Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 42
 22. júní 2018KYNNINGARBLAÐSumarhlaup DYRFJALLAHLAUP: Heillandi utanvegahlaup í náttúrufegurð Borgarfjarðar eystri Dyrfjallahlaup er utanvega-hlaup um Dyrfjöll og Stórurð með endamark á Borgarfirði eystri. Fer það fram laugardaginn 21. júlí og hefst kl. 11. Ungmenna- félag Borgarfjarðar stendur fyrir hlaupinu. Afar mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem er hlaupurum mikil upplifun. Hlaupið er 23 km langt og hefst við Hólaland í innsveit Borgarfjarðar. Þaðan er til að byrja með hlaupið upp eftir gömlum raflínuslóða sem liggur að Sanda- skörðum. Þegar komið er langleiðina upp í Sandaskörð er beygt til hægri á merkta gönguleið sem liggur að Eiríksdalsvarpi. Frá varpinu er hlaupið um Tröllabotna, yfir Lamba- múla, áleiðis að Urðardal þar sem Stórurð liggur undir dyrum Dyrfjalla. Úr Stórurð er hlaupið upp bratta brekku í átt að Mjóadalsvarpi. Á krossgötum ofan Stórurðar er beygt til hægri og hlaupið eftir grófri slóð undir hömrum Dyrfjalla, ofan Njarðvíkur og Dyrfjalladals. Leiðin liggur að Grjótdalsvarpi og þaðan er hlaupið að mestu á grónu landi að Brandsbalarétt sem er rétt fyrir inn- an þorpið Bakkagerði í Borgarfirði. Síðustu 700 metrana er hlaupið á malbiki að fótboltavelli UMFB þar sem hlaupið endar. Drykkjarstöðvar eru á þremur stöðum á leiðinni, eftir 6 km, 12 km og 18 km, þar sem boðið er upp á vatn og orkudrykki. Allir þátttakendur frá þátttöku- pening er þeir koma í mark og verð- laun verða veit fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Sem fyrr segir er það Ungmenna- félag Borgarfjarðar sem heldur Dyrfjallahlaupið en hlaupið fór fyrst fram í fyrra, á 100 ára afmæli félagins. Afar vel tókst til og stefnt er að því að Dyrafjallahlaupið verði árlegur viðburður hér eftir enda um að ræða mjög spennandi utanvega- hlaup. Nánari upplýsingar eru á hlaup.is og ingafanney.com/dyrfjallahlaup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.