Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 112
Haustferð JORFI á Vatnajökul 2001
Finnur Pálsson
Raunvísindastofnun Háskólans, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík; fp@raimvis.hi.is
Þetta reyndist vera þannig ferð, en það vissum við
ekki þegar lagt var af stað úr Reykjavík, síðdegis
þann 14. september 2001. Níu manns lögðu af stað
á þrem bflum og með 4 vélsleða. Fyrsta bilun varð
strax á þjóðvegi 1 milli Fíveragerðis og Selfoss, þeg-
ar lega „bráðnaði“ í sleðakerru. Ný lega barst fljót-
lega með hópi JÖRFI félaga sem voru á leið í Jök-
ulheima í vinnuferð. Undir miðnætti var stöðvað og
gist í húsi LV við Kvíslaveitur. Snemma morguns
þann 15. var ekið af stað og í fyrstu beygju á leiðinni
eftir um 5 mínútna akstur varð önnur bilun. Vökvi
fór að leka af stýrisvél Dodda. Eftir mikið mas með
gúmmíhringjaefni, undralím og fasta lykla var hald-
ið áfram. Enn lak þó úr stýrinu. Ekið var milli Há-
gangna, yfir affall „Fagralóns“, í gegnum hraunið, yfir
Sveðju. með Köldukvíslarjökli og loks upp á sporð
hans nærri hefðbundum stað. Veður var gott. Sleðar
voru teknir af og sleðamenn ruku af stað til að lesa
af afkomustikum og mæla inn hraðastikur. Bflarnir
héldu hefðbundna leið upp jökul. í um 1300m hæð
á jöklinum brotnaði armur útúr liðhúsi framhjóls á bfl
LV, þegar hann stakkst í vatnsrás sem hulin var snjó.
Eftir miklar tilraunir til viðgerðar með því efni sem
fannst í bílunum, var séð að ekki varð frekar að gert.
Eftir tveggja tíma þóf í talstöðvum tókst loks að kalla
sleðamenn til baka. Nú var öllum troðið í tvo bíla og
snúið aftur í Kvíslaveituhús LV. Fengnir voru menn
til að koma með varahluti úr Reykjavflc. A leiðinni
brotnaði vinstri framfjöður Dodda í tvennt, og enn lak
stýrið. Snemma næsta dag var farið aftur á Köldu-
kvíslarjökul, gert við bfl LV og þaðan á Grímsfjall.
Enn lak stýrið. A leiðinni var tekin niður veðurstöð,
lesið af nokkrum afkomustikum og skriðhraðastikur
mældar inn. Nýsnjór var talvert þykkur (ca. 40 cm)
ofan 1600m. Hann huldi 1998 gosöskuna á Gríms-
fjalli og lokaði sprungunum síðasta spölinn upp fjall-
ið, þannig að tiltölulega greiðfært var þangað bæði
fyrir bíla og sleða, ólíkt því sem verið hafði haustin
1999 og 2000. Eftir góða nótt á Grímsfjalli var liðinu
skipt, 2 bílar og tveir sleðar (hvert farartæki mannað)
fóru austur jökul í afkomustikur og veðurstöðvar. A
tveim sleðum var unnið að hraðastiku og sniðmæling-
um með DGPS tækjum, og athugun á gosstöðvunum í
Grímsvötnum. Þrír störfuðu á Grímsfjalli, einkum við
hitarafstöðvar RH og Veðurstofu og frágangi kars fyr-
ir vararafstöð. Austurförum gekk ágætlega, farið var
á sleðunum niður á sporð Brúarjökuls, en bflar héldu
áfram ofan jafnvægislínu (á snjó). Sleðamenn fóru um
afkomumælipunkta á austurhluta Brúarjökuls, þá var
dimmt orðið og stöðugur úði í lofti. Þessi leið er af-
ar torsótt vegna djúpra vatnsrása, sem sneiða þarf fyrir
(stundum marga km). Allt gekk þetta þó með hæfilegu
basli og mættust bílar og sleðar á miðnætti í Djöfla-
skarði neðan Goðahnúka, en þar var borðað og gist.
A bakaleiðinni var farið um mælipunkta á Breiðu-
bungu. Frá rótum Breiðubungu og nærri að söðlinum
milli Skeiðarárjökuls og Brúarjökuls, var yfirborðið
afar sérkennilegt, mjög misbráðið (leysing hafði verið
venju fremur lítil austantil) og allt í skvompum (1-
2 m djúpum) og samhangandi hryggir á milli. Svona
var þetta bæði til norðurs og suðurs u.þ.b. 10 km til
hvorrar áttar. Seinni part dagsins (18. sept) var öllum
verkefnum leiðangursins lokið með góðum árangri, en
þau voru þessi helst:
Að taka niður og lesa af 3 veðurstöðum á Tungnaár-
jökli og Brúarjökli. Ganga frá neðstu veðurstöð á Brú-
arjökli fyrir veturinn, hún var látin mæla yfir veturinn.
Taka niður regnmæli á Grímsfjalli og ganga frá veð-
urstöð þar fyrir veturinn. Mæla inn og lesa af um 40
afkomumælingastikum. Mæla inn nokkra tugi skrið-
110 JÖKULLNo. 51