Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 113
Jöklarannsóknafélag Islands - haustferð
mælingastika í Gjálp og Grímsvötnum. Mæla nokkur
GPS snið í Grímsvötnum og Grímsvatnaskarði. Ljós-
mynda og kanna gosstöðvar í Grímsvötnum. Viðhald
hitarafstöðva á Grímsfjalli. Frágangur á rými fyr-
ir vararafstöð á Grímsfjalli. Lesa af þrýstiskynjara í
Grímsvötnum og endurreisa tækjamastur þar. Setja
upp talstöðvaendurvarpa á Grímsfjalli.
Nú var tekin ákvörðun, sem aldrei skyldi ver-
ið hafa, að fara niður af jökli þá þegar um kvöldið.
Þetta varð mesta hörmungarferðalag í myrkri og rign-
ingarúða, enn lak stýrið og alltaf verið að hella á það
olíu. Aftur brotnaði fjöðrin. Einhvern veginn slys-
aðist hópurinn heldur vestarlega í hroðalega úfinn og
rásaðan ís, mjög seinfarinn. Undir morgun var loks
komið af jökli, en þá tók lítið betra við því stöðugt
hafði rignt í 3 daga. Eftir margar festur í jökulleir og
drullu, slapp leiðangurinn loks norður á hæðirnar og
þaðan var greiðfært út á Kvíslaveituveg. Enn lak stýr-
ið. Þeim sem mest lá á til Reykjavíkur héldu áfram
á Dodda en hinir sváfu nokkra klukkutíma í húsi LV.
Enn lak stýrið og fjöðrin brotin. Ekki elskuðu allir
Dodda jafn heitt og fyrir ferðina, en það lagaðist aftur
á nokkrum mánuðum.
Þátttakendur Finnur Pálsson, Þórdís Högnadóttir, Kirsty
Ann Langley og Þorsteinn Jónsson frá Raunvísindastofnun,
Hannes H. Haraldsson Landsvirkjun, Ástvaldur Guðmunds-
son, Vilhjálmur Kjartansson, Sveinbjörn Steinþórsson og
Magnús Þór Karlsson JÖRFÍ, Viðar Finnsson, sonur hans
Gunnar og Erling Valur Friðriksson komu með varahluti og
lagfærðu brotna fjöður í Dodda, aðfaranótt 16. september.
Farartæki: Toyota Hilux RH, Toyota Land Crusier LV,
DODGE Ram JÖRFÍ, 2 vélsleðar RH, vélsleði LV og vél-
sleði Þorsteins Jónssonar.
Sjálfvirk veðurstöð í 1200m hæð á Brúarjökli,
Snæfell í baksýn. Stöðin mælir leysingu og orkuþætti
sem valda leysingu yfir sumarmánuðina. Hún var
tekin niður í ferðinni. Sjá einnig bls 42. - An
automatic weather station (AWS) at 1200 m a.s.l. on
Brúarjökull, an outlet ofnorthern Vatnajökull. See
also p. 42. Ljósmynd/Photo. Finnur Pálsson.
JÖKULLNo. 51 111