Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Side 47
Sumarhlaup 22. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ VOLCANO TRAIL RUN: Þórsmerkurævintýri hlauparans Varla er til fegurri staður á landinu en Þórsmörk og því er utanvega- og fjallahlaup- ið Volcano Trail Run, sem fram fer í Þórsmörk, stórkostleg upplifun fyrir þá sem njóta þess að hlaupa úti í náttúrunni. Hlaupið fer fram laugar- daginn 15. september og er ræst kl. 13 í skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað. Hlaupið er 12 km langt og er hlaupaleiðin eftirfarandi: Hlaup- inn er svokallaður Tindfjallahringur. Hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk og er hlaupið inn Húsadalinn áleiðis upp Lauga- veginn. Þegar komið er upp úr Húsa- dal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slippugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slippugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal. Allir þátttakendur fá þátttöku- pening að hlaupi loknu og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Brautarverðir verða á völdum stöðum á leiðinni. Stígur er greinileg- ur mestan hluta leiðarinnar og með stikum. Engar drykkjastöðvar verða en vatn rennur í lækjum hér og þar meðfram leiðinni þar sem hægt er að fylla á brúsa. Rútuferðir frá BSÍ Rútur frá Reykjavík Excursions fara til og frá BSÍ á hlaupadag og daginn eftir fyrir þá sem vilja gista í Þórsmörk. Rúturnar stöðva á eftir- töldum stöðum og tímum: n Frá BSÍ kl. 08:00 n Seljalandsfoss kl: 10:40 n Krossá kl. 11:50 n Rúta frá Húsadal kl. 17:00 Nánari upplýsingar um hlaupið eru á hlaup.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.