Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 98
Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Efri hluti Oddkelsvers með Miklukvísl í forgrunni. Þar sést vel hið smágerða mynstur sem einkennir mikið af
Þjórsárverum. Græna röndin meðfram Miklukvísl fær lit sinn af mosasverðinum. Innar í verinu er votlendi, þar
skiptast á tjarnir, pollar, votlendi með störum og fífum og freðmýrarústir. Ljósmynd/PAoío. Oddur Sigurðsson.
ir fyrir mikið blómaskrúð. Þar má einnig sjá miklar
reiðgötur en hin forna Sprengisandsleið lá einmitt um
Þjórsárver, - oftast ofarlega og þá um Arnarfellsmúla
en önnur leið (og líklega verri) lá nær Þjórsá og munu
reiðgöturnar í Arnarfellsöldu vera leifar hennar. Of-
an við flata breiðu Múlajökuls rís Arnarfell hið mikla
(1143 m) með grænum hlíðunr og greinist á myndinni
illa frá Arnarfelli hinu litla (1140m) beint fyrir aft-
an. Vestur frá Arnarfelli gengur auður fjallarani, Ker-
fjall og er þar Jökulker. Næsta fjall í jökulröndinni
er Hjartafell og vestan þess Nauthagajökull. Hinum
megin Nauthagajökuls, lengst til vinstri á myndinni,
Olafsfell, breitt en flatt og upp af því sést ljóst líparít-
ið í Lónstindi.
Þjórsárver eru afskekkt og utan alfaraleiða. Verin
vestan ár eru á afrétti Gnúpverja sem áttu þangað að
sækja einhverjar Iengstu leitir á landinu. Nú er auð-
velt að komast að verunum austan Þjórsár (Þúfuveri
og Eyvindarveri). Að verunum vestan ár má komast
með því að aka upp með Þjórsá eða úr Kerlingarfjöll-
um eða fara á báti yfir ána. Bílaumferð er bönnuð um
verin, enda vandfundið land sem er viðkvæmara fyr-
ir raski og traðki. Þjórsárver eru hins vegar einstakt
gönguland og hefur t.d. Ferðafélag íslands skipulagt
gönguferðir um verin undanfarin ár. Af tindi Amar-
fells hins mikla, - sem segja má að sé miðja Islands, er
óviðjafnanlegt útsýni yfir miðhálendið, vestar er Jök-
ulker sem ýmist er með vatni eða tómt. Jökulröndin
er einnig áhugaverð, og þar má m.a. komast í íshelli.
Heitar laugar eru í Þjórsárverum og hægt að fara í bað.
Arnarfellsbrekkur og Múlarnir hafa frá fornu fari ver-
ið rómaðir fyrir grósku og blómskrúð. Síðast en ekki
síst er það einstök upplifun að ganga um verin á góð-
um degi, - þessa miklu grænu víðáttu í auðninni og
það gróna svæði á hálendinu sem, enn sem komið er
a.m.k., má telja næst uppruna sínum og minnst breytt
af manninum.
96 JÖKULLNo. 51