Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 106
Magnús T. Guðmundsson
Flutti formaður félagsins erindi um þjóðgarð og vís-
indarannsóknir. I tengslum við þessa umræðu gekkst
stjórnin fyrir því að skrifuð yrði skýrsla um málið frá
sjónarhóli félagsins. Var henni dreift á ráðstefnunni
en skýrslan nefnist Vatnajökull. Rannsóknir, ferðalög
og skipulag. Þar er greint frá mikilvægi Vatnajökuls
vegna vísindarannsókna, sagt frá aðstöðu félagins á
jöklinum og gerð úttekt á ferðamennsku þar á grund-
velli upplýsinga í gestabókum frá Grímsfjalli. Þær
upplýsingar hafa ekki áður kornið fram og eru hvergi
til annarstaðar.
A árinu var Halldór Gíslason yngri, ritari félagsins
í sambandi við skipulagsyfirvöld og þjóðgarðsvörð-
inn í Skaftafelli vegna deiliskipulags Skaftafellsþjóð-
garðs. Mun hann áfram fylgjast með þessum mál-
um af hálfu félagsins. Einnig hefur starfshópur, svo-
nefnd hreppsnefnd, unnið að úttekt á framtíðarskipu-
lagi mannvirkja og annars búnaðar á Grímstjalli, með
það að leiðarljósi að aðstaðan nýtist sem best til rann-
sókna og ferðalaga á komandi árum. Ekki tókst að
ljúka starfinu á árinu en það er nijög langt komið.
RÁÐSTEFNUR
Á árinu voru haldnar í Reykjavík þrjár alþjóðleg-
ar ráðstefnur sem snertu starfsvið Jöklarannsóknafé-
lagsins. Sú fyrsta var haldin á Grand Hótel í júlí
og höfðu Vatnamælingar Orkustofnunar forgöngu um
hana. Fjallaði hún um stærstu gerðirfióða, m.a. jökul-
hlaup. Ráðstefnuna sóttu unr 120 manns, mest erlend-
is frá. Önnur ráðstefnan var haldin í Háskóla Islands
í ágúst en fundarefnið þar var eldgos í jökli, bæði á
jörðinni og Mars. Var þetta fyrsta alþjóðlega ráðstefna
sinnar tegundar í heiminum. Hana sóttu 75 vísinda-
menn víðsvegar að. Síðasta ráðstefnan, um könnun
pólsvæða Mars, var haldin í Háskólabíói viku á eftir
gosráðstefnunni. Á öllum ráðstefnunum kom glöggt
fram að erlendir vísindamenn horfa mjög til íslands
um fyrirmyndir að jökulhlaupum og eldgosum, bæði
hér á jörðu og á öðrum hnöttum sólkerfins. Jöklarann-
sóknafélagið studdi ráðstefnurnar með því að leggja
fram til kynningar, nýlegt eintak af Jökli fyrir hvern
erlendan þátttakanda. Var þetta gert til að kynna Jök-
ul meðal þessa hóps, og safna í framhaldi áskrifendum
erlendis. Hefur þetta borið dálítinn árangur því nokkr-
ir nýir erlendir áskrifendur bættust við í kjölfarið.
SAMÚT
Jöklarannsóknafélagið hefur á árinu starfað innan
SAMUT, samtaka útivistarfélaga. Samtökin eiga m.a.
fulltrúa í nefnd stjómsýslunnar um skipulagsmál á há-
lendinu. Fulltrúi JÖRFÍ í stjórn SAMÚT var Magnús
Tumi Guðmundsson og Garðar Briem til vara.
LOKAORÐ
Nú er 50 ára afmæli félagsins að baki og framundan er
ný öld. Enginn veit hvað hún ber í skauti sér en spár
gera ráð fyrir rýmun jökla vegna hlýnandi veðurfars.
Horfurnar á stórfelldum breytingum gera starf Jökla-
rannsóknafélagsins ennþá mikilvægara en ella. Halda
þarf í horfinu með sporðamælingarnar svo sem full-
komnust mynd fáist af jöklabreytingum sem kunna að
fylgja loftslagsbreytingum. Á nýrri öld munu rann-
sóknir hvers konar gegna æ mikilvægara hlutverki.
Það liggur í eðli málsins, því krafa samtímans um
upplýsingar verður æ sterkari. Nú hyggja menn á
stórfellda nýtingu vatns sem frá jöklunum rennur með
byggingu stærri virkjana en áður. Á hinn bóginn eru
uppi merkileg áform um vemdun náttúrunnar með
stofnun þjóðgarðs á Vatnajökli. Jöklarannsóknafélag-
ið á að vera þátttakandi í umræðu um þessi mál, leggja
til ráð og skoðanir um þá hluti sem þekking er á innan
félagsins. Á sama tíma þurfum við að hyggja vel að
innra starfi félagsins. í félaginu starfa saman áhuga-
fólk og fagfólk, að sameiginlegum markmiðum. Þetta
er sérstaða Jöklarannsóknafélagsins. Hana þurfum við
að varðveita. Sú ánægja sem fylgir því að vinna gott
verk í góðum félagsskap hefur hingað til dugað til að
skapa góðan anda í starfi félagsins. Við skulum vona
að svo verði áfram á þeirri öld sem nú er nýhafin.
Magnús Tumi Guðmundsson, mtg@raunvis.hi.is
104 JÖKULL No. 51