Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 46
 22. júní 2018KYNNINGARBLAÐSumarhlaup SÚLUR VERTICAL: Besta utanvegahlaupið 2017 Utanvegahlaupið Súlur Vertical mun loka hlaupasumrinu í ár og raunar fer hlaupið fram í haust. Var því frestað frá 25. ágúst til 13. október. Því er óhætt að kalla hlaupið glæsilegan endapunkt hlaupasumarsins enda völdu lesend- ur hlaup.is Súlur Vertical besta utan- vegahlaupið árið 2017. Tvær vegalengdir eru í boði, sú lengri er 28 km með um 1.400 m hækkun upp fjallið Súlur, sem er bæj- arfjall Akureyrar. Styttri vegalengdin er 18 km með 450 m hækkun og þá er ekki farið upp fjallið. Súlur Vertical gefur ITRA stig og 2 punkta og hefur fengið vottunina „Qualifying race 2018“. Heimsfrægur þátttakandi Í ár mun Hayden Hawks mæta til leiks í Súlur Vertical. Það er mikill heiður að fá Hayden í þetta hlaup því hann er einn besti ofurhlaupari heims (hlauparar sem hlaupa lengra en maraþon) og er nr. 4 á alheimslista ITRA. Fyrir utan að vera einn besti ofurhlaupari heims þá á hann tím- ann 28.53 í 10 km á braut og 13.51 í 5.000 m brautarhlaupi. Hann vann CCC í fyrra með yfirburðum en það er mjög sterkt hlaup hringinn í kringum Mont Blanc, alls 101 km með 6.100 m hækkun. Í ár er hann skráður í UTMB sem er 171 km hlaup með 10.300 m hækkun í kringum Mont Blanc þannig að hér er á ferðinni einn sá allra besti. Hlaupaleiðin Hlaupið hefst á tjaldstæðinu á Hömrum, þaðan er farið í Kjarna og svo sem leið liggur upp í Gamla. Frá skálanum Gamla er hlaupið upp í Fálkafell og síðan að Súlubílastæði. Frá Súlubílastæði er hlaupið upp stikuðu gönguleiðina upp á topp Ytri-Súlu (að 1.170 m hárri vörðu); þar er snúningspunktur og sama leið síðan hlaupin til baka niður á bíla- stæði. Frá Súlubílastæði er stysta leið hlaupin niður að MS og þaðan er göngustígunum fylgt því sem næst meðfram Glerá og sem leið liggur niður í miðbæ Akureyrar. Kort er af hlaupaleiðinni á hlaup.is. Hlaupaleiðin er virkilega skemmti- leg, mismunandi undirlag er á leiðinni, s.s. moldarstígar, mýri, klappir, snjór, urð og grjót. Útsýnið á leiðinni er ægifagurt þar sem Akureyri, Glerár- dalurinn og Eyjafjörðurinn skarta sínu fegursta. Það má enginn hlaupari láta þetta spennandi hlaup fram hjá sér fara. Nú er bara taka 13. október frá og skrá sig í Súlur Vertical, opnað verður fyrir skráningar á næstu dögum á hlaup.is. Sjá nánar um Súlur Vertical á hlaup.is og runningiceland.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.