Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 99
Jarðfræðafélag íslands
Skýrsla stjórnar á aðalfundi aðalfundi 8. maí 2001
STJÓRNARSTARF
Stjórn Jarðfræðafélagsins hélt 9 stjórnarfundi á starfs-
árinu, og gaf út 3 fréttabréf. Mestur hluti tilkynn-
inga og auglýsinga um mál félagsins er nú sendur út
á tölvunetinu. Þeir sem ekki hafa netfang fá fréttabréf
í pósti, en missa þó sennilega af hluta tilkynninga fé-
lagsins. Tvær ráðstefnur voru haldnar, haustráðstefna
og vorráðstefna og gefin út hefti með ágripum erinda
og veggspjalda.
FRÆÐSLUFUNDIR
Alls voru 6 fræðslufundirá starfstímabilinu. Voru þeir
vel sóttir og efni fjölbreytt.
1. Dr. R. Annells, frá Eurogeosurveys í Bussel. hélt
erindi 4. desember 2000 um starfsemi og tilgang
Eurogeosurveys, sem eru samtök landa sem eru í Evr-
ópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu.
2. Jólafundur félagsins var haldinn hjá Landmæling-
um Islands á Akranesi 12.janúar 2001. Þar kynnti
Magnús Guðmundsson forstjóri og starfsmenn LMI
stofnunina og framtíð hennar. Var ferðin vel sótt og
voru fjörugar umræður í lok framsöguerindanna.
3. Ragnheiður Ólafsdóttir hélt erindi 30. janúar 2001
sem hún nefndi; Mat á umhverfisáhrifum.
4. Prófessor William H. Menke, Columbíuháskóla,
hélt erindi 13.febrúar 2001 sem hann nefndi; The
magmatic structure of axial volcano, a mini-Iceland
on the Juan de Fuca Ridge.
5. Björn Harðarson hélt erindi 13. mars 2001 um sam-
spil rekbeltaflutinga og möttulstróks á N-Atlantshafi.
6. Prófessor Arthur Sylvester hélt erindi 18. apríl 2001
um byggingu og misgengi í Californíu og hvernig
sennileg þróun þeirra yrði næstu árþúsundin.
7. Aðalfundur félagsins haldinn í Eldborgu, ráðstefnu-
húsi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi 8.maí 2001.
I lok fundarins var orkuverið skoðað og einnig jarð-
fræðisýning í kjallara hússins.
Fræðslufundirnir voru haldnir í Lögbergi, fundar-
sal Orkustofnunar eða Odda. Jólafundurinn 9. desem-
ber var haldinn hjá Landmælingum Islands á Akra-
nesi. Haustferð hefur tekið sæti erindis í október og
haustráðstefna í nóvember.
HAUSTFERÐ
Haustferð félagsins var farin laugardaginn 7. október
2000 og tókst mjög vel, þátttaka góð (31) enda var
veður hið blíðasta. Farið var að skoða ummerki jarð-
skjálftanna á Suðurlandi 17. og 21. júní 2000 og var
Páll Einarsson leiðsögumaður.
RÁÐSTEFNUR
Tvær ráðstefnur voru haldnar á starfsárinu:
Haustráðstefna félagsins var haldin 23.nóvember
2000 á Hótel Loftleiðum og var efni hennar jarð-
skjálftarnir á Suðurlandi 17. og 21. júnf, stærð þeirra,
lega og önnur atriði tengd slíkum hamförum. Skjálft-
arnir voru taldir hafa verið að stærðinni 6,5 og 6,6.
Haustráðstefna er nýmæli og kemur í stað þemabund-
innar ráðstefnu sem áður var haldin í febrúar. Þar sem
vorráðstefna er venjulega haldin í apríl þótti fullstutt
milli þeirra og því var þessi nýbreytni tekin upp og
mæltist vel fyrir, en 80 manns sóttu hana. Haustráð-
stefnan var hálfsdags ráðstefna og voru haldin 7 erindi
og eitt veggspjald.
Vörráðstefna félagsins var haldin þriðjudaginn
24. apríl 2001 og sóttu hana um 103 manns. Þar var
að venju fjölbreytt efni og mjög skemmtilegt. Flutt
voru 28 erindi og þurfit nú að skipta ráðstefnunni eftir
hádegi í tvær setur til að koma erindunum fyrir. Auk
þess voru sýnd 28 veggspjöld. Efni ráðstefnunnar var
þannig mjög yfirgripsmikið.
Báðar ráðstefnurnar voru haldnar á Hótel Loft-
leiðum og var aðstaða og aðbúnaður góður. Ágrip
JÖKULLNo. 51 97