Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Síða 46
 22. júní 2018KYNNINGARBLAÐSumarhlaup SÚLUR VERTICAL: Besta utanvegahlaupið 2017 Utanvegahlaupið Súlur Vertical mun loka hlaupasumrinu í ár og raunar fer hlaupið fram í haust. Var því frestað frá 25. ágúst til 13. október. Því er óhætt að kalla hlaupið glæsilegan endapunkt hlaupasumarsins enda völdu lesend- ur hlaup.is Súlur Vertical besta utan- vegahlaupið árið 2017. Tvær vegalengdir eru í boði, sú lengri er 28 km með um 1.400 m hækkun upp fjallið Súlur, sem er bæj- arfjall Akureyrar. Styttri vegalengdin er 18 km með 450 m hækkun og þá er ekki farið upp fjallið. Súlur Vertical gefur ITRA stig og 2 punkta og hefur fengið vottunina „Qualifying race 2018“. Heimsfrægur þátttakandi Í ár mun Hayden Hawks mæta til leiks í Súlur Vertical. Það er mikill heiður að fá Hayden í þetta hlaup því hann er einn besti ofurhlaupari heims (hlauparar sem hlaupa lengra en maraþon) og er nr. 4 á alheimslista ITRA. Fyrir utan að vera einn besti ofurhlaupari heims þá á hann tím- ann 28.53 í 10 km á braut og 13.51 í 5.000 m brautarhlaupi. Hann vann CCC í fyrra með yfirburðum en það er mjög sterkt hlaup hringinn í kringum Mont Blanc, alls 101 km með 6.100 m hækkun. Í ár er hann skráður í UTMB sem er 171 km hlaup með 10.300 m hækkun í kringum Mont Blanc þannig að hér er á ferðinni einn sá allra besti. Hlaupaleiðin Hlaupið hefst á tjaldstæðinu á Hömrum, þaðan er farið í Kjarna og svo sem leið liggur upp í Gamla. Frá skálanum Gamla er hlaupið upp í Fálkafell og síðan að Súlubílastæði. Frá Súlubílastæði er hlaupið upp stikuðu gönguleiðina upp á topp Ytri-Súlu (að 1.170 m hárri vörðu); þar er snúningspunktur og sama leið síðan hlaupin til baka niður á bíla- stæði. Frá Súlubílastæði er stysta leið hlaupin niður að MS og þaðan er göngustígunum fylgt því sem næst meðfram Glerá og sem leið liggur niður í miðbæ Akureyrar. Kort er af hlaupaleiðinni á hlaup.is. Hlaupaleiðin er virkilega skemmti- leg, mismunandi undirlag er á leiðinni, s.s. moldarstígar, mýri, klappir, snjór, urð og grjót. Útsýnið á leiðinni er ægifagurt þar sem Akureyri, Glerár- dalurinn og Eyjafjörðurinn skarta sínu fegursta. Það má enginn hlaupari láta þetta spennandi hlaup fram hjá sér fara. Nú er bara taka 13. október frá og skrá sig í Súlur Vertical, opnað verður fyrir skráningar á næstu dögum á hlaup.is. Sjá nánar um Súlur Vertical á hlaup.is og runningiceland.com.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.