Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Side 21
SPORT 2122. júní 2018
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
Fólkið á bak við velgengni strákanna
Rúnar Pálmarsson – Sjúkraþjálfari
Rúnar er öflugur sjúkraþjálfari sem hefur verið við-
riðinn landsliðið í þó nokkurn tíma. Hann hef-
ur starfað fyrir Hauka og fyrir körfubolta- og fót-
boltalandsliðin. Hans sérsvið eru teipingar og
endurhæfing eftir meiðsl og aðgerðir á ökklum og
hnjám til dæmis.
Stefán Stefánsson – Sjúkraþjálfari
Stefán á yfir 20 ára starfsferil að baki og hefur hann með-
al annars verið sjúkraþjálfari hjá meistaraflokki KR mörg
undanfarin ár. Þá var hann yfirsjúkraþjálfari hjá enska
liðinu Stoke á árunum 2000 til 2002. Hans áhugasvið eru
einkum hásinavandamál og krónísk náravandamál.
Bergur Konráðsson – Hnykkjari
Bergur er kírópraktor landsliðsins og hefur mikla og langa
reynslu. Hann útskrifaðist frá Bandaríkjunum, starfaði
þar um tíma en hefur starfað á Íslandi frá árinu 1995.
Sveinbjörn Brandsson – Læknir
Sveinbjörn gegnir mikilvægu hlutverki í íslenska
teyminu. Sveinbjörn er sérfræðingur í bæklunarskurð-
lækningum, á að baki áratugareynslu og er af mörgum
talinn einn færasti bæklunarlæknir landsins. Á leik Ís-
lands gegn Argentínu sat hann á besta stað í stúkunni
með skjá fyrir framan sig og var í beinu sambandi við
þjálfarateymi landsliðsins. Þetta er nýbreytni og á að
vernda leikmenn betur ef þeir fá höfuðhögg.
Kristinn Jóhannsson
– Búningastjóri
Aðstoðarmaður Sigga Dúllu
auk þess sem hann hefur séð
um að æfingavöllur liðsins sé
í lagi enda er Kiddi vallarstjóri
á Laugardalsvelli.
Sigurður S. Þórðarson
– Búningastjóri
Siggi Dúlla er maðurinn sem
allir elska í landsliðinu, léttur,
ljúfur og kátur og sér til þess
að allur fatnaður leikmanna
sé klár hvar sem er, hvenær
sem er.
Jóhann Ó. Sigurðsson
– Fjölmiðlafulltrúi
Sér um að samfélagsmiðlar
landsliðsins séu vel nýttir, þar
hefur orðið mikil bót á hjá KSÍ
eftir að Jóhann kom til starfa.
Ómar Smárason
– Fjölmiðlafulltrúi
Stýrir öllum blaðamanna-
fundum af mikilli snilld, lét af
störfum eftir EM en Heim-
ir Hallgrímsson vildi fá Ómar
aftur til starfa. Honum varð að
ósk sinni enda reynsla Ómars
dýrmæt á mótum sem þessu.
Óskar Guðbrandsson
– Fjölmiðlafulltrúi
Óskar tók til starfa eftir EM og
stýrir miklu um það hvernig
og hvar viðtöl fara fram, hefur
mikil samskipti við fjölmiðla út
um allan heim.
Rúnar Vífill Arnarson
– Landsliðsnefnd
Vífillinn, eins og sumir kalla
hann, er alltaf í stuði, sér til
þess að samskipti sem við
aðrar þjóðir séu í lagi.
Jóhannes Ólafsson
– Landsliðsnefnd
Jói Lögga er klettharður lög-
reglumaður frá Vestmanna-
eyjum sem kallar ekki allt
ömmu sína. Hefur lengi verið í
starfi hjá KSÍ.
Magnús Gylfason
– Landsliðsnefnd
Magnús er hvers manns hug-
ljúfi, á í einstöku sambandi
við leikmenn liðsins og er
alltaf tilbúinn til að rétta fram
hjálparhönd. Sama hver verk-
efnin eru.
Ríkharður Daðason
– Landsliðsnefnd
Ríkharður er nýlega mættur
í landslisnefndina og er dug-
legur að hjálpa til á æfinga-
svæðinu, gera og græja það
sem þarf svo að allt sé klárt fyrir
strákana okkar.
Kirill Dom Ter-
-Martirosov – Kokkur
Kirill var kallaður til þegar í
ljós kom að Rússar tala ekki
svo mikla ensku, er frá Gel-
endzhik þar sem liðið dvelur
en hefur lengi búið á Íslandi og
starfar þar.
Hinrik Ingi Guðbjargarson – Kokkur
Hinni hefur um nokkurt skeið séð um að elda
ofan í strákana okkar, ku vera afar fær í því að
kokka frábæran mat.
Dagur S. Dagbjartsson
– Tæknimaður
Dagur sér um að öll tæknimál séu í lagi, hjálpar
til við að gera pepp-myndband fyrir hvern einasta
leik. Hleypur síðan í öll störf ef þess er krafist.
Gunnar Gylfason – Starfsmaður
Gunnar hefur lengi verið hjá KSÍ og reynsla hans
er dýrmæt, sér oftar en ekki um að plana ferða-
lög leikmanna og liðsins.
Víðir Reynisson
– Öryggisfulltrúi
Víðir sér til þess að ekkert vanti þegar kemur að
öryggi leikmanna, sér til þess að strákarnir séu
alltaf í öruggum höndum. Var nýverið ráðinn í
fullt starf hjá KSÍ.
Þorgrímur Þráinsson
– Starfsmaður
Þorgrímur er gríðarlega mikilvægur hluti af
starfsliðinu, er sá maður sem leikmenn ræða oft-
ar en ekki við ef þeir þurfa að létta aðeins á sér. Er
með gott eyra og á alltaf góð ráð í pokahorninu.