Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 81
Jöklabreytingar 1930-1960, 1960-1990 og 1999-2000
Oddur Sigurðsson
Orkustofnun, Grensásvegi 9,108 Reykjavík; osig@os.is
YFIRLIT — Nú er 20.öldin liðin og því ástæða til að líta aðeins yfir farinn veg. Mœlingamenn gengu nú
til jökia í 71 .sinn og hafa sumir þeirra sýnt fádœma úthald í því verki sem Jón Eyþórsson byrjaði árið 1930
af mikilli framsýni og góðu heilli. Þar með höfum við upplýsingar um hreyfingar margra jökla í sjö áratugi
og á þeim tíma hafa miklar sveiflur orðið í veðurfari. Sporðamœlingar eru það einfaldasta sem völ er á í
jöklamœlingum en jafnframt sennilega það mikilvœgasta því að margt er á huldu ef viðbrögð jökulsins sjálfs
eru ekki mœld og skjalfest. Afýmsum gögnum má sjá að í lok tuttugustu aldar eru jöklar almennt minni en
þeir voru á sautjándu öld. Hvað mestir voru þeir undir lok 19. aldar en minnkuðu örast á öðrum þriðjungi
nýliðinnar aldar. Þar getur ekki verið neinu öðru um að kenna en hlýindaskeiði, sem hófst á þriðja áratugnum.
Ekki var öll öldin samfelld hlýindi og má segja að tímabilið frá 1965 til 1985 hafi líkst litlu ísöld hvað hitafar
varðar. Jöklarnir létu þá ekki á sér standa og gengu flestir fram í aldarfjórðung en mismikið. Síðustu 5 ár
aldarinnar reyndust jöklunum þung í skauti og hopa þeir nú nánast allir. Veturinn 1999-2000 var snjóléttur
um norðanvert landið en mun meira snjóaði á sunnanverðu hálendinu en var árið á undan. Sumarið 2000 var
fremur hlýtt og sólríkt að því er kemurfram á vefVeðurstofunnar. Jöklamœlingamenn vitjuðu jökulsporða á 47
stöðum haustið 2000. Afþeim hopuðu 40, einn gekk fram enfjórir stóðu í stað. Grímslandsjökull og Virkisjökull
vörðust frétta sem og oft að undanförnu. Leirufjarðarjökull var sá eini, sem fœrðist fram á síðast liðnu ári eins
og hann hefur gert nú í 6 ár samfellt, samtals 1150m síðan 1995. Kaldalónsjökull mœldist á sama stað og í
fyrra en sýnilegt er að hann hefur gengið nokkrum metrum framar þegar fremst stóð. Tveir afþeim jöklum,
sem mœlast kyrrstæðir (Kvíár- og Hrútárjökull) eru undir aurkápu í sporðinn og ná því ekki að bráðna eins
og eðlilegt vœri. Það sama á við um Virkisjökul. Þeir eru hins vegar að lækka mikið innar og eru því í reynd
að minnka. Hannes Jónsson reyndist sannspár 1998 um að Skeiðarárjökull myndi hopa ört að vestanverðu
því að hann hefur styst um fjórðung úr kílómetra á tveim árum. Þótt Dyngjujökull sé ekki skipulega mœldur af
félagsmönnum sakar ekki að geta þess hér að hann hljópfram veturinn 1999-2000 um 1200-1300 m samkvœmt
mœlingum á loftmyndum.
AFKOMUMÆLINGAR
Hér fylgja í töflu 1 tölur um afkomu Hofsjökuls sam-
kvæmt mælingum Orkustofnunar (Oddur Sigurðsson,
1989, 1991, 1993; Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens
Sigurðsson 1998). Til samanburðar eru einnig í töfl-
unni samsvarandi tölur fyrri ára.
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Snæfellsjökull
Hyrningsjökull mælist kyrrstæður því snjó frá síðasta
vetri hefur ekki tekið alveg upp við sporðinn. Hall-
steini Haraldssyni virðist hann samt þynnast verulega.
Drangajökull
Kaldalónsjökull - Jökulsporðurinn mælist á sama stað
og í fyrrahaust en hefur þó mjakast ögn framar á árinu.
Indriði á Skjaldfönn lýsir árferði og verkum
manna svo: „Síðasti vetur var mjög mildur, snjólétt-
ur, veðurvægur og voraði snemma og vel. Sumarið
framanaf of þurrt fyrir túnsprettu, hlýindi óvenjuleg í
júlí og ágúst og fór mesti dagshiti nánast alltaf í 18°C
eða meira þá mánuði. Haustið milt og næturfrost til
skaða ekki fyrr en eftir miðjan september. Spretta í
túnum og úthaga að lokum ágæt, heyfengur mikill og
góður og berjaspretta með ólíkindum og víða sást ekki
í krækiberjalyngið fyrir lambasparðastórum hnullung-
um. Sem dæmi um magnið, fyllti ég 10 lítra fötu af
krækiberjum á 40 mínútum.
JÖKULLNo. 51 79