Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 102
Magnús T. Guðmundsson
fjölskyldufélagar 6, stofnanir 47. Einnig eru um 50
bréfafélagar auk þess sem Jökull er sendur 8 fjölmiðl-
um og erlendir áskrifendur eru rúmlega 60. Samanlagt
eru þetta um 560 aðilar.
FJÁRMÁL
Fjárhagur félagsins stendur nokkuð vel. Helstu tekju-
stofnar eru árgjöldin, tekjur af sölu Jökuls erlendis og
tekjur af jöklahúsum. Helstu útgjaldaliðir eru útgáfa
Jökuls, rekstarkostnaður skálanna og rekstur bíls fé-
lagsins. Á árinu fékkst 200.000 kr. styrkur til útgáfu
Jökuls frá bæði ráðuneyti menntamála og og umhverf-
ismála. Eru þessir styrkir mikilvægir félaginu og því
hvatning að halda áfram útgáfu eina alþjóðlega vís-
indaritsins um jöklafræði og jarðfræði Islands. I við-
haldi skála voru nýjar dýnur á Grímsfjalli stærsti út-
gjaldaliðurinn. Nokkur kostnaður var vegna afmæl-
ishátíðar og annars tilstands vegna 50 ára afmælis
félagsins. Félagið á nú nokkra fjármuni á banka-
reikningum en þar er ekki allt sem sýnist því þar á
meðal eru tryggingabætur vegna Esjufjallaskála. Ym-
is kostnaður vegna reksturs og innheimtu hefur farið
hækkandi á síðustu árum. Á þetta einkum við urn ým-
is þjónustugjöld banka og póstburðargjöld. Erfitt er
við þessu að gera en stjórnin mun halda áfram að leita
leiða við að halda kostnaði í skefjum.
RANNSÓKNIR
Vorferð
Vorferðin var nú aftur rúm vika að lengd eftir þrjár
stórar vorferðir á árunum 1997-1999. Ferðin var far-
in 9.-17. júní um Skálarfellsjökul, en vegna vorkulda
og snjóa var leiðin í Jökulheima ekki fær með þunga-
flutning. Nokkrir jeppar fóru þó þá leiðina. Ferðin
gekk vel og áfallalaust. Þátttakendur allan tímann
voru 20 en 10 manns voru að auki yfir Hvítasunnu-
helgina. Helstu verkefnin voru:
1. Vatnshæð Grímsvatna var mæld og reyndist hún
1362 nr y.s. Einnig var vitjað um sjálfvirkan vatns-
hæðarmæli í borholu í Vötnunum.
2. Afkoma var mæld í Grímsvötnum, á Bárðarbungu
og á Háubungu. f Grímsvötnun var vetrarlagið um
370 cm á þykkt og vatnsgildi þess 1980 nrm. Er þetta
með minna móti. Afkomumælingarna eru hefðbundin
verkefni vorferðar og mynda hluta af afkomumæling-
um RH og LV á Vatnajökli.
3. Unnið var við sjálfvirka rannsóknastöð á Gríms-
fjalli. í fyrsta lagi var sett upp sendiloftnet fyrir jarð-
skjálftamæli Veðurstofunnar, í öðru lagi var sett upp
sjálfvirk veðurstöð sem rekin var yfir sumarið, og í
þriðja lagi var unnið að lagfæringum og endurbótum
á gufurafstöðvum.
4. Gerð var GPS landmæling á Grímsfjalli, Jökul-
heimum og Hamrinum til að fylgjast með landrisi
og sigi. Mælingarnar sýna að Grímsfjall rís nú hægt
og bítandi vegna innstreymis kviku í kvikuhólf undir
vötnunum.
5. Grímsvötn og nágrenni var kortlagt með DGPS
sniðmælingum. Er þannig fylgst með ísbráðnun og
jarðhitabreytingum með samanburði við mælingar frá
í fyrra. Sýna mælingarnar að ísstíflan heldur áfram að
þynnast og lækka vegna aukins jarðhita undir Gríms-
fjalli norðaustanverðu.
6. Settar voru upp stikur til að mæla ísskrið í Grím-
svötnum, og við útfallið út úr vötnunum.
7. Gerðar voru DGPS sniðmælingar í Gjálp og mæl-
ingar á ísskriði. Þessar mælingar eru liður í rannsókn
á viðbrögðum Vatnajökuls við breytingum sem fylgdu
Gjálpargosinu 1996, auk þess sem með þeim fæst mat
á varmaafli Gjálpar.
8. Þyngdarmælingar og íssjármælingar voru gerðar í
Gjálp til að kanna lögun hins nýja fjalls. Mælingar
voru gerðar 1997 og 1998 en nú var bætt nokkru við
til að hnýta lausa enda.
Einnig var í ferðinni dittað að húsurn á Grímsfjalli
og í Jökulheimum. Skipt var um allar dýnur í stóra
skálanum á Grímsfjalli. Landsvirkjun lagði til snjóbíl
og bílstjóra eins og löngum áður og Vegagerðin veitti
styrk til eldsneytiskaupa.
Haustferð
Haustferð á Vatnajökul var farin dagana 13.-17. sept-
ember. Þátttakendur voru 12 og var farið á jökul
frá Jöklaseli, enda Tungnaárjökull enn ófær vegna
sprungna seinni hluta sumars eftir framhlaupið 1994-
1995. Mældar voru ísskriðs- og afkomustikur víðs-
vegar um Vatnajökul. Gengið var frá vatnshæðarmæli
á Grímsvötnum fyrir veturinn og rannsóknastöðinni á
100 JÖKULLNo. 51