaðast inn fjarvistir í atkvæðaskrá þing- manna. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Atkvæðaskrá þingmanna Willum jákvæðastur og Þorgerður skrópaði mest

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.