Jökull


Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 84

Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 84
Oddur Sigurðsson Er komið var að jöklinum þá var ekki að sjá neina breytingu frá því fyrir ári á jökulsporðinum, en við hann og upp með honum til vesturs voru ummerki um flóð og þá líklega vatnsflóð. Þar hafði jarðveg- ur hreinsast niður á klöpp og merki nr. 4, hálftommu rör sett niður 13.08.1994 af Guðfinni horfið með öllu. Víða undan sporðinum og niður hann kom vatn og meðfram vesturjaðrinum mátti víða heyra nokkurn vatnsnið. Við gengum upp með sporðinum til vesturs og upp á Hálsbungu og vestur undir brún Þaralátursmeg- in. Reykjarfjarðarmegin á Hálsbungu fast við jökulinn er dálítið hvolf sem mér sýndist geta skýrt endurtek- in flóð niður með vesturjaðrinum. Þarna var nú lítið vatn en líklega getur jökullinn og vetrarsnjórinn lok- að rennslisleiðinni og þá safnast þarna fyrir vatn sem síðar fær útrás niður með Reykjarfjarðarjökli. Ekki var að sjá að sprungusvæði væru stærri eða úfnari en áður. Mikið hefur þó leyst á jöklinum í sum- ar og sprungur samsíða hæðarlínum sjást víða alveg upp undir hæstu bungur." N orðurlandsj öklar Eftir snjóléttan vetur og hlýtt sumar tók mestallan snjó upp úr fjöllum kring um Eyjafjörð. Langt er síðan svo auðvelt hefur verið að sjá hvað eru jöklar og hvað bara fannir þar um slóðir. Það gaf tilefni flugferðar til að ljósmynda jöklana og kortleggja með meiri nákvæmni en áður hefur gefist. Ekki er líklegt að allir jöklar á svæðinu hafi fundist í þessari ferð en greina mátti að minnsta kosti 158 jökla sem því nafni má nefna vest- an Eyjafjarðar og 22 slíka austan fjarðarins. Ef gert er ráð fyrir að um tíundi hluti jöklanna hafi sloppið framhjá myndunum í þessari fyrstu yfirferð er heild- artala jökla í fjöllunum við Eyjafjörð um 200. Þessir jöklar eru að sjálfsögðu allir litlir. Sá stærsti þeirra, Tungnahryggsjökull, sem liggur vestan Tungnahryggs í Kolbeinsdal og tengist jöklinum í botni Barkárdals um Hólamannaskarð er um 11 km2. Hér fara eftir greinargóðar lýsingar á mælinga- ferðum við bestu aðstæður. Gljúfurárjökull - I fjarveru Kristjáns E. Hjartarson- ar hefur Árni bróðir hans haft mælinguna með hönd- um. Honum segist svo frá um ferð sína. „Gljúfuráin var mikil en ekki sérlega mórauð. Mikið hefur verið í henni í'allt sumar að sögn kunnugra. Allmikil malar- og urðarröst liggur hér meðfram ánni, leifar af möl og snjóflóðaurð sem Kristján E. Hjartarson lýsti í fyrra og lá þá á snjófymingum í gilinu. Öll fönn frá fyrra vetri horfin og engir hjarnskaflar við jökulröndina eða í ár- gilinu. Askan sem féll á jökulinn í Heklugosinu, sem hófst 26. febrúar, hefur flýtt fyrir bráðnun vetrarákom- unnar. Skriðuefni sem liggur á jöklinum við hlíðarnar beggja vegna er snjóflóðaurð að uppruna. Áin kemur að vanda í tveimur kvíslum undan ísnum. Við vest- ara útfallið er allmikill ísbogi yfir ána en gat innan við. Isboginn tengist jöklinum beggja vegna. Þar upp af, í framhaldi árinnar, eru svelgir og miklar sprung- ur í ísinn sem vatn fellur um á köflum en hverfur svo í hyldýpið. Eystra útfallið kemur undan austanverðri miðröndinni. Álstöng sem við settum niður í hittiðfyrra er á sín- um stað í jökulurðinni austan ár, örlítið bogin til vest- urs. Jörfastöngin var fallin og fannst ekki í fyrra. Nú fann ég hana hálfgrafna í urð á árbakkanum, þang- að sem hún hafði borist með snjóflóði. Setti hana upp á nýjum stað og bar grjót að og nú skal hún standa jafn lengi og fjöllin. Fjarlægð milli álstangar og Jörfastangar er 23,51 m. Nú fann ég litlu vörðuna úr setbergssteinunum sem við Kristján hlóðum í fari Hauskúpusteinsins 14. sept. 1996 og hefur ekki fund- ist fyrir snjóum í haustmæliferðum fyrr en nú. Hún er 5 m sunnar en Jörfastöngin og 10 m vestar.“ Hálsjökull - Þórir Haraldsson hefur beðist undan frek- ari jöklamælingum vegna fótarmeins og eru honum þökkuð störfin við mælingar síðan 1978. I hans stað fór Sigurður Jónsson menntaskólakennari ásamt Þor- láki Sigurðssyni. Þeir voru tæpar 3 stundir á gangi fram að jökli en alls tók verkið 7 tíma fyrir utan akstur. Bœgisárjökull (1. mynd) - Jónas Helgason lýsir ferð 11. september til mælinga þannig í myndskreyttri skýrslu: „Eg fór frá Bægisá kl. 08:15, var á Hólun- um kl. 09:35 og við Lambána kl. 10:15. Þegar ég kom inn í dalbotn voru byrjaðar að koma súldargus- ur og skyggni á jökulinn fór versnandi. Til þess að ná örugglega myndum af jöklinum ákvað ég að byrja á því og klifraði því beint upp á staðinn þaðan sem ég myndaði. Þangað upp var ég kominn um kl. 11:40. Nú var komin töluverð rigning og því hraðaði ég mér að jöklinum til mælinga. Þá brá svo við að það gerði besta veður allan tímann sem ég var þar. 82 JÖKULL No. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.