Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 95
Seismicity in Iceland 1991-2000
isins að byggja upp jarðskjálftamæla- og úrvinnslu-
kerfi sem næmi og túlkaði slíkar upplýsingar. Byggt
var 8 stöðva kerfi á Suðurlandsundirlendinu, SIL kerf-
ið. Næmni kerfisins var miðuð við að ná sem flest-
um smáskjálftum á svæðinu sem gætu veitt gagnleg-
ar upplýsingar. Vegna þess mikla fjölda skjálfta sem
þurfti að mæla og túlka varð kerfið að vinna sjálfvirkt
að mjög miklu leyti. Þetta var síðan grundvöllur þess
að byggja viðvörunarkerfi við SIL-kerfið.
Gagnasöfnun í SIL-kerfinu hófst árið 1990. Um
mitt ár 1991 hófst sjálfvirk skammtímaúrvinnsla í
kerfinu og var miðstöð hennar á Jarðeðlissviði Veð-
urstofu íslands, sem frá byrjun var miðstöð SIL-verk-
efnisins. Um áramótin 1993-1994 voru 6 stöðvar á
Norðurlandi tengdar við kerfið. I lok árs 2000 voru
42 SIL-stöðvar í rekstri á landinu (sjá 1. mynd). Á
hverri SIL-stöð er bylgjuhreyfingin mæld með þriggja
ása jarðskjálftanema, þar sem einn ásinn nemur Ióð-
rétta hreyfingu og hinir nema lárétta hreyfingu í tvær
áttir. Mæliröðin er sett á stafrænt form þegar úr
nemanum kemur og tímasett af mikilli nákvæmni (nú
með GPS tímamerkjum). Tölva á stöðinni vinnur á-
kveðnar upplýsingar úr hreyfingunni og metur hvort
hugsanlega sé um jarðskjálftabylgju að ræða. Þessar
upplýsingar eru sendar til miðstöðvarinnar í Reykja-
vík, sem metur sjálfvirkt með samanburði við upplýs-
ingar frá öðrum stöðvum hvort um jarðskjálftahreyf-
ingu sé að ræða eða einhvers konar truflun. Á þessu
stigi fer fyrsta staðsetning skjálfta fram, aðeins nokkr-
um tugum sekúndna eftir að skjálfti verður. Þegar
um raunverulega skjálfta er að ræða sendir miðstöð-
in nú skeyti til útstöðvanna og biður um ítarleg gögn
um hann. Upplýsingasamskiptin fara að mestu fram
um flutningsnet Símans. I SIL-miðstöðinni í Reykja-
vík fara starfsmenn Jarðeðlissviðs Veðurstofunnar svo
yfir hinar sjálfvirku mælingar, og leiðrétta ef þarf. f
framhaldinu er gerð endanleg staðsetning, brotahreyf-
ing skjálftans metin o.fl., og upplýsingarnar settir inn
í SIL gagnagrunninn.
Hér er gerð grein fyrir jarðskjálftavirkni á Suð-
vesturlandi fyrir tímabilið 1991-1993 og fyrir allt
landið árin 1994-2000. Myndir 2 og 3 sýna upptök
jarðskjálfta á þessum tímabilum. Á kortin eru valdir
vel staðsettir skjálftar stærri en 1 á Richterskvarða.
Þann 17. janúar 1991 hófst Heklugos og í kjölfar-
ið, næstu mánuði á eftir, fylgdu nokkrar skjálftahrin-
ur á Suðurlandi og í vestara gosbeltinu. Mjög mik-
il skjálftavirkni var á Hengilssvæðinu og í Ölfusi á
árunum 1994-1998. Á þessu tímabili voru staðsettir
um 85.000 skjálftar á þessum svæðum. Virknin þar
dróst saman eftir 2 skjálfta Mj~5 sem urðu í júní og
nóvember 1998. í febrúar 1994 varð skjálfti af stærð
Ms= 5,3 norðan við Siglutjörð á Tjörnesbrotabeltinu.
í framhaldi af honum og allt fram til ársins 1997
urðu margar stórar hrinur úti fyrir Norðurlandi. Mikil
skjálftavirkni var í tengslum við 2 eldgos undir Vatna-
jökli. Á undan Gjálpargosinu í október 1996 var mikil
skjálftahrina í Bárðarbungu þar sem stærsti skjálftinn
mældist Ms=5,4. Á undan Grímsvatnagosinu í des-
ember 1998 vareinnig skjálftahrina. Smáskjálftahrina
kom fram á mælum um klukkustund fyrir Heklugosið
í febrúar árið 2000. Hún ásamt þenslumælingum varð
til þess að afgerandi viðvörun um yfirvofandi eldgos
var gefin út áður en gosið braust upp. Nokkrar jarð-
skjálftahrinur voru undir Eyjafjallajökli og einnig var
viðvarandi haustskjálftavirkni undir Mýrdalsjökli en
mismikil eftir árum. I júní 2000 voru tveir stórir jarð-
skjálftar á Suðurlandi. Fyrri skjálftinn (Ms=6,6) varð
þann 17. júní og átti upptök í Holtunum. í kjölfar hans
fylgdu skjálftar til vesturs, út eftir Reykjanesskagan-
um og einnig norður til Geysis og Langjökuls. Seinni
skjálftinn (Ms=6,6) varð þann 21. júní og átti hann
upptök við Hestvatn.
REFERENCES
Allen, R. M., G. Nolet, W. J. Morgan, K. Vogfjörð, M. Net-
tles, G. Ekström. B. H. Bergsson, P. Erlendsson, G. R.
Foulger, S. Jakobsdóttir, B. R. Julian, M. Pritchard,
S. Ragnarsson and R. Stefánsson 2002. Plume-driven
plumbing and crustal formation in Iceland. J. Geo-
phys. Res. 107(B8), 10.1029/2001JB000584.
Árnadóttir, Þ„ S. Hreinsdóttir, G. Guðmundsson, P. Ein-
arsson, M. Heinert and C. Völksen 2001. Crustal de-
formation measured by GPS in the South Iceland Seis-
mic Zone due to two large earthquakes in June 2000.
Geophys. Res. Lett. 20(21), 4,031^1,033.
Böðvarsson, R„ S. Th. Rögnvaldsson, S. S. Jakobsdóttir,
R. Slunga and R. Stefánsson 1996. The SIL data acqui-
sition and monitoring system. Seism. Res. Lett. 67(5),
35-46.
JÖKULLNo. 51 93