Jökull


Jökull - 31.12.2001, Page 95

Jökull - 31.12.2001, Page 95
Seismicity in Iceland 1991-2000 isins að byggja upp jarðskjálftamæla- og úrvinnslu- kerfi sem næmi og túlkaði slíkar upplýsingar. Byggt var 8 stöðva kerfi á Suðurlandsundirlendinu, SIL kerf- ið. Næmni kerfisins var miðuð við að ná sem flest- um smáskjálftum á svæðinu sem gætu veitt gagnleg- ar upplýsingar. Vegna þess mikla fjölda skjálfta sem þurfti að mæla og túlka varð kerfið að vinna sjálfvirkt að mjög miklu leyti. Þetta var síðan grundvöllur þess að byggja viðvörunarkerfi við SIL-kerfið. Gagnasöfnun í SIL-kerfinu hófst árið 1990. Um mitt ár 1991 hófst sjálfvirk skammtímaúrvinnsla í kerfinu og var miðstöð hennar á Jarðeðlissviði Veð- urstofu íslands, sem frá byrjun var miðstöð SIL-verk- efnisins. Um áramótin 1993-1994 voru 6 stöðvar á Norðurlandi tengdar við kerfið. I lok árs 2000 voru 42 SIL-stöðvar í rekstri á landinu (sjá 1. mynd). Á hverri SIL-stöð er bylgjuhreyfingin mæld með þriggja ása jarðskjálftanema, þar sem einn ásinn nemur Ióð- rétta hreyfingu og hinir nema lárétta hreyfingu í tvær áttir. Mæliröðin er sett á stafrænt form þegar úr nemanum kemur og tímasett af mikilli nákvæmni (nú með GPS tímamerkjum). Tölva á stöðinni vinnur á- kveðnar upplýsingar úr hreyfingunni og metur hvort hugsanlega sé um jarðskjálftabylgju að ræða. Þessar upplýsingar eru sendar til miðstöðvarinnar í Reykja- vík, sem metur sjálfvirkt með samanburði við upplýs- ingar frá öðrum stöðvum hvort um jarðskjálftahreyf- ingu sé að ræða eða einhvers konar truflun. Á þessu stigi fer fyrsta staðsetning skjálfta fram, aðeins nokkr- um tugum sekúndna eftir að skjálfti verður. Þegar um raunverulega skjálfta er að ræða sendir miðstöð- in nú skeyti til útstöðvanna og biður um ítarleg gögn um hann. Upplýsingasamskiptin fara að mestu fram um flutningsnet Símans. I SIL-miðstöðinni í Reykja- vík fara starfsmenn Jarðeðlissviðs Veðurstofunnar svo yfir hinar sjálfvirku mælingar, og leiðrétta ef þarf. f framhaldinu er gerð endanleg staðsetning, brotahreyf- ing skjálftans metin o.fl., og upplýsingarnar settir inn í SIL gagnagrunninn. Hér er gerð grein fyrir jarðskjálftavirkni á Suð- vesturlandi fyrir tímabilið 1991-1993 og fyrir allt landið árin 1994-2000. Myndir 2 og 3 sýna upptök jarðskjálfta á þessum tímabilum. Á kortin eru valdir vel staðsettir skjálftar stærri en 1 á Richterskvarða. Þann 17. janúar 1991 hófst Heklugos og í kjölfar- ið, næstu mánuði á eftir, fylgdu nokkrar skjálftahrin- ur á Suðurlandi og í vestara gosbeltinu. Mjög mik- il skjálftavirkni var á Hengilssvæðinu og í Ölfusi á árunum 1994-1998. Á þessu tímabili voru staðsettir um 85.000 skjálftar á þessum svæðum. Virknin þar dróst saman eftir 2 skjálfta Mj~5 sem urðu í júní og nóvember 1998. í febrúar 1994 varð skjálfti af stærð Ms= 5,3 norðan við Siglutjörð á Tjörnesbrotabeltinu. í framhaldi af honum og allt fram til ársins 1997 urðu margar stórar hrinur úti fyrir Norðurlandi. Mikil skjálftavirkni var í tengslum við 2 eldgos undir Vatna- jökli. Á undan Gjálpargosinu í október 1996 var mikil skjálftahrina í Bárðarbungu þar sem stærsti skjálftinn mældist Ms=5,4. Á undan Grímsvatnagosinu í des- ember 1998 vareinnig skjálftahrina. Smáskjálftahrina kom fram á mælum um klukkustund fyrir Heklugosið í febrúar árið 2000. Hún ásamt þenslumælingum varð til þess að afgerandi viðvörun um yfirvofandi eldgos var gefin út áður en gosið braust upp. Nokkrar jarð- skjálftahrinur voru undir Eyjafjallajökli og einnig var viðvarandi haustskjálftavirkni undir Mýrdalsjökli en mismikil eftir árum. I júní 2000 voru tveir stórir jarð- skjálftar á Suðurlandi. Fyrri skjálftinn (Ms=6,6) varð þann 17. júní og átti upptök í Holtunum. í kjölfar hans fylgdu skjálftar til vesturs, út eftir Reykjanesskagan- um og einnig norður til Geysis og Langjökuls. Seinni skjálftinn (Ms=6,6) varð þann 21. júní og átti hann upptök við Hestvatn. REFERENCES Allen, R. M., G. Nolet, W. J. Morgan, K. Vogfjörð, M. Net- tles, G. Ekström. B. H. Bergsson, P. Erlendsson, G. R. Foulger, S. Jakobsdóttir, B. R. Julian, M. Pritchard, S. Ragnarsson and R. Stefánsson 2002. Plume-driven plumbing and crustal formation in Iceland. J. Geo- phys. Res. 107(B8), 10.1029/2001JB000584. Árnadóttir, Þ„ S. Hreinsdóttir, G. Guðmundsson, P. Ein- arsson, M. Heinert and C. Völksen 2001. Crustal de- formation measured by GPS in the South Iceland Seis- mic Zone due to two large earthquakes in June 2000. Geophys. Res. Lett. 20(21), 4,031^1,033. Böðvarsson, R„ S. Th. Rögnvaldsson, S. S. Jakobsdóttir, R. Slunga and R. Stefánsson 1996. The SIL data acqui- sition and monitoring system. Seism. Res. Lett. 67(5), 35-46. JÖKULLNo. 51 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.