Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 2
2 22. júní 2018FRÉTTIR Á þessum degi, 22. júní 1633 – Kaþólska kirkjan neyðir Galileo Galilei til þess að draga tilbaka yfirlýs- ingu sína um að sólin væri miðpunktur alheimsins en ekki jörðin. 1783 – Eitruð aska frá eldgosi í Laka- gígum berst til Le Havre í Frakklandi. 1911 – Georg V. er útnefndur konungur Bretlands. 1941 – Þjóðverjar hefja innrás sína inn í Sovétríkin. 1986 – Diego Maradona skorar umdeilt mark gegn Englandi á HM sem kallað er „hönd guðs“. sem gætu tekið við af Gylfa Gylfi Arnbjörnsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti Alþýðusambands Íslands. Nú er tækifæri fyrir fólk úr röðum VR, Eflingar og Sósíalistaflokks Íslands, sem og fyrrverandi stjórn- málamenn, til að láta ljós sitt skína. Af því tilefni tók DV saman lista yfir fimm einstaklinga sem gætu tekið við af Gylfa sem forseti ASÍ. Ögmundur Jónasson Fyrrverandi ráðherra og formaður BSRB. Telur sig vera mann fólksins. Drífa Snædal Framkvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins, sagði sig úr Vinstri grænum vegna stjórnarsamstarfsins. Gunnar Smári Egilsson Heilinn að baki Sósía- listaflokki Íslands. Yrði versta martröð Sam- taka atvinnulífsins. Össur Skarphéðinsson Annar fyrrverandi ráðherra sem vill ekki hverfa úr sviðsljósinu. Magdalena Kwiatkowska Frambjóðandi til borgarstjórnar fyrir Sósíalista og gjaldkeri Eflingar. Einmitt, eins og venjuleg afgreiðslu- kona fengi að verða forseti ASÍ! E inn af hápunktum Listahá- tíðar Reykjavíkur var sýn- ingin New Worlds með stórstjörnuna Bill Murray í aðalhlutverki. Alls voru tvær sýningar á verkinu sýndar í Eld- borgarsal Hörpu um síðustu helgi. Í verkinu tók Murray hönd- um saman við þrjá heimsþekkta hljóðfæraleikara og því var um að ræða skemmtilega blöndu af sí- gildri tónlist, úrvals bókmennta- textum og sönglögum í flutningi fjórmenninganna. Sýningin féll vel í kramið hjá áhorfendum og að sjálfsögðu vann Murray hug og hjörtu þeirra. En það var ekki síður utan tón- listarhallarinnar sem Murray sló í gegn. Hann setti mikinn svip á borgarlífið þessa daga sem hann dvaldi í Reykjavík og hafa blaða- menn DV heyrt allnokkrar sögur af kappanum. Þannig átti Murray að mæta í hóf á Bessastöðum hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á þjóðhátíðardaginn. Hófið var til heiðurs þeim listamönnum sem tóku þátt í Listahátíðinni en óum- deilanlega var Hollywood-stjarn- an aðalgesturinn. Það fór þó ekki svo að Murray nyti gestrisni forset- ans því stjarnan missti af boðinu. Kona ein rakst á leikarann va- frandi um Arnarhól. Murray heils- aði konunni kumpánlega og spurði hvar forseti Íslands byggi eiginlega því hann ætti að heimsækja hann kl. 18.00. Konan benti stórleikar- anum þá á að forsetinn ætti heima á Álftanesi, þangað væri talsvert ferðalag og það væri slæmt í ljósi þess að aðeins væru fimm mínútur til stefnu. Murray leit þá á klukk- una, yppti öxlum og sagði: „Þá næ ég því ekki. Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“ Þá vakti hressileg innkoma Murray einnig athygli á skemmti- staðnum Pablo Discobar á föstu- dagskvöldið. Stórleikarinn var í góðum gír þegar hann gekk í gegn- um troðfullt dansgólfið og að bar- borði skemmtistaðarins þar sem hann keypti drykk handa sér og meðreiðarsveinum sínum. Þá gekk upp að honum ungur mað- ur og gerði sig líklegan til þess að heilsa upp á kempuna. Murray horfði vinalega á hann og mælti: „Mig langar ekki til þess að eiga samtal.“ Hrökkaðlist þá ungi mað- urinn í burtu og fékk Murray að vera algjörlega í friði við barinn þar til að hann gekk út í nóttina. Murray var öllu hressari eft- ir sýninguna á laugardeginum í Hörpunni. Þá kom hann inn í bún- ingsherbergi sitt og hitti þar Ragn- heiði J. Sverrisdóttur, starfsmann tónlistarhússins, sem var að gæta þess að stjarnan hefði allt til alls. Að sögn Ragnheiðar, sem ætíð er kölluð Jonna, heilsaði stjarnan kumpánlega upp á hana. „Hæ, ég heiti Bill, hvað heitir þú?“ sagði leikarinn brosandi. Ragnheiður kynnti sig sem Jonnu og svaraði Murray því með orðunum „Aha, það er millinafnið mitt.“ Þau grín- uðust síðan enn meira með nafn Ragnheiðar sem Murray þótti frekar óþjált. Að endingu þakk- aði hann henni kærlega fyrir að hugsa um herbergið og lét serví- ettu sem var krumpuð í eins konar bolta detta í hönd Jonnu. Hún hélt að þetta væri rusl og var við það að henda pappírnum þegar hún áttaði sig á því að um 5.000 króna peningaseðil var að ræða. „Þetta var skrýtin en skemmtileg uppá- koma,“ segir Jonna. n Bill Murray missti af veislu á Bessastöðum n Villuráfandi um Arnarhól n Lék á alls oddi í Hörpu „Murray heilsaði konunni kumpánlega og spurði hvar forseti Íslands byggi eiginlega því hann ætti að heimsækja hann kl. 18.00. Konan benti stór- leikaranum þá á að forsetinn ætti heima á Álftanesi, þangað væri talsvert ferðalag og það væri slæmt í ljósi þess að aðeins væru fimm mínútur til stefnu. Hollywood- leikarinn Bill Murray heillaði Ragnheiði Sverrisdóttur upp úr skónum með kímnigáfu og vinalegri framkomu. Íþróttafrétta- maðurinn og rithöfundurinn Mikið mæðir á íþróttafrétta- mönnum landsins á með- an Heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur yfir. Reyndar vorkenna fáir Ís- lendingar þessum ágætu einstakling- um vegna vinnuálags- ins enda líklega í besta starfi landsins þessi dægrin. Einn af þeim sem stendur í eldlínunni er Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins. Færri vita að föðuramma Hauks er rithöf- undurinn og fyrrverandi þing- maðurinn, Guðrún Helgadótt- ir, sem eflaust fylgist vel með barnabarninu í Rússlandi. Lítt þekkt ættartengsl:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.