Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Síða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Síða 66
66 FÓLK 22. júní 2018 ERT ÞÚ AÐ SMÍÐA PALL ? Pallinn upp á einfaldari hátt með jarðvegsskrúfum Þórhallur vs. Sonja: Hvort klæðir það betur? Við höfum líklega flest séð greinar þar sem bornar eru saman tvær myndir, tveir einstaklingar í sama/svipuðum fatnaði og spurt: Hvora/hvorn klæddi það betur? Þetta er algengt með til dæmis frægar söng- eða leikkonur sem voga sér að láta sjá sig á almannafæri í eins kjól og einhver samkeppnisdívan. Vinur uppistandarans Þórhalls Þórhallssonar ákvað að bregða á leik á Instagramsíðu sinni og setti saman mynd af Þórhalli og Sonju Valdin fyrrverandi söngkonu Áttunnar og nú er spurningin: Hvort klæðir það betur? „Nýjasta Instagram rassamódel Íslands er thorhallur83,“ segir Þór- hallur í gríni um mynd vinarins. Miðjumaður íslenska landsliðsins, Rúrik Gíslason, hefur heill- að heimsbyggðina, þó kannski aðallega kvenpeninginn, enda einstaklega myndarleg- ur maður. Fylgjendum hans á Instagram hefur fjölgað gríðar- lega síðan HM byrjaði. Fyr- ir leik Íslands gegn Argentínu voru þeir aðeins 30 þúsund. Þegar þetta er skrifað 4 dög- um síðar eru fylgjendur Rúriks orðnir 705 þúsund og fer bara fjölgandi. Á Coolbet.com má meira að segja veðja á hvort að fylgjendur fara yfir 1 milljón áður en mótið er úti. Til gamans má geta þess að forsíðumynd Rúriks á Instagram tók enginn ann- ar en ljósmyndari DV, Hanna Andrésdóttir, en myndina tók hún á Laugardalsvelli á æf- ingu sem opin var fyrir fjöl- miðla til viðtals og myndatöku þann 24. maí síðastliðinn. Sálfræðingur í vafasömum viðskiptum í bílastæðahúsi Elsa Bára Traustadóttir sál-fræðingur skrifaði skemmti-lega færslu á Facebook- síðu sína fyrr í vikunni: „Skrapp að sinna erindi í hádeginu og þegar ég kom í bílastæðahús var ég að vandræðast með að finna greiðsluvél og spurði næsta mann sem ég sá hvar hún væri. Sá hinn sami heilsaði mér inni- lega og sagði: „Djöfull er ég glað- ur að sjá þig, ég skulda þér alltaf 10.000 kall!“ um leið og hann rétti mér skælbrosandi pen- inginn sem hann hélt á. Með því skemmtilegra sem ég hef lent í á förnum vegi í bílastæðahúsum.“ Nokkrir vina Elsu Báru föl- uðust að sjálfsögðu eftir upp- lýsingum um hvar þetta bíla- stæðahús væri að finna, með von um að fá óuppgerðar skuld- ir greiddar þar. „Kona à miðjum aldri þigg- ur greiðslu frà manni à förn- um vegi,“ lagði einn vinur Elsu Báru til sem fyrirsögn. Þegar blaðamaður DV sagðist vel geta orðið við því lagði Elsa Bára sjálf til fyrirsögnina og botnaði með „alveg á pari við klósettskandal George Michael hér um árið – miðað við höfðatölu!“. Úr FIFA dómarasætinu í forsetastól Sigurður Óli Þorleifs-son, sölustjóri hjá Ísfell og knattspyrnudómari, hætti fyr- ir þremur árum sem sérhæfður að- stoðardómari FIFA. Síðastliðinn miðvikudag, 20. júní, settist hann hins vegar í fyrsta sinn á forsetastól, sem forseti Bæjarstjórnar Grinda- víkur, en þá var fyrsti fundur nýrr- ar bæjarstjórnar haldinn. Sigurður Óli var oddviti Framsóknarfélags Grindavíkur í nýafstöðnum sveitar- stjórnarkosningum og mun örugg- lega láta til sín taka með glæsibrag á nýjum leikvelli. Ísdrottningin breytir um útlit Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona mætti til Sofiu í Búlgaríu ásamt dóttur sinni, Viktoríu Rán, miðvikudaginn 20. júní. Póst-uðu þær mæðgur myndum af sér á Facebook þar sem báðar eru komnar með bleikt hár, auk þess sem Ásdís Rán er sjálf klædd í bleikt. Skrifuðu nokkrir aðdáendur ísdrottningarnar athugasemdir við myndina og báðu hana um að halda í ljósa hárið. Líklegt er hins vegar að um filter á Instagram sé að ræða, enda þarf að finna sér eitt- hvað til að drepa tímann við á 15 klst. ferðalagi. Fregnir af fræga fólkinu Ljósmyndari DV á forsíðumynd frægasta manns Íslands á Instagram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.