Jökull


Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 104

Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 104
Magnús T. Guðmundsson HEIÐURSFÉLAGAR A aðalfundi félagsins voru kosnir sex nýir heiðurs- félagar. Að tillögu valnefndar lagði stjómin til við aðalfund að Auður Ólafsdóttir, Erla Engilbertsdóttir, Helgi Björnsson, Ingibjörg Arnadóttir, Jón E. Isdal og Jón Sveinsson yrðu gerð að heiðursfélögum. Var kosning þeirra samþykkt með langvinnu lófataki. Öll eiga þau áratuga starf að baki fyrir Jöklarannsóknafé- lagið. Frá 1980 hafði aðeins einn maður verið kjörinn heiðursfélagi, en það var Stefán Bjarnason sem varð heiðursfélagi 1992. FUNDIR Aðalfundur var haldinn 28. febrúar í kjallaranum á Mörkinni 6 og eftir venjuleg aðalfundarstörf sýndi Snævarr Guðmundsson myndir frá Öræfajökli og um- hverfi hans. Vegna mikils kostnaðar við að nota kjall- arann í Mörkinni, sem Ferðafélagið hefur nú leigt út til einkaaðila, var ákveðið að skipta um fundar- stað fyrir næstu fundi. Vorfundurinn 25. apríl var því haldinn í húsi Endurmenntunarstofnunar Háskól- ans við Dunhaga. Þar sagði Þorsteinn Þorsteinsson frá þátttöku sinni í borleiðangri á Suðurskautsland- inu og Magnús Tumi Guðmundsson sýndi myndir frá Heklu, m.a. af nýafstöðnu Heklugosi. Haustfundur- inn var haldinn í Norræna Húsinu 31. október. Oddur Sigurðsson sagði frá jöklum á Norðurlandi fyrir hlé en eftir hlé sýndu Magnús Tumi og Astvaldur Guð- mundsson myndir úr ferðum sumarsins. Einn við- bótarfundur var á árinu, en það var afmælisfundur sem fram fór í Norræna Húsinu þann 18. nóvember. Nánar er greint frá honum hér á eftir. ÚTGÁFA JÖKULS Tveir árgangar Jökuls komu út á árinu. Það voru hefti nr. 48 og 49. I fyrra heftinu eru greinar um niðurstöð- ur hallamælinga við Mýrdalsjökul, þykkt Sólheima- jökuls, Jökulsárgil við Sólheimajökul, um byggingu Hengils og Kröflu út frá samtúlkun skjálftamælinga og þyngdarmælinga, afkomumælingar á Öræfajökli og um upphaf smásjárrannsókna á þunnsneiðum af bergi. I seinna heftinu er safn greina um Kötlu. Þar er grein um eldgosasögu Kötlu á nútíma, um yfirborð og botn Mýrdalsjökuls út frá íssjármælingum, um túlk- un segulmælinga yfir Mýrdalsjökli, um jarðskjálfta- virkni þar og um jökulhlaup úr Sólheimajökli 18. júlí 1999. I báðum heftum eru fastir liðir eins og skýrsl- ur um jöklabreytingar og um rannsóknarferðir JÖRFI auk félagslegs efnis frá bæði Jöklarannsóknafélaginu og Jarðfræðafélaginu. Hafa ritstjórar unnið ötullega að útgáfu ritsins og horfur á að Jökull komist á rétt útgáfuár, jafnvel þegar á þessu ári. FRÉTTABRÉF Fréttabréfið var eins og mörg undanfarin ár í um- sjón Odds Sigurðssonar, varaformanns félagsins. Sex fréttabréf komu út á árinu. SUMARFERÐ Sumarferðin var farin 1.-2. júlí. Hún var vel sótt eins og undanfarin ár en þátttakendur voru um fimm- tíu. Farið var að Heklu og gist í tjöldum við Galta- læk. Einmunablíða var allan tímann en á laugardeg- inum voru ummerki jarðskjálfta á Suðurlandi skoðuð, Heklusafn og hellar í Landsveitinni. Daginn eftir gekk meiri hluti hópsins á Heklu og skoðaði ummerki um gosið sem varð þremur mánuðum fyrr. A meðan fóru nokkrir fórnfúsir þátttakendur með yngri börnin í sund í Þjórsárdal. Leiðsögumaður var Árni Hjartarson jarð- fræðingur. SKÁLAMÁL Nokkuð var unnið í viðhaldi skála á árinu eins og endranær. Kostnaðarsamasta verkefnið var endurnýj- un á öllum dýnum í stóra skálanum á Grímsfjalli. Leystu þær af hólmi dýnur sem verið höfðu í skál- anum frá því hann var fluttur á staðinn 1987. Voru þær orðnar æði lúnar og bældar. Einnig var settur upp skápur með neyðarbúnaði. Þá var borið á skálana eins og hægt var í vorferð. I Jökulheimum var þak nýrri skálans málað og gólf bílageymslunnar hellu- lagt. Skálinn í Kverkfjöllum var málaður utan sem innan í byrjun september. Á Goðahnúkum var settur nýr hleri fyrir hurð og í Kirkjubóli var gert við hurð og skálin málaður að utan. Farin var gönguferð í Esfju- fjöll í júlí. Brakinu úr skálanum sem fauk, var safn- að saman og það brennt. Þá voru undirstöður skál- 102 JÖKULLNo. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.