Jökull


Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 97

Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 97
Þjórsárver Þóra Ellen Þórhallsdóttir Líjfrœðistofnun Háskólans, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík; theth@hi.is Þjórsárver eru stærsta einangraða gróðurvinin á mið- hálendi íslands, alls um 120 km2 með samfellt grónu landi. Norðan þeirra rís Hofsjökull en annars liggja að Þjórsárverum víðáttumiklar auðnir. Verin eiga til- veru sína að þakka vatninu sem um þau streymir bæði, ofanjarðar og skammt undir yfirborði. Þjórsá renn- ur gegnum verin endilöng og skilur Þúfuver, Eyvind- arver og nokkur minni ver frá meginverunum vestan árinnar. Nokkrar stórar jökulkvíslar eiga upptök sín sunnanverðum Hofsjökli og á leið sinni frá jökli og í Þjórsá, skipta þær landinu upp í einstök nafngreind ver: Tjarnaver, Oddkelsver, Illaver, Múlaver og Arnar- fellsver. Ur austri rann áður talsvert bergvatn í Þjórsá en með Kvíslaveitu var því að mestu verið veitt frá verunum og í Þórisvatn. Mikið vatn streymir einnig um verin neðanjarðar, bæði frá Hofsjökli og úr norð- austri og austri, og kemur sumt fram sem lindir, t.d. í Hnífárbotnum og Þúfuveri. Víðast hvar í Þjórsár- verum stendur grunnvatn hátt og litlar tjarnir og pollar eru eitt af séreinkennum veranna. Vatn og sífrerarústir mynda víða smágert mynstur þar sem tiltölulega lítill hæðarmunur endurspeglast í breytilegri tegundasam- setningu gróðurs. Lífríki Þjórsárvera er um margt sérstætt. Þau eru langmesta varpsvæði heiðagæsar í heiminum og á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg votlendi. I Þjórsárver- um er dreifður sífreri og þar eru víðáttumestu freð- mýrar landsins. Þar er mesta og fjölbreyttasta vot- lendi utan láglendis, m.a. flæðiengi sem annars eru sjaldgæf á hálendi. Líklega eru Þjórsárver tegunda- auðugasta svæði hálendisins: þar virðast lifa flestar tegundir blómplantna, mosa, fléttna, sveppa og fugla. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að Þjórsárver eru mjög einangruð gróðurvin á annars afar gróður- snauðu landi. Gróðurfarslega má telja Þjórsárver fjöl- breyttustu hálendisvin landsins og þótt þau séu þekkt- ust fyrir votlendi eru þar einnig talsverðar lyng- og víðiheiðar. Verin eru síðustu leifar þess gróðurs sem áður þakti auðnir Sprengisands og einu víðáttumiklu þurrlendisgróðurlendin sem varðveist hafa í þessum landshluta. Síðast en ekki síst má nefna að Þjórsárver eru nánast eina víðáttumikla gróðurlendi miðhálend- isins sem ber lítil merki langvarandi búfjárbeitar. Að öllu samanlögðu má því telja Þjórsárver líffræðilega verðmætasta hálendissvæði Iandsins. Lorsíðumyndin sýnir hvernig Þjórsá rennur á breiðum aurum gegnum verin. Aurarnir eru allt að 2 km breiðir en mun minna rennur um farveginn en fyrir daga Kvíslaveitu (um 60% vatnsmagns við Sól- eyjarhöfða). Þúfuver er neðst t.h. á myndinni. í dökka farveginum rennur Þúfuverskvísl og sést hvar hún tek- ur skarpa beygju við Biskupsþúfu þar sem í hana bæt- ist einn af mörgum lindalækjum Þúfuvers. Biskups- þúfa er að mestu blásin en á myndinni má greina langt, víðvaxið rofabarð syðst á austurhlíð hennar sem sýnir að hún muni áður hafa verið gróin. Gegnt Þúfuveri, vestan Þjórsár er Oddkelsver. Þar ber mest á Oddkelsöldu, allbreiðri öldu með rofnum torfum sem allar liggja NA-SV og endurspeglar það meginrofátt í Þjórsárverum (NA). Óljós munnmæla- saga er til um Oddkel eða Otkel sem á að hafa lagst út í Þjórsárverum ásamt systur sinni en ekki er annars vitað frekar hvaðan aldan dregur nafn sitt. Ofan við Oddkelsöldu er samnefnt ver. Norðan þess sést Mikla- kvísl sem skilur Oddkelsver frá Illaveri. Ofan við ósa Miklukvíslar klofnar Þjórsá um stóra og að mestu ógróna öldu, Þjórsáröldu. Ofan hennar sést jökullitað stöðuvatn og Arnarfellsalda austan þess. í vesturhlíð- um öldunnar sjást reiðgötur sem hljóta að vera mörg hundruð ára gamlar. Kvíslin vestan vatnsins er Innri- Múlakvísl og sameinast hún Lremri-Múlakvísl rétt við vatnið. Múlakvíslarnar og Múlaver sem innri kvíslin rennur um draga nöfn sín af Múlunum eða Arnarfells- múlum. Þeir eru fremsti jökulgarður Múlajökuls og þegarþeir mynduðust hefur jökullinn gengið yfir land sem a.m.k. að hluta var gróið og vöðlað upp háum og bröttum görðum sem mynda langan boga framan við Múlajökul (ofarlega á miðri mynd). Þeir eru rómað- JÖKULLNo. 51 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.