Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Side 40
 22. júní 2018KYNNINGARBLAÐSumarhlaup HLAUPAHÁTÍÐ Á VESTFJÖRÐUM: Það er dýrt að ferðast um landið og margir eru ekki tilbúnir til að fara langa vegalengd til að taka þátt í einu hlaupi. Þetta upplifðu skipuleggj- endur Óshlíðarhlaupsins og það varð til þess að fólk tók sig saman og skipulagði glæsilega fjögurra daga íþróttahátíð, Hlaupaátíð á Vestfjörð- um, sem í ár fer fram dagana 12. til 15. júlí. Þar eru hlaupnar hinar ýmsu vegalengdir, keppt í sjósundi og hjólreiðum og ýmislegt fleira sér til gamans gert. „Það eru ótrúlega margir sem taka þátt í fleiri en einni keppni hér,“ segir Guðbjörg Rós Sigurðardótt- ir, einn af skipuleggjendum mótsins, og bendir meðal annars á þríþrautina: Hún hefst á 500 metra sjó- sundi á föstudeginum, á laugardeginum eru 55 km fjallahjólreiðar, sem eru jafnframt Íslandsmótið í maraþonfjallahjólreiðum, og á sunnudeginum er 24 km hlaup. Fyrsta atriði hátíðarinnar er Skálavíkurhlaupið en það hlaup hefst í Skálavík og endar í Bolungarvík. Á föstudeginum er 500 m og 1.500 m sjósund við Ísafjörð og um kvöldið er Arnarneshlaupið sem er tvískipt í 10 km og 21 km hlaup. „Á laugardeginum erum við með dagskrá fyrir börn þar sem við við bjóðum upp á 2 km og 4 km skemmtiskokk og 8 km fjallahjól- reiðar fyrir krakka. Þá verður líka útijóga og vöfflubakstur,“ segir Guðbjörg en auk þess verður áðurnefnd maraþonhjólreiðakeppni haldin þá. Á sunnudeginum eru hlaupnar samtals þrjár vegalengdir, 10 km, 24 km og 45 km eftir hinni svokölluðu Vesturgötu, en það er vegur sem liggur frá Arnarfirði yfir í Dýrafjörð. „Á leiðinni er hlaupið í fjörunni og undir klettabjörgum. Þetta er vegur sem ýtustjór- inn Elís Kjaran lagði einn á sínum tíma, þetta er ekki góður akvegur þó að hann sé fær og lítil umferð á leiðinni,“ segir Guðbjörg. Hlaupahátíð á Vestfjörðum er óneitanlega fjölskrúðug og forvitnileg hátíð fyrir alla lang- hlaupara og í raun fyrir alla sem njóta þess að hreyfa sig úti í fallegri náttúru. Nánari upplýsingar og skráning í hvern viðburð fyrir sig eru á síðunni hlaupahatid.is. Myndir: Gusti.is Hlaup, sjósund, hjólreiðar og fjölskyldu- skemmtun í náttúrufegurð Vestfjarða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.