Jökull - 31.12.2001, Blaðsíða 65
Seismic soundings on Skeiðarársandur
dation for the group in 1997. Orkustofnun supplied
the seismic equipment. Óskar Knudsen kindly pro-
vided unpublished data. Aurélie Bonnel took part in
this work during a training period at the Science In-
stitute, University of Iceland. Þórdís Högnadóttir as-
sisted in the preparation of the figures.
ÁGRIP
ÞYKKT SKEIÐARÁRSANDS SAMKYÆMT
ENDURK ASTSMÆLIN GUM
Láglendið við suðurströnd Islands er að verulegu leyti
sandar sem myndast hafa af framburði jökuláa. Jök-
ulhlaup hafa átt stóran þátt í að leggja til efnið í
sandana en nokkur setmyndun verður einnig í venju-
legu rennsli jökulánna auk þess sem framhlaup jökl-
anna valda auknum aurburði og setmyndun. Sand-
arnir geyma því mikilsverða sögu um rof og setflutn-
inga á Islandi. Skeiðarársandur er stærsti jökulsand-
ur á íslandi, um 1000 km2. Til að kanna þykkt hans
og lagskiptingu voru gerðar endurkastsmælingar vor-
in 1997 og 1999. Þær voru unnar sem hluti námskeiðs
í jarðeðlisfræðilegri könnun fyrir stúdenta í Háskóla
Islands og var þykkt og gerð setlaga könnuð á alls
10 stöðum. I mælingunum komu fram skýrir endur-
kastsfletir og er sá dýpsti þeirra talinn vera berggrunn-
ur á svæðinu. Þykkt setsins mældist minnst 70-80 m
upp við jaðar Skeiðarárjökuls en hún fer vaxandi eftir
því sem neðar kemur á sandinn. Sunnan við miðjan
sand er þykktin 220-250 m. Einnig eru setlögin þykk
undir farvegi Skeiðarár sunnan Skaftafells, eða 180-
220 m. Þar virðist vera um 100 m djúpur setfylltur
dalur í berggrunninn. Dalur þessi er í beinu framhaldi
af Skeiðarárdjúpi og er líklegt að hann sé grafinn af
ísaldarjöklum.
Nokkur innri endurköst koma fram í setinu og
sýna þau að sandurinn er lagskiptur. Á þeim svæð-
um þar sem jökull hefur ekki legið yfir á nútíma er
80-170 m þykkt lag af óhörðnuðu seti með bylgju-
hraða 1.4-1.8 km s-1. Upp við jaðar Skeiðarárjökuls
og Svínafellsjökuls er bylgjuhraði í setinu hins veg-
ar 1.9-2.2 km s_1. Til að skýra þessa skiptingu eru
einkum tveir möguleikar. I fyrsta lagi gæti setið við
jökulinn verið grófara og þéttara og því haft hærri
hraða. I öðru lagi gæti setið sem jökull hefur legið yfir
hafa þjappast vegna fargs jökulsins. Síðari túlkuninni
var beitt til að skýra svipaða tvískiptingu bylgjuhraða
lausra setlaga á Breiðamerkursandi (Halína Bogadótt-
ir ogfl., 1987).
Þó svo mælipunktarnir séu fáir, má út frá þeim
meta gróflega rúmmál setbunkans sem 100-200 km3.
Stærri hluti þessa sets hefur orðið til á síðustu 10.000
árum, þ.e. frá lokum síðasta jökulskeiðs. Setsöfnun
hefur því numið um 1 km3/öld að meðaltali. Þó svo
hluti setsins hafi fallið til sem framburður jökulánna
við venjulegt rennsli bendir flest til þess að meirihlut-
inn sé til kominn sem framburður jökulhlaupa. Til að
skýra magnið virðist sem að meðaltali þurfi nokkur
stórhlaup að hafa komið á hverri öld frá lokum síð-
asta jökulskeiðs. Viðteknar skoðanir um stærð jökla
á Islandi á nútíma gera ráð fyrir að Vatnajökull í nú-
verandi mynd hafi orðið til fyrir um 2500 árum. Nú
hljómar það sem mótsögn að Skeiðarársandur hafi
að verulegum hluta hlaðist upp í jökulhlaupum áð-
ur en Vatnajökull varð til. Hugsanleg lausn á þessari
mótsögn væri sú að jökulhetta hliðstæð Mýrdalsjökli
hafi legið yfir Grímsvatnasvæðinu áður en Vatnajök-
ull myndaðist. Ef svo var gætu jökulhlaup vegna tíðra
gosa í Grímsvötnum hafa flutt verulegt magn gjósku
og annars sets niður á láglendið sunnan Grímsvatna.
Þörf er á frekari rannsóknum á lagskiptingu Skeiðar-
ársands ef skera á úr um hvort þessi tilgáta á við rök
að styðjast.
REFERENCES
Björnsson, H. 1996. Scales and rates of glacial sediment
removal: a 20 km long, 300 m deep trench created be-
neath Breiðamerkurjökull during the Little Ice Age.
Annals of Glaciology 22, 141-151.
Bjömsson, H. 1998. Hydrological characteristics of the
drainage system beneath a surging glacier. Nature 395,
771-774.
Björnsson, H., F. Pálsson and E. Magnússon 1999. Skeið-
arárjökull: Landslag og rennslisleiðir vatns undir
sporði. (In Icelandic). Raunvísindastofnun Háskólans,
RH-11-99, 20 pp.
Björnsson, S. 1964. Um þykktarmœlingar sanda á Suður-
landi. (In Icelandic). Orkustofnun, jarðhitadeild, 11
pp.
Bogadóttir, H., G. F. Boulton, H. Tómasson and K. Thors
1988. The structure of the sediments beneath Breiða-
JÖKULL No. 51 63