Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 21
SPORT 2122. júní 2018 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Fólkið á bak við velgengni strákanna Rúnar Pálmarsson – Sjúkraþjálfari Rúnar er öflugur sjúkraþjálfari sem hefur verið við- riðinn landsliðið í þó nokkurn tíma. Hann hef- ur starfað fyrir Hauka og fyrir körfubolta- og fót- boltalandsliðin. Hans sérsvið eru teipingar og endurhæfing eftir meiðsl og aðgerðir á ökklum og hnjám til dæmis. Stefán Stefánsson – Sjúkraþjálfari Stefán á yfir 20 ára starfsferil að baki og hefur hann með- al annars verið sjúkraþjálfari hjá meistaraflokki KR mörg undanfarin ár. Þá var hann yfirsjúkraþjálfari hjá enska liðinu Stoke á árunum 2000 til 2002. Hans áhugasvið eru einkum hásinavandamál og krónísk náravandamál. Bergur Konráðsson – Hnykkjari Bergur er kírópraktor landsliðsins og hefur mikla og langa reynslu. Hann útskrifaðist frá Bandaríkjunum, starfaði þar um tíma en hefur starfað á Íslandi frá árinu 1995. Sveinbjörn Brandsson – Læknir Sveinbjörn gegnir mikilvægu hlutverki í íslenska teyminu. Sveinbjörn er sérfræðingur í bæklunarskurð- lækningum, á að baki áratugareynslu og er af mörgum talinn einn færasti bæklunarlæknir landsins. Á leik Ís- lands gegn Argentínu sat hann á besta stað í stúkunni með skjá fyrir framan sig og var í beinu sambandi við þjálfarateymi landsliðsins. Þetta er nýbreytni og á að vernda leikmenn betur ef þeir fá höfuðhögg. Kristinn Jóhannsson – Búningastjóri Aðstoðarmaður Sigga Dúllu auk þess sem hann hefur séð um að æfingavöllur liðsins sé í lagi enda er Kiddi vallarstjóri á Laugardalsvelli. Sigurður S. Þórðarson – Búningastjóri Siggi Dúlla er maðurinn sem allir elska í landsliðinu, léttur, ljúfur og kátur og sér til þess að allur fatnaður leikmanna sé klár hvar sem er, hvenær sem er. Jóhann Ó. Sigurðsson – Fjölmiðlafulltrúi Sér um að samfélagsmiðlar landsliðsins séu vel nýttir, þar hefur orðið mikil bót á hjá KSÍ eftir að Jóhann kom til starfa. Ómar Smárason – Fjölmiðlafulltrúi Stýrir öllum blaðamanna- fundum af mikilli snilld, lét af störfum eftir EM en Heim- ir Hallgrímsson vildi fá Ómar aftur til starfa. Honum varð að ósk sinni enda reynsla Ómars dýrmæt á mótum sem þessu. Óskar Guðbrandsson – Fjölmiðlafulltrúi Óskar tók til starfa eftir EM og stýrir miklu um það hvernig og hvar viðtöl fara fram, hefur mikil samskipti við fjölmiðla út um allan heim. Rúnar Vífill Arnarson – Landsliðsnefnd Vífillinn, eins og sumir kalla hann, er alltaf í stuði, sér til þess að samskipti sem við aðrar þjóðir séu í lagi. Jóhannes Ólafsson – Landsliðsnefnd Jói Lögga er klettharður lög- reglumaður frá Vestmanna- eyjum sem kallar ekki allt ömmu sína. Hefur lengi verið í starfi hjá KSÍ. Magnús Gylfason – Landsliðsnefnd Magnús er hvers manns hug- ljúfi, á í einstöku sambandi við leikmenn liðsins og er alltaf tilbúinn til að rétta fram hjálparhönd. Sama hver verk- efnin eru. Ríkharður Daðason – Landsliðsnefnd Ríkharður er nýlega mættur í landslisnefndina og er dug- legur að hjálpa til á æfinga- svæðinu, gera og græja það sem þarf svo að allt sé klárt fyrir strákana okkar. Kirill Dom Ter- -Martirosov – Kokkur Kirill var kallaður til þegar í ljós kom að Rússar tala ekki svo mikla ensku, er frá Gel- endzhik þar sem liðið dvelur en hefur lengi búið á Íslandi og starfar þar. Hinrik Ingi Guðbjargarson – Kokkur Hinni hefur um nokkurt skeið séð um að elda ofan í strákana okkar, ku vera afar fær í því að kokka frábæran mat. Dagur S. Dagbjartsson – Tæknimaður Dagur sér um að öll tæknimál séu í lagi, hjálpar til við að gera pepp-myndband fyrir hvern einasta leik. Hleypur síðan í öll störf ef þess er krafist. Gunnar Gylfason – Starfsmaður Gunnar hefur lengi verið hjá KSÍ og reynsla hans er dýrmæt, sér oftar en ekki um að plana ferða- lög leikmanna og liðsins. Víðir Reynisson – Öryggisfulltrúi Víðir sér til þess að ekkert vanti þegar kemur að öryggi leikmanna, sér til þess að strákarnir séu alltaf í öruggum höndum. Var nýverið ráðinn í fullt starf hjá KSÍ. Þorgrímur Þráinsson – Starfsmaður Þorgrímur er gríðarlega mikilvægur hluti af starfsliðinu, er sá maður sem leikmenn ræða oft- ar en ekki við ef þeir þurfa að létta aðeins á sér. Er með gott eyra og á alltaf góð ráð í pokahorninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.